Frétt af undirbúningi Fjölbrautaskóla Snæfellinga

  Fjölbrautaskóli Snæfellinga tekur til starfa í ágúst á þessu ári og undirbúningur hefur staðið yfir frá því í apríl síðastliðnum. Samið hefur verið við verktaka og er bygging skólans komin á fullt skrið. Undirbúningur annarra þátta skólastarfsins heldur einnig áfram af miklum krafti:

Breytt tilhögun minka- og refaveiða

  Bæjarráð Grundarfjarðar hefur samþykkt nýja tilhögun greiðslu kostnaðar við minka- og refaveiða í Eyrarsveit.   Á undanförnum árum hefur sveitarfélagið ráðið veiðimenn til minkaveiða og greitt verðlaun fyrir minka- og refaskott til veiðikortshafa. Nú er svo komið að þessi kostnaður hefur sjaldnast haldist innan fjárhagsáætlunar. Ennfremur hefur Umhverfisstofnun tilkynnt sveitarfélögum skerðingu á kostnaðarhlutdeild ríkissjóðs. Sem viðbrögð við þessum breyttu forsendum hefur bæjarráð samþykkt að hætta að veita verðlaun og greiða einvörðungu til ráðinna veiðimanna þannig að forsendur fjárhagsáætlunar standist.   EB

Nýtt símkerfi á bæjarskrifstofu

Nýtt símkerfi hefur verið tekið í notkun á bæjarskrifstofunni. Símanúmerið verður óbreytt, 430 8500, en faxnúmerið breytist og er 430 8501.   Bæjarbúar og aðrir sem þurfa að hringja í okkur á bæjarskrifstofunni eru beðnir að sýna okkur þolinmæði næstu daga á meðan við tileinkum okkur þetta nýja símkerfi.

Vatnsrannsóknir undir Hafliðagili

  Þann 4. október 2002 hófust rennslismælingar á svæði í um 450 metra hæð undir Hafliðagili á tveimur stöðum og stóðu þessar mælingar fram til 21. apríl 2003.   Þykja þær vísbendingar sem þarna fengust lofa góðu og ástæða til frekari aðgerða og rannsókna í þeirri von að þarna mætti afla neysluvatns fyrir vatnsveitu Grundarfjarðar í framtíðinni að einhverjum hluta.

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn

Afli árið 2003 var 12.766 tonn en árið 2002 var aflinn 14.844 tonn. Skipakomur til Grundarfjarðar voru 1.432 árið 2003 Í Grundarfjarðarhöfn var landaður afli í janúar 1.265.376 kg en janúar 2003 1.108.250 kg.   Hér fyrir neðan er aflinn sundurskiftur eftir tegundum bæði árin.  Tegundir 2003   2004   Þorskur............... 395.302 kg 312.296 kg Ýsa...................... 185.956 kg 215.866 kg Karfi..................... 122.877 kg 8.967 kg Steinbítur............ 90.567 kg 47.630 kg Ufsi...................... 35.812 kg 8.582 kg Hörpudiskur...... 0 kg 0 kg Beitukóngur....... 0 kg 0 kg Rækja................. 0 kg 0 kg Langa ................ 957 kg 1.730 kg Keila.................... 148 kg 2.153 kg Gámafiskur*...... 310.256 kg 632.817 kg Aðrar tegundir .. 28.428 kg 18.352 kg Samtals 1.170.303 kg 1.248.393 kg Það sem stendur á bak við gámafisk er að stærstum hluta ýsa, steinbítur og þorskur. HG

Fyrsta íbúðin í nýjum íbúðum eldri borgara afhent

Guðmunda Hjartardóttir fékk afhenta fyrstu íbúðina í nýja raðhúsinu að Hrannarstíg 28 – 40 nú um helgina. Síðar í vikunni munu Ragnar Kristjánsson og Þórdís Gunnarsdóttir fá sína íbúð afhenta. Fyrirhugað er að þriðja íbúðin verði tilbúin um miðjan mánuðinn og tvær síðustu þann 15. maí næstkomandi. Þá verður eftir að ljúka frágangi lóðar og vinnu utanhúss sem áætlað er að verði lokið 1. júní.