Stóra upplestrarkeppnin - sigurvegarar

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í Grundarfjarðarkirkju í gærkvöldi.  Allir lesarar frá skólunum fjórum sem getið er hér fyrir neðan stóðu sig mjög vel og dómarar voru ekki öfundsverðir af því að skipa í þrjú efstu sætin. Úrslit urðu þessi: 1. sæti Lilja Margrét Riedel Stykkishólmi2. sæti Guðmundur Haraldsson  Grundarfirði 3. sæti Elín Sigurðardóttir  Grundarfirði

Stærðfræðikeppni grunnskólanna á Vesturlandi

Stærðfræðikeppni 8.-10. b grunnskólanna á Vesturlandi var haldin í Fjölbrautaskóla Vesturlands 18. febrúar.  19 nemendur frá Grunnskóla Grundarfjarðar tóku þátt í keppninni. 

Næstu skref í hitaveitumálum

  Eins og fram hefur komið á Grundarfjarðarvefnum varð mjög góður árangur af borun rannsóknarholu við Berserkseyri þar sem borað var í gegnum tvær sprungur sem ekki voru þekktar. Boruð var 403 metra hola með 30° halla eða niður í um 300 metra á láréttu plani. Nokkuð salt er í vatninu og kolsýruinnihald telst vera nær því að vera helmingur á við ölkelduvatn, nokkuð meira en út í Laugaskeri.  

Upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk

Upplestrarkeppni nemenda í 7. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar var haldin síðastliðinn miðvikudag (3. mars) í kirkjunni.  Nemendur stóðu sig allir með prýði en þeir þrír efstu taka þátt í Upplestrarkeppni grunnskólanna á norðanverðu Snæfellsnesi.    

Hitaveita í sjónmáli

Undanfarið hafa Íslenskar orkurannsóknir unnið að jarðhitaleit við Berserkseyri milli Hraunsfjarðar og Kolgrafafjarðar fyrir Grundfirðinga. Tilgangurinn var að kanna hvort þar mætti fá nægjanlega heitt vatn til húshitunar í Grundarfirði. Lengi hefur verið vitað um hita þarna en það verður fyrst með tilkomu brúar yfir Kolgrafafjörð að hagkvæmt verður að leggja hitaveitu frá Berserkseyri til Grundarfjarðar.

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn

Í Grundarfjarðarhöfn var landaður afli í febrúar 2004 1.827.826 kg en í febrúar 2003 var aflinn 1.270.184 kg 

Dixielandband Grundarfjarðar með tónleika í Reykjavík 10. mars.

Dixielandband Grundarfjarðar heldur tónleika í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi í Reykjavík, miðvikudaginn 10. mars nk. kl. 20.00. Á efnisskrá eru ýmis þekkt dixielandlög og danstónlist.   Í sveitinni eru 10 hljóðfæraleikarar, sem hafa æft og haldið tónleika reglulega í 6 ár. Stjórnandi sveitarinnar er Friðrik Vignir Stefánsson, tónlistarskólastjóri. Dixielandbandið hefur haldið tónleika víða á Snæfellsnesi, en þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar í Reykjavík. 

Lokadagur borunar rannsóknarholu

 Stefnt er á að ljúka borun rannsóknarholunnar við Berserkseyri í dag. Í gærkvöldi var holan orðin 303 metra djúp og hitinn mældist 70°C.   EB

Annar dagur borunar rannsóknarholu

Í morgun var dýpt rannsóknarholunnar komin í 228 metra og hitastig mældist tæpar 52°C.   EB 

Niðurröðun leikja

Á vefnum www.ksi.is má niðurröðun leikja hjá 4. flokki karla.