Ræða menntamálaráðherra

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, var viðstödd fyrstu skólasetningu Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Ræða hennar birtist á vef menntamálaráðuneytisins þann 1. september sl. Sjá ræðu menntamálaráðherra hér.

Skólastarfið í Fjölbrautaskóla Snæfellinga fer vel af stað

Fyrstu dagarnir í skólastarfi Fjölbrautaskóla Snæfellinga hafa gengið mjög vel. Að sögn Guðbjargar Aðalbergsdóttur, skólameistara, lýsa bæði nemendur og kennarar ánægju sinni með skipulagið og kennslufyrirkomulagið í skólanum og nemendur fara vel af stað í verkefnavinnunni.      

Skólastarfið fer vel af stað í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fyrstu dagarnir í skólastarfi Fjölbrautaskóla Snæfellinga hafa gengið mjög vel. Að sögn Guðbjargar Aðalbergsdóttur, skólameistara, lýsa bæði nemendur og kennarar ánægju sinni með skipulagið og kennslufyrirkomulagið í skólanum og nemendur fara vel af stað í verkefnavinnunni.    

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn á sumarmánuðum 2004 í samanburði við árið 2003 má sjá í töflunni hér að neðan.   Mánuðir 2004 2003 Maí 1.171.509 kg 1.182.026 kg Júní 1.098.791 kg 538.220 kg Júlí  657.786 kg 434.271 kg Ágúst 1.142.929 kg 719.643 kg       Landaður afli fyrstu átta mánuði ársins:   2004 2003   10.238.004 kg  8.116.857 kg  

Bæjarstjórnarfundur

Fyrsti bæjarstjórnarfundur eftir sumarleyfi verður fimmtudaginn 9. septemer kl. 17 í samkomuhúsinu. Á dagskrá er:

Af hitaveitumálum

Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar fóru þann 26. ágúst sl. á fund með sérfræðingum á sviði hitaveituframkvæmda frá Íslenskum orkurannsóknum og Verkfræðistofunni Fjarhitun ehf. Á fundinum var m.a. rætt um virkjun holunnar við Berserkseyri og hvað væri til ráða varðandi efnisval á stofnlögn með tilliti til efnainnihalds vatnsins. Eins og áður hefur komið fram er efnainnihalds vatnsins með þeim hætti að hætta er á tæringu og þarf því að vanda vel til verka við val á lögnum.

Laus íbúð

Húsnæðisnefnd Grundarfjarðar auglýsir lausa til útleigu eina fimm herbergja íbúð í Sæbóli 35, 2. hæð. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, á eyðblaði sem þar fæst, fyrir 16. september nk.

Laugardagstímar í íþróttahúsinu

Til stendur að hafa íþróttahúsið opið á laugardögum í vetur ef eftirspurn verður næg. Einn tími (50 mín.) kostar 2.400 kr. sem deilist niður á þátttakendur. Greiða þarf fyrirfram fyrir tíma til jóla. Áhugasamir hafi samband við starfsmenn íþróttahúss í síma 430 8564.   Íþróttahús Grundarfjarðar  

Víkingur Ó kominn í 1.deild

Nágrannar okkar í Víkingi Ó unnu í gær Leikni í leik um sæti í 1.deild að ári. UMFG óskar UMF Víking Ólafsvík til hamingju með frábæran árangur. 

Tímatafla UMFG

 Tímataflan í heild sinni er undir liðnum íþróttir/tímatafla einnig getið þið séð uppl. um hvern flokk undir liðnum knattspyrna og uppl. um frjálsar undir liðnum frjálsar.