Bæirnir í sveitinni

Guðjón Elisson hefur nú lokið við að taka myndir af öllum bæjum í Eyrarsveit og komið þeim inn á Grundarfjarðarvefinn þar sem hægt er að skoða þær með sama hætti og húsin í bænum. Ef smellt er á „bæirnir í sveitinni“ hér til hægri kemur upp loftmynd af Eyrarsveit í heild sinni. Á loftmyndinni er svo hægt að smella á hvern bæ fyrir sig og sjá myndir af þeim húsum sem þar eru. Guðjón á heiður skilinn fyrir þessa vinnu sína fyrir heimasíðu Grundarfjarðarbæjar og nokkuð ljóst er að svona heimildir er ekki víða að finna á vefjum sveitarfélaga.  

Þróunarverkefni Leikskólans Sólvalla

Leikskólinn Sólvellir er að fara af stað með Þróunarverkefni sem ber heitið „Ég og leikskólinn minn - ferlimöppur til að skapa markvisst upplýsingaflæði milli skóla og heimilis“. Leikskólinn fékk styrk í verkefnið sem snýr að nemendum fæddum árið 2002.

Öryggisvika sjómanna og heimsókn samgönguráðherra

Í gær hófst öryggisvika sjómanna, sem haldin er í annað sinn. Vikan er haldin í tengslum við Alþjóðasiglinga-daginn 26. september og lýkur þann 1. október n.k. Þema öryggisvikunnar nú er „Forvarnir auka öryggi“.

UMFG lagði bæjarstjórnina 6-5

  Efri röð: Diddi, Eygló, Addi, Heimir, Sigríður, Gæi, Guðni og Hafsteinn Neðri röð: Nicky, Eydís, Unnur Birna, Gísli og Geiri  Gríðarleg stemming var við vígslu sparkvallar í gær þegar stjórn UMFG og bæjarstjórn Grundarfjarðar öttu kappi saman. Úrslit urðu þannig að UMFG sigraði með sex mörkum gegn fimm.

Vígsla sparkvallar

Nú hefur verið lögð lokahönd á gerð sparkvallar á lóð Grunnskóla Grundarfjarðar. Völlurinn er hinn glæsilegasti og er það von bæjaryfirvalda að hann nýtist vel til æfinga og leiks. Í dag, fimmtudag, kl. 18:00 verður sparkvöllurinn á lóð grunnskólans vígður með pompi og pragt.

Höfnin á íslensku sjávarútvegssýninguna 2005

Hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar ákvað á fundi sínum í gær að Grundarfjarðarhöfn yrði þátttakandi í íslensku sjávarútvegssýningunni sem haldin verður í Kópavogi 7. til 10. september 2005.  

Eyrarvegur 25 til sölu

  Grundarfjarðarbær auglýsir til sölu einbýlishúsið við Eyrarveg 25. Húsið er steinsteypt á tveimur hæðum, alls 208,6 fm, byggt árið 1969. Íbúð á efri hæð er 139,2 fm og kjallari er 69,4 fm. Í íbúðinni er stór stofa, eldhús, stórt þvottahús, 4 svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Nýtt skip í flotann

Í morgun kom nýtt skip til heimahafnar í Grundarfirði. Skipið heitir Þorvarður Lárusson SH 129 og er í eigu Sæbóls ehf. Skipið er 210 brúttó lestir. Eigendum skipsins eru færðar bestu hamingjuóskir. Þorvarður Lárusson SH 129

Fyrsta æfingin á gervigrasinu

Stelpurnar í 4.flokki voru ánægðar með fyrstu æfinguna á gervigrasvellinum. Þær koma til með að æfa einu sinni í viku á gervigrasinu í vetur.Sverrir Karlson tók þessa fínu mynd af þeim. Steinunn,Marta,Arndís,Guðrún,Hanna,Silja,Rebekka,Dæja,Guðbjörg og Silja Rán

Noregsferð sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi

Hópur sveitarstjórnarmanna af Vesturlandi fóru til Álasund í Noregi í byrjun september. Tilgangur ferðarinnar var að kynna sér aðstæður og þróun í norskum sveitarstjórnarmálum. Ferðin var skipulögð af samtökum sveitarfélaga á vesturlandi (SSV). Hópurinn heimsótti forsvarsmenn sveitarfélaga, stórfyrirtæki og Háskólann í Volda. Á meðfylgjandi mynd er hópurinn í fjarðabotni nálægt bænum Volda. Sveitarstjórnarmenn af Vesturlandi í Noregi