UMFG og Landsbankinn endurnýja samning.

Í vor endurnýjaði og stækkaði Landsbanki Íslands í Grundarfirði samstarfssamning við Ungmennafélag Grundarfjarðar.   Stærsti einstaki þátturinn í þeim samningi er að í ár voru keyptir 100 nýir keppnisbúningar fyrir iðkendur knattspyrnu.  

Grjótgarður við Torfabót

Tígur ehf. frá Súðavík hefur undanfarnar vikur unnið að gerð sjóvarnargarðs við Torfabót. Garðurinn verður 185 m langur. Áætlað er að verkinu ljúki í næstu viku. Jónas Jónbjörnsson starfsmaður Tígurs ehf. að störfum  

Framkvæmdir við sparkvöll á lokastigi

Framkvæmdir við sparkvöll á lóð grunnskólans eru nú á lokastigi. Verið er að vinna við lagningu gervigrass sem áætlað er að verði lokið í vikunni. Þýskir verktakar á vegum KSÍ sjá um verkið. Þýskir verktakar að störfum  

Lagnaframkvæmdir við Hrannarstíg

Unnið er við götulagnir í Hrannarstíg og er áætlað að framkvæmdir muni standa yfir næstu tvær til þrjár vikur. Íbúar við nálægar götur geta átt von á vatnstruflunum meðan á framkvæmdum stendur. Kjartan og Gunnar að störfum Vegfarendur og íbúar eru beðnir velvirðingar á þeim truflunum sem framkvæmdirnar óhjákvæmilega hafa í för með sér. Byggingarfulltrúi 

Sigur hjá 5.fl.karla

Grundfirðingar tóku á móti Snæfell í síðasta leik héraðsmótsins og sigruðu leikinn 8-2. Strákarnir áttu góðan leik og dreifðust mörkin nokkuð jafnt niður á leikmenn. Strákarnir spiluðu 2 leiki í þessu héraðsmóti, á móti Víking Ólafsvík fyrr í sumar sem þeir unnu 3-2 og svo á móti Snæfell í kvöld sem þeir unnu 8-2 og eru því héraðsmeistarar 2004

30 ára starfsafmæli Hildar ljósmóður

Hildur á 30 ára starfsafmæli sínuHildur Sæmundsdóttir, ljósmóðir í Grundarfirði, á 30 ára starfsafmæli í dag. Hún hóf störf á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar þann 1. september árið 1974. Í tilefni dagsins færði Grundarfjarðarbær Hildi blómvönd með þökkum fyrir frábæra þjónustu við Grundfirðinga, unga sem aldna, á starfsferli sínum.

Tilkynning frá Vatnsveitu Grundarfjarðar

Verið er að vinna við vatnslögn efst á Hrannarstíg. Vegna tenginga verður lokað fyrir vatnið á eftirtöldum stöðum kl. 20:00 í kvöld og fram eftir kvöldi: Smiðjustígur, Dvalarheimilið Fellaskjól, Fossahlíð, Hamrahlíð, Hrannarstígur 8-14 og Grundargata 35. Beðist er velvirðingar á óþægindum vegna þessa.

Orgeltónleikar í Stykkishólmskirkju

Friðrik Vignir Stefánsson, organisti heldur orgeltónleika í Stykkishólmskirkju sunnudaginn 5. september 2004 kl. 17.00. Á efnisskánni er Prelúdía og fúga í C-dúr (BWV 545) eftir J.S. Bach, þrír sálmaforleikir eftir J.S. Bach, Forspil um sálm sem aldrei var sunginn eftir Jón Nordal, Himna rós, leið og ljós (lag úr Hymnodíu frá 18.öld) eftir Ragnar Björnsson, þrjár prelúdíur op. 2 eftir Árna Björnsson og þættir úr hinni þekktu Gotnesku Svítu eftir Leon Boëllmann.