Félagsmiðstöðin opin þrátt fyrir verkfall kennara

Vakin er athygli á því starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Eden er í fullum gangi þrátt fyrir verkfall kennara. Unglingar eru hvattir til þess að halda áfram að taka þátt í starfi félagsmiðstöðvarinnar á meðan á verkfalli stendur.

Starfsmenn félagsmiðstöðva á Vesturlandi á námskeiði í Borgarnesi

Í síðustu viku stóð Samfés samtök félagsmiðstöðva á Íslandi fyrir námskeiði fyrir starfsmenn félagsmiðstöðva á Vesturlandi.Er þessi námskeiðspakki liður í fræðsluferð Samfés fyrir starfsfólk félagsmiðstöðva landsins sem nú stendur yfir. Góð mæting var og mættu starfsmenn félagsmiðstöðva frá Búðardal, Stykkishólmi, Snæfellsbæ, Grundarfirði, Akranesi og Borgarnesi á námskeiðið.

Frá Grunnskóla Grundarfjarðar

Verkfall grunnskólakennara er hafið og fyrirsjáanlegt er að það stendur a.m.k. fram eftir þessari viku, en næsti formlegi samningafundur KÍ og LN hefur verið boðaður fimmtudagsmorguninn 23. september n.k. Öll kennsla liggur því niðri á meðan en heilsdagsskólinn verður starfræktur eins og verið hefur þ.e. frá kl. 12.30 alla daga vikunnar. Þeir nemendur sem nú þegar eru skráðir í heilsdagsskólann hafa aðgang að honum eins og áður meðan á verkfalli stendur. Skólastjórar og aðrir starfsmenn en kennarar eru ekki í verkfalli og eru við störf. Skrifstofa skólans er því opin alla daga frá 08:00 - 14:00.

Sjálfboðaliðar óskast !

Í dag kl 5 ætlum við að halda áfram með girðinguna í kringum sparkvöllinn. UMFG vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að mæta svo hægt verði að klára þetta verkefni. UMFG tók að sér að skaffa nokkra sjálfboðaliða til að aðstoða við smíðina á girðingunni.

Starfsemi Eden að fara af stað

Ýmsar breytingar hafa nú orðið í félagsmálageira unglinga í 8.-10. bekk! Til að mynda er búið að færa allt félagslíf úr skólanum niður í Eden, þ.e. nemendafélag skólans er orðið nemendaráð Eden og sér að mestu um að setja niður dagskrá vetrarins og hafa yfirumsjón með þeim atburðum sem í boði verða.

Íþróttamaður Grundarfjarðar

Á fundi íþrótta- og tómstundanefndar þann 31. ágúst sl. var kynnt hugmynd að fyrirkomulagi að vali íþróttamanns Grundarfjarðar. Fram kom að Landsbanki Íslands muni gefa farandgrip sem viðkomandi íþróttamaður hafi í sinni vörslu í eitt ár, eða fram að vali þess næsta. Öllum íþróttafélögum í Grundarfirði verður sent bréf með nánari upplýsingum um fyrirkomulag valsins.

Vika símenntunar

Forstöðumenn Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi buðu yfirmönnum fyrirtækja og stofnana í Grundarfirði til kynningarfundar á Hótel Framnesi í hádeginu í gær. Fundurinn var haldinn í tilefni af „viku símenntunar“ sem nú gengur yfir. Einnig voru kynnt þau námskeið sem í boði verða í Grundarfirði og nágrenni á næstu misserum.

Góð mæting !

Nú eru æfingarnar hjá okkur byrjaðar á fullu og er góð mæting í allar greinar. Í gær voru fyrstu æfingarnar í krakkablaki og var mjög góð mæting þar og er hægt að segja að við höfum nánast sprengt utan af okkur íþróttahúsið en 32 börn mætti í yngri hópnum og 31 í eldri hópnum. Í dag er verið að smíða girðingu utan um sparkvöllinn og vill UMFG hvetja þá sem hafa einhver tíma aflögu í dag til að mæta þarna uppeftir og aðstoða við verkið.

Bæjarstjórn stefnir að þátttöku í Vesturlandsskógum

Skógrækt Skógræktarfélags Eyrarsveitar í landi Hellnafells   Á 48. fundi bæjarstjórnar þann 9. september sl. var samþykkt tillaga þess efnis að hefja undirbúning að þátttöku í gróðursetningarverkefni Vesturlandsskóga með það að markmiði að mynda skjólbelti og útivistarsvæði fyrir ofan þéttbýli Grundarfjarðar.

Æfingar byrja í dag.

Vetrarstarf UMFG byrjar í dag. Við viljum af því tilefni minna foreldra á það  að fylgjast með því að börnin mæti á réttum tíma á æfingar og séu með réttan útbúnað með sér. Við minnum einnig á að hægt er að nálgast tímatöfluna undir liðnum íþróttir.