Þoka í Grundarfirði

Það hefur verið sérkennilegt landslagið sl. daga, hálffalið í þokuslæðu sem legið hefur yfir fjöllum og firði, eins og víðar á sv-horni landsins. Sólin hefur þó náð að brjótast í gegn og í dag þriðjudag 22. febrúar var logn, 0 m/sek og 7° hiti um miðjan dag og nánast vor í lofti. Meðfylgjandi myndir tala sínu máli.   Hafnargarðurinn kíkir fram úr móskunni þriðjud. 22. febrúar  

Myndir frá æfingum.

Myndirnar hér fyrir neðan voru teknar á æfingum UMFG þriðjudaginn 22.febrúar.     

Sólarkaffi bæjarstarfsmanna

Hið árlega sólarkaffi starfsmanna Grundarfjarðarbæjar var í dag. Stofnanir bæjarins skiptast á að halda sólarkaffið og að þessu sinni var það í umsjá bæjarskrifstofunnar. Það var mál manna að sjaldan eða aldrei hafi sést slíkir snilldartaktar í vöfflu- og pönnukökubakstri.

Vetrarstarf Hesteigendafélags Grundarfjarðar

Vetrarstarf Hesteigendafélags Grundarfjarðar er komið í fullan gang. Í gær, sunnudag, var sameiginlegur reiðtúr og kaffisala í Fákaseli að honum loknum. Fimmtán knapar tóku þátt í reiðtúrnum að þessu sinni sem farinn var inn að Kverná í blíðskapar vorveðri! Annan hvorn sunnudag standa félagsmenn fyrir sameiginlegum reiðtúr og kaffisölu í Fákaseli. Næsti reiðtúr og kaffi verða sunnudaginn 6. mars og eru allir Grundfirðingar og aðrir gestir velkomnir!

Bókasafnið - Stærsta setustofan í bænum.

Fjarnemar í Grundarfirði! Komið á kynningarfund í bókasafninu á fimmtudaginn (24. feb.) kl. 19:30. Umræðuefni: Að hittast og skiptast á upplýsingum, safnfræðsla, upplýsingaleit, lestraraðstaða o.fl.  

Grundfirsk störnumessa að baki

Hljómsveitin Vor Grundfirska stjönumessan á Broadway sem haldin var um síðustu helgi heppnaðist mjög vel. Á sjötta hundrað gestir mættu á sýninguna þar sem tónlist og söngur grundfirskra listamanna ómaði um salinn. Að sýningu lokinni tók við dansleikur með hljómsveitinni Vor sem stóð langt fram á nótt. Ekki er annað að heyra en að allir hafi verið yfir sig ánægðir með kvöldið og mega Grundfirðingar svo sannarlega vera stoltir af þessari frábæru frammistöðu Vorgleðihópsins. Grundarfjarðarvefurinn vill færa 12 manna hljómsveit og 27 söngvurum hópsins bestu þakkir fyrir gott innlegg í menningarlíf Grundfirðinga (og Reykvíkinga!!) og óskar þeim innilega til hamingju  með frammistöðuna! Meðfylgjandi myndir tala sínu máli...

Íbúaþing Grundfirðinga - Bjóðum tækifærunum heim

Eins og komið hefur fram á vef Grundarfjarðarbæjar að undanförnu hefur bæjarstjórn ákveðið að boða til íbúaþings, laugardaginn 5. mars n.k. Stýrihópur vinnur að undirbúningi og er nú að móta dagskrá þingsins, þar sem ætlunin er að móta framtíðarsýn Grundfirðinga.  

Fréttir af starfi UMFG

  Hér fyrir neðan er smá pistill frá stjórn Ungmennafélagsins þar sem við förum aðeins yfir það sem við erum búin að vera að gera það sem af er árinu 2005 og einnig það sem er fram undan hjá okkur s.s páskaeggja BINGÓ en fyrir páskana í fyrra vorum við með slíkt BINGÓ og vakti það mikla lukku og var mætingin á það margfalt meiri en við bjuggumst við. Árið byrjaði á því að fótboltakrakkarnir tóku þátt á íslandsmótinu innanhúss. 8.janúar fór 5.fl karla í Laugardalshöllina.

Pokasjóður

Vakin er athygli fyrirtækja og félagasamtaka á auglýsingu sem birt hefur verið á vef Pokasjóðsins, www.pokasjodur.is   Pokasjóður verslunarinnar, sem fyrst hét Umhverfissjóður verslunarinnar hefur verið starfræktur frá árinu 1995. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn úthlutað samtals um það bil 370 milljónum til verkefna á sviði umhverfismála, menningar, íþrótta og mannúðarmála. Að sjóðnum standa um 160 verslanir um land allt, þ.e. matvöruverslanir, vínbúðir, húsgagnaverslanir, bókabúðir og aðrar sérvöruverslanir. Fyrsta úthlutun úr Pokasjóði fór fram á Eyrarbakka 1996 og var heildarúthlutun þá 20 milljónir. Nú má hins vegar gera ráð fyrir að árleg upphæð úthlutunar úr Pokasjóði sé í kringum 100 milljónir.    Frestur til að sækja um styrk úr Pokasjóði rennur út 11. mars.

Hvað er íbúaþing?

Eins og fram hefur komið hér á vefnum hefur verið ákveðið að halda íbúaþing í Grundarfirði 5. mars n.k.  En hvað er íbúaþing? Er það svona dæmigerður fundur þar sem sama fólkið og venjulega tekur til máls og hinir láta lítið fyrir sér fara? Eða, eiga skoðanir allra þátttakenda eftir að skila sér inn í niðurstöðurnar? Er þetta eitthvað sem ég hef vit á, eitthvað sem höfðar til mín? Til hvers er verið að halda íbúaþing - og hvað kemur út úr því?