Sumardagurinn fyrsti

Á sumardaginn fyrsta verður ýmislegt á dagskrá í Grundarfirði. Guðsþjónusta verður í Grundarfjarðarkirkju kl. 11:00. Að messu lokinni verður skrúðganga frá kirkjunni í samkomuhúsið þar sem farið verður í leiki með börnunum og þeim boðin andlitsmálning. Kl. 12:30 opnar UMFG sumarmarkað og kökubasar í samkomuhúsinu.   Sundlaugin verður opin frá kl. 12:15 - 18:00 og eru íbúar og gestir hvattir til þess að skella sér í sund og fagna komu sumars!   Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn!

Fjölskylduvefurinn

Þann 15. maí sl. opnaði félagsmálaráðherra fjölskylduvefinn fjolskylda.is. Tilgangurinn með vefnum er að auðvelda aðgengi almennings að upplýsingum á internetinu um málefni fjölskyldunnar. Hér hægra megin á síðunni er tengin yfir á fjölskylduvefinn.

Fjáröflun 9. bekkjar

Nemendur 9. bekkjar Grunnskóla Grundarfjarðar hafa staðið fyrir fjáröflun vegna fyrirhugaðrar Frakklandsferðar undanfarin misseri. Í gær tóku þau að sér að hreinsa rusl í bænum fyrir Grundarfjarðarbæ og þrifu glugga og innréttingar fyrir KB banka. Anna Lilja og Sara Anna hreinsuðu rusl á lóð bæjarskrifstofu

Uppskeruhátíð eldri borgara

Félag eldri borgara í Eyrarsveit hélt uppskeruhátíð sína  í Samkomuhúsi Grundarfjarðar þann 12. apríl sl. Á hátíðinni var sýning á munum úr föndri eldri borgara í vetur, söngur og fleiri skemmtiatriði. Að lokum færði Elsa Árnadóttir, leiðbeinandi í leikfimi eldri borgara, þátttakendum í leikfimi í vetur rós í hnappagatið!   Sýning á föndri. Mynd: Sverrir Karlsson

Leikskólafréttir

Í apríl  eru elstu nemendur leikskólans að heimsækja fyrirtæki bæjarins. Fyrsta heimsóknin var í KB bílprýði miðvikudaginn 13. apríl. Þar var verið að skipta um dekk og setja sumardekkin undir og fannst börnunum það mjög merkilegt.   55 börn, 37 stúlkur og 18 drengir, eru skráð í Leikskólann Sólvelli. Skipting á milli árganga er eftirfarandi:   Árgangur Fjöldi nemenda Stúlkur Drengir 1999 12 9 3 2000 18 13 5 2001 9 7 2 2002 9 7 2 2003 7 1 6   55 37 18

Þemadagar í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í dag, þriðjudag, og á morgun, miðvikudag, verða þemadagar í FSN. Hefðbundin kennsla fellur niður þessa daga en nemendum verður boðið að sækja hin ýmsu námskeið. Þar má nefna námskeið í afrískum dönsum, fræðslu og kennslu í förðun, netabætinganámskeið, ullarþæfingarnámskeið, stuttmyndasýningar, félagsvist, skák, „daður og deit með Helgu Brögu“ o.fl. Dagarnir enda svo með árshátíð nemendafélagsins (NFSN) sem haldin verður hér í Grundarfirði.

Búið að bora 554 metra

Borun vinnsluholu fyrir hitaveitu við Berserkseyri gengur treglega þessa dagana. Borstrengur brotnaði aftur seinni partinn í dag og eru bormenn að draga hann upp til viðgerðar en þeir vita ekki enn á hve miklu dýpi brotið er. Þegar búið er að hífa borinn upp þarf að fara aftur niður til þess að ná brotinu upp úr holunni.

FSN tekur þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna

Í kvöld, laugardaginn 16. apríl kl. 21.00, verður bein útsending á RÚV frá hinni árlegu Söngkeppni Félags framhaldsskólanema sem fram fer í Íþróttahöllinni á Akureyri. Fjölbrautaskóli Snæfellinga tekur nú í fyrsta sinn þátt í keppninni, en fulltrúi skólans verður Sigurbjörg Eva Stefánsdóttir (úr Staðarsveit) sem mun syngja lagið Ekkert breytir því með Sálinni hans Jóns míns. Sigurbjörg sigraði í undankeppni FSN fyrir söngkeppnina, þann 9. mars sl. Hópur nemenda úr FSN hélt til Akureyrar í gær til að fylgjast með keppninni og hvetja sinn keppanda.

Borun vinnsluholu við Berserkseyri

Búið er að bora vinnsluholuna fyrir hitaveitu við Berserkseyri niður á 500 metra dýpi. Borun hefur gengið hægt undanfarna daga vegna þess að berglögin eru mjög hörð. Í gær brotnaði strengur og hefur farið talsverður tími í viðgerðir síðan og að ná strengnum upp úr holunni. En borun hófst að nýju um hádegið í dag og verður borað alla helgina.

Stóra upplestrarkeppnin

Stóraupplestrarkeppni 7. bekkinga á norðanverðu Snæfellsnesi fór hátíðlega fram í gær, 13. apríl í Stykkishólmskirkju. Alls tóku níu keppendur þátt, þrír frá hverju bæjarfélagi en þeir höfðu verið valdir sem fulltrúar hvers skóla fyrir sig í undankeppnum sem nýlega eru afstaðnar. Fulltrúar Grunnskóla Grundarfjarðar voru þær Alexandra Geraimova, Dagfríður Ósk Gunnarsdóttir og Silja Rán Arnarsdóttir.