Rauðir Fiskar

F.v Kristján Guðjónsson, Jón Hans Ingason, Níels Rúnar Gíslason, Sigurgeir Finnsson, Einar Melax, Guðmundur Rúnar Guðmundsson. Á myndina vantar rímnamanninn Reyni Frey Reynisson. Mynd: gauiella.is   Þjóðlega sjórokkssveitin Rauðir fiskar er nýkomin frá Frakklandi þar sem þeir spiluðu á alþjóðlegri sjómannasöngvahátíð sem kallast Féte de Chant du Marin.  Þar spiluðu Fiskarnir á þremur aðalsviðum og heilluðu jafnt gamla sjóhunda sem sendiherra.  Sveitin sem að mestu er skipuð tónlistarmönnum frá Grundarfirði, hefur undanfarin misseri verið að æfa og taka upp efni fyrir hátíðina.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga settur í annað sinn

Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði er að hefja sitt annað starfsár nú í vikunni.  Rúmlega 180 nemendur munu stunda nám í skólanum á haustönninni og hefur nemendum fjölgað töluvert frá síðastliðnum vetri. Skólinn verður settur á mánudagsmorgun, þann 22. ágúst, og hefst kennsla strax að setningu lokinni. Nemendur fá afhentar stundatöflur föstudaginn 19. ágúst.

Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju

Kammersveitin Ísafold heldur tónleika í Grundarfjarðarkirkju mánudaginn 15. ágúst kl. 20.   Sveitin er skipuð ungu tónlistarfólki og sérhæfir sig í flutningi tónlstar 20. og 21. aldar. Hún hefur hlotið lof gagnrýnenda og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverlaunanna 2005 sem bjartasta vonin í flokki sígildrar og samtímatónlistar.

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í júlí

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í júlí var 1.110 tonn samanborið við 657 tonn í júlí árið 2004. Sjá skiptingu eftir tegundum bæði árin í meðfylgjandi töflu:   Tegundir 2005   2004   Þorskur 151.781 Kg 33.194 Kg Ýsa 136.346 kg 11.656 kg Karfi 368.566 kg 84.273 kg Steinbítur 10.630 kg 479 kg Ufsi 68.967 kg 23.856 kg Beitukóngur 101.026 kg 32.910 kg Rækja   kg 385.170 kg Langa  1.831 kg 345 kg Sæbjúgu 38.281 kg   kg Gámafiskur 215.688 kg 82.874 kg Aðrar tegundir 17.075 kg 2.829 kg Samtals 1.110.191 kg 657.586 kg   Heildarafli fyrstu sjö mánuði ársins 2005 er rúm 14 þúsund tonn. Heildarafli fyrstu sjö mánuði ársins 2004 var rúm 9 þúsund tonn. Heildaraukning á milli ára er því 55,5% fyrstu sjö mánuði ársins.

Danskir dagar í Stykkishólmi

Danskir dagar, bæjarhátíð Hólmara, verða haldnir hátíðlegir um næstu helgi 12.-14. ágúst. Þetta er í 12. sinn sem Danskir dagar eru haldnir í Hólminum og samkvæmt venju verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá.   Helst er þó sjálfsagt að telja komu Jakobs Sveistrup í Hólminn en hann var sem kunnugt er, flytjandi framlags Dana í Eurovision í vor með lagið Talking to you.   

Vefsíða fyrir fólk sem vill verða samferða

Eftirfarandi frétt birtist á vef Bæjarins besta, http://www.bb.is/:   Vefsíða fyrir ferðalanga sem vilja deila bensínkostnaði hefur verið komið upp á Internetinu. Smiður síðunnar er Ísfirðingurinn Birgir Þór Halldórsson. „Hugmyndin kom frá Anitu Hübner í sumar en í heimalandi hennar Þýskalandi eru slíkar síður vel þekktar. Síðan kom svo upp rétt fyrir verslunarmannahelgi og er enn það ný að hún er ekki mjög þekkt en fólk hefur þó tekið hugmyndinni vel“, segir Birgir.  

Glæsilegur hópur frá UMFG.

  Pæjumótskeppendur ásamt þjálfurum og fararstjórum. Á myndina vantar Katrínu markmann 7. fl   Það voru 30 stelpur og heill hellingur af foreldrum frá UMFG sem tóku þátt í Pæjumótinu á Siglufirði nú um helgina. Tjaldbúðir UMFG voru á góðum stað í bænum og nutum við öll gestrisni “ Gunnu frænku” ( systir Stínu Finna, Selmu, Nilla og Finna í Krákunni) þar sem að tjaldbúðirnar voru nánast í bakgarðinum hjá henni. UMFG var með lið 7.,6., 5. og 4. fl öll liðin stóðu sig með ágætum og var mikil gleði ríkjandi hjá keppendum.  

Farþegaskip í Grundarfirði

Enn eitt farþegaskipið lagðist að bryggju hér í Grundarfirði í morgun. Að þessu sinni er það Bremen sem er í ferð um Norður Atlantshaf frá Þýskalandi með viðkomu í Danmörku, Skotlandi (Orkneyjum og Hjaltlandi), Færeyjum og svo lýkur ferðinni hér á Íslandi.   Bremen við bryggju í Grundarfirði

Skóflustunga að viðbyggingu leikskólans

Fyrsta skóflustunga að viðbyggingu við leikskólann Sólvelli var tekin í gær af Hildi Sæmundsdóttur. Þar sem jarðvinnu á að vera lokið áður en leiksólinn hefst að loknu sumarleyfi, 17. ágúst dugðu engin vettlingatök við verkið og var skóflustungan af stærri gerðinni eins og sést á meðfylgjandi mynd.   Hildur Sæmundsdóttir tók fyrstu skóflustunguna að viðbyggingunni  

Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006

Samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti 4. ágúst fær Grundarfjörður úthlutað 140 tonnum í byggðakvóta fyrir næsta fiskveiðiár.  Sjá nánari upplýsingar um reglugerðina og úthlutunina á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins.   Úthlutun byggðakvóta (pdf-skjal)