Framkvæmdir við nýja litlu-bryggju

Fyrsta plata stálþilsins í nýja litlu-bryggju var rekin niður í gær, fimmtudaginn 12. október. Um framkvæmd verksins sér Berglín ehf. í Stykkishólmi en Hagtak hf. sér um að koma þilinu niður. Áætlað er að stálþilið allt verði komið niður í um mánaðamótin október – nóvember.   Starfsmenn Hagtaks hf. koma plötunni fyrir.   Verklok á fyrsta verkhluta við byggingu nýrrar litlu-bryggju er áætlaður 1 .desember nk. Að því loknu verður boðinn út annar verkhluti sem er þekja og lagnir. Ný litla-bryggja verður 20 m á breidd og 100 m á lengd. Sjá fleiri myndir hér.  

Íslenski þjóðbúningurinn í Grunnskóla Grundarfjarðar

Sunna Njálsdóttir, Guðlaug Guðmundsdóttir, Jóna Ragnarsdóttir, Friðbjörg Matthíasdóttir og Dóra Aðalsteinsdóttir ásamt nemendum.   Í síðustu viku heimsótti fríður hópur kvenna í íslenskum þjóðbúningum Grunnskóla Grundarfjarðar. Konurnar heimsóttu nemendur í yngstu bekkjum skólans og sýndu þeim bæði upphlut og peysuföt. Af þessari heimsókn lærðu nemendur m.a. að í gamla daga voru peysufötin spariföt en konur voru í upphlut þegar þær voru við vinnu. Einnig sáu krakkarnir að enginn er eins, hver og einn búningur er sérstakur. Tilefni þessarar heimsóknar var að nemendur í 3. bekk eru að læra um helstu einkenni lands og þjóðar. Konurnar vöktu að vonum mikla athygli og aðdáun nemenda og starfsfólks skólans.

Nýr skipulags- og byggingafulltrúi tekur til starfa

Mánudaginn 16. október n.k. tekur Hjörtur Hans Kolsöe við starfi skipulags- og byggingafulltrúa í Grundarfirði. Hjörtur, sem er byggingafræðingur, hefur starfað undanfarna mánuði sem aðstoðarmaður á tæknisviði bæjarins. Jafnframt því að gegna starfi skipulags- og byggingafulltrúa, mun Hjörtur veita forstöðu öllum verkefnum á tæknisviðinu.   

Spurning vikunnar

Leikskólinn Sólvellir var tekinn í notkun árið 1977. 171 manns svöruðu og voru 54 eða 31,6% með rétt svar.

Nýja gámstöðin vígð

Fimmtudaginn 5. október sl. var nýja gámastöðin við Ártún vígð formlega. Það var vélaleiga Kjartans Elíassonar sem sá um framkvæmd verksins. Í tilefni opnunarinnar var öllum bæjarbúum boðið að koma og skoða nýju stöðina og þiggja veitingar. Myndir frá opnuninni má sjá hér.  

Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst boða til ráðstefnu um menningu á Vesturlandi

Menning, spenning – fyrir hvern?   Á Vesturlandi hefur menning blómstrað allt frá landnámi og eiga fáir landshlutar jafn sterka menningararfleifð. Í dag stunda myndlistarmenn og listhandverksfólk vinnu sína í héraði, starfræktir eru kröftugir tónlistarskólar, söngstarf og ritlist blómstrar og svo mætti lengi telja.   En til hvers er menning eiginlega og hvaða hlutverki gegnir hún í samfélagi eins og á Vesturlandi? Hvers virði er menning og er virkilega hægt að græða á henni?  Þetta eru nokkrar af þeim spurningum sem fjallað verður um á ráðstefnu um menningu á Vesturlandi sem haldin verður á Bifröst af Menningarráði Vesturlands og Háskólanum á Bifröst laugardaginn 14.október.  

Landaður afli í september

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í september var 1.006,5 tonn samanborið við 1.129 tonn á sama tíma árið 2005 og 1.009 tonn árið 2004. Meðfylgjandi tafla sínir landaðan afla eftir tegundum öll árin.   Tegundir        2006 2005 2004 Þorskur 108.059 147.931 178.230 kg Ýsa 78.736 244.213 317.663 kg Karfi 277.569 60.912 53.239 kg Steinbítur 73.837  110.559 20.023 kg Ufsi 70.601 36.312 9.436 kg Beitukóngur 25.975 58.156 45.680 kg Skötuselur 11.277 0 0 kg Langa  13.368 6.543 6.053 kg Keila 258 5.424 8.539 kg Gámafiskur 334.706 400.637 320.210 kg Aðrar tegundir  12.147  58.340 49.926 kg Samtals 1.006.533 1.129.027 1.008.999 kg 

Aðalfundur FAG

Aðalfundur FAG, Félags atvinnulífsins í Grundarfirði, verður haldinn í Sögumiðstöðinni í kvöld, 5. október, kl. 20.  

Bæjarskilti í dreifbýli Grundarfjarðar

Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkti í júní sl. að láta setja upp ný skilti við alla bæi í dreifbýli Grundarfjarðar. Verkefnið var unnið í samvinnu við Vegagerðina, en skiltin þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði, um endurkast o.fl., sem Vegagerðin setur um skilti við þjóðvegi. Skiltin eru nú tilbúin og hófu starfsmenn Vegagerðarinnar með dyggri aðstoð starfsmanns áhaldahúss uppsetningu á þeim í framsveit í gær. Páll Sigurðsson, starfsmaður Vegagerðarinnar, og Guðmundur Andri Kjartansson, starfsmaður áhaldahúss

Auglýsing um lausar lóðir í Grundarfirði

Grundarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um lausar byggingarlóðir í Grundarfirði.  Um er að ræða eftirfarandi lóðir: