Stofnfundur Umhverfissjóðs Snæfellsness

Síðastliðinn föstudag 20. október var haldinn stofnfundur Umhverfissjóðs Snæfellness og eru það sveitarfélögin á Snæfellsnesi sem standa að stofnun hans. Frumkvæði að stofnun sjóðsins hefur haft Guðrún Bergmann og fjölskylda hennar. Stofnframlag sjóðsins er minningarsjóður sem stofnaður var um Guðlaug Bergmann framkvæmdastjóra og frumkvöðul sem fæddur var 20. október 1938 og lést þann 27. desember 2004.  Markmið sjóðsins er að styrkja ýmis verkefni í umhverfis- og samfélagsmálum sem byggð eru á grunni sjálfbærrar þróunar í sveitarfélögunum fimm á Snæfellsnesi.   F.v. Erla Friðriksdóttir, Eggert Kjartansson, Guðrún Bergmann, Guðlaugur Bergmann, Sigríður Finsen og Kristinn Jónasson 

Er lögheimili þitt rétt skráð?

Þeir sem hafa flutt til Grundarfjarðar en ekki tilkynnt aðsetursskipti, eru hvattir til þess að gera það. Eyðublöð fást á bæjarskrifstofunni og einnig á vef Hagstofunnar, hagstofa.is Atvinnurekendur eru jafnframt hvattir til að brýna fyrir utanbæjarfólki, sem þeir ráða til starfa, að tilkynna aðsetursskipti ef búseta þeirra er í Grundarfirði. Nánari upplýsingar fást á bæjarskrifstofunni   Skrifstofustjóri 

Leikskólabörn heimsækja grunnskóla

Miðvikudaginn 18. október sl. fóru elstu nemendur leikskólans Sólvalla í heimsókn ásamt foreldrum í grunnskólann. Í árganginum eru 9 börn. Anna skólastjóri tók á móti börnunum, spjallaði við þau og sýndi þeim skólann. Farið var meðal annars í heimsókn inn í 1. bekk og verk- og listgreinastofurnar skoðaðar. Smíðastofan vakti mikla lukku þar sem nemendur í 2. bekk voru að smíða fallega gripi. Einnig var farið niður í tónmennt en þar vöktu trommurnar og allir hrisstuávextirnir mikla hrifningu.  Elsti árgangur leikskólans á eftir að fara í nokkrar heimsóknir í grunnskólann í vetur í tengslum við „Brúum bilið“ verkefnið sem verið hefur í gangi hér í Grundarfirði frá því 1998. Sjá myndir frá heimsókninni hér.

Ljósmyndasamkeppnin Mannlíf og umhverfi Grundarfjarðarbæjar á Rökkurdögum

Á vegum Rökkurdaga er að ljúka ljósmyndasamkeppninni Mannlíf og umhverfi Grundarfjarðarbæjar.  Öllum er heimil þátttaka hægt er að senda inn bæði nýjar og gamlar ljósmyndir af mannlífi og/eða umhverfi Grundarfjarðarbæjar. Myndirnar verða svo til sýnis í Hrannarbúðinni á Rökkurdögum.  

Ný stjórn Hafnasambands sveitarfélaga/Hafnasambands Íslands

35. hafnasambandsþing var haldið dagana 12.-13. október á Hótel Höfn, Hornafirði. Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna, var endurkjörinn formaður Hafnasambandsins til tveggja ára. Ásamt honum voru kjörin í stjórn: Björg Ágústsdóttir, Grundarfirði Björn Magnússon, Hafnasamlagi Norðurlands Helga Jónsdóttir, Fjarðabyggð Ólafur M. Kristinsson, Vestmannaeyjum Ólafur Örn Ólafsson, Grindavík Skúli Þórðarson, Húnaþingi vestra  

Framkvæmdir við húsbyggingar í Grundarfirði

Töluverðar framkvæmdir eru nú við byggingar íbúðarhúsa í Grundarfirði. Við Ölkelduveg 1-7 er verið að byggja fjögurra íbúða raðhús, við Ölkelduveg 21 eru framkvæmdir hafnar við grunn fyrir einbýlishús, við Fellasneið 24 er einbýlishús orðið fokhelt, við Fellabrekku 7-21 er verið að efnisskipta lóðir fyrir byggingu fjögurra parhúsa og nýlega voru afhentar fjórar fullbúnar íbúðir við Grundargötu 69. Í myndabankanum má sjá myndir af íbúðarhúsum í byggingu sem teknar voru í blíðunni í gær, 18. okt.  

Svar við spurningu vikunnar

Kennsla hófst, að hluta, í nýju skólahúsnæði að Borgarbraut haustið 1960. Húsnæðið var fullgert í byrjun janúar 1962 og vígt formlega á þrettándanum. Flestir, eða 82%, svöruðu á þann hátt að fyrsti hluti skólans hafi verið tekin í notkun árið 1962.

Styrkbeiðnir

Vinna við fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 er hafin. Félagasamtök sem hafa í hyggju að sækja um styrki eru hvött til að leggja fram styrkbeiðni á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar sem fyrst og ekki síðar en 1. nóvember nk.   Bæjarstjóri

Stuðningur við nýja kantsteina

Vélaleiga Kjartans Elíassonar er þessa dagana að keyra möl í bil milli vegkants og kantsteins á götunum þar sem malbik var lagt á í sumar og nýr kantsteinn steyptur. Mölin er sett sem stuðningur við kantsteininn og jafnframt ætluð sem fyllingarefni undir gangstéttir sem síðar koma meðfram götunum. Sjá fleiri myndir í myndabankanum með því að smella hér.  

Bæjarstjórnarfundur í dag

72. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu í dag, miðvikudaginn 18. október, og hefst kl. 17. Á dagskrá er m.a. fundargerðir nefnda og ráða, yfirlit um skil á staðgreiðslu, endurskoðuð fjárhagsáætlun árið 2006, tillaga að nýjum reglum um daggæslu í heimahúsum, tilnefning í endurmatsteymi vegna starfsmats, tillaga að samning um veghald vegar nr. 57, fyrirspurn til forseta bæjarstjórnar frá fulltrúum L-lista,  tillaga L-lista um stofnun sérstakrar nefndar um gerð jafnréttisáætlanar, ýmis fundarboð og efni til kynningar. Hægt er að sjá fundarboð og dagskrá í heild sinni hér á hægri væng síðunnar.   Fundurinn er öllum opinn.   Bæjarstjóri