Rétt skráning lögheimilis

Nauðsynlegt er að skrá lögheimili sitt á þeim stað sem hver og einn hefur sitt meginaðsetur.  Skorað er á alla sem ekki hafa skráð lögheimili sitt á réttum stað að gera bragarbót á því án tafar.   Skráning lögheimilis hefur t.d. áhrif á hvert póstur frá opinberum aðilum, bönkum og sparisjóðum er sendur.  Röng skráning á lögheimili getur haft í för með sér óþægindi og kostnað t.d. ef greiðslutilkynningar berast ekki á réttan stað.  Einnig má vísa í lög um lögheimili en þar er skýrt kveðið á um skyldu einstaklinga til þess að skrá lögheimili sín rétt.    

Leiðsögn drauma

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi: Langar þig til að skilja leiðsögnina í draumum þínum?  Allir draumar eru leiðsögn. Markmið námskeiðsins er að hjálpa okkur að skilja og túlka draumana okkar. Í boði er að koma með drauma til ráðningar.   Fyrirlesturinn er hluti af dagskrá menningarhátíðarinnar Rökkurdaga sem haldnir eru árlega í Grundarfirði og eru dagana 26.október til 5.nóvember.

Ný gámastöð í Grundarfirði formlega opnuð

Nýja gámastöðin við Ártún verður formlega tekin í notkun með stuttri athöfn fimmtudaginn 5. október n.k. kl. 17:00. Íbúum Grundarfjarðar er boðið að koma á þeim tíma og skoða gámastöðina og aðstöðuna þar og þiggja veitingar milli kl. 17 og 18. Á nýju gámastöðinni er frábær aðstaða til þess að skila flokkuðum úrgangi í gáma. Gámarnir eru merktir hverri úrgangstegund svo auðvelt er að flokka rétt. Allir íbúar eru hvattir til þess að koma á fimmtudaginn og kynnast þessari nýju aðstöðu af eigin raun.   Bæjarstjóri 

Endurbættar síður á Vefbókasafninu

Barnasíða Vefbókasafnsins hefur nýlega verið uppfærð og á þemasíðunni Bækur og móðurmál má sjá hvaða bókasöfn hafa fengið úthlutað tungumáli til að sjá um. Á Vefbókasafninu erum við laus við marga tugi þúsunda af niðurstöðum til að velja úr en bókaverðir velja, safna og efnisflokka vefsíður og raða þeim upp í ákveðið kerfi. 

Árshátíð starfsmanna Grundarfjarðarbæjar

Árshátíð starfsmanna Grundarfjarðarbæjar verður haldin laugardaginn 7. október í samkomuhúsinu. Húsið opnar kl. 19:30 og borðhald hefst kl. 20.00. Panta þarf miða fyrir þriðjudaginn 3. október. Miðaverð er 3.500 kr. Á miðnætti verður opnað fyrir dansleik með hljómsveitinni Swiss. Aldurstakmark 20 ára, miðaverð 1.200 kr.