Íslandsmótinu í blaki frestað

Íslandsmótinu í blaki, sem vera átti nú um helgina, er frestað um óákveðin tíma vegna veðurs

Jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbæjar

Á fundi bæjarstjórnar í gær, 9. nóvember 2006, var jafnréttisáætlun Grundarfjarðarbær samþykkt. Hægt er að nálgast jafnréttisáætlunina hér á vefnum undir stjórnsýsla - reglur og samþykktir. Smellið hér til að skoða áætlunina.

Pólski þjóðhátíðardagurinn / Dzien Niepodleglosci 11 listopada 2006

Þann 11. nóvember verður haldinn hátíðlegur Pólski þjóðhátíðardagurinn í Röst á Hellissandi. Í boði verður pólskur matur, dans við pólska tónlist og fleira skemmtilegt.   Þeir sem geta og vilja hjálpa eru vinsamlegast beðnir að hafa samband við Urszula Zyskowska í síma 893-4328 eða Kasia Stepniowska í síma 861-5688. Miðaverð kr. 2.500 á mann og verða miðar seldir hjá Esso Hellissandi, Leifur (Bylgjan) 897-6291 og Pétur (VÍS) 893-4718. Miðar verða ekki seldir á dansleik. 

Ferð á æskulýðsball aflýst

Vegna slæms veðurútlits hefur ferð á æskulýðsball sem verður í Borgarnesi í kvöld verið aflýst.  

Slæm veðurspá

Vakin er athygli á slæmri veðurspá fyrir næsta sólarhring.  Líkur eru á að vindstyrkur geti orðið í versta tilfelli svipaður og var um síðustu helgi.  Jafnframt er spáð frekar umhleypingasömu veðri næstu daga.   Spáð er sunnanáttum í dag og kvöld sem verða með 10 - 25 metra vindi á sekúndu.  Reiknað er með að í hviðum geti vindur farið í 40 - 50 m/s.  Í fyrramálið er svo spáð vestlægri átt 18 - 23 m/s og kólnandi.  Þá geta vindhviður orðið mjög vondar einnig.  Siðdegis og um kvöldið er reiknað með að vindáttin verði norðlægari.

Bæjarstjórnarfundur

73. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 9. nóvember nk.  kl. 17.00. Sjá dagskrá fundarins með því að smella hér.    Fundurinn er öllum opinn.   Bæjarstjóri

Fréttatilkynning frá OR

Nýrri tækni beitt við borun fyrir Grundarfjörð Boruð verður ný hola á Berserkseyri fyrir hitaveituna í Grundarfirði. Beitt verður nýjustu tækni við borun hennar, svokallaðri stefnuborun. Þótt sú aðferð sé talsvert dýrari en hefðbundin aðferð, þar sem borað er beint niður í jörðina, er þess vænst að vinnslugetan verði meiri, en komið hefur í ljós að í holunni sem fyrir er hefur vatnið afar óheppilega efnasamsetningu.

Spurning vikunnar

 Rétt svar við spurningu vikunnar er, að lengsta vegalengd milli Grundarfjarðar og Reykjavíkur var 262 km. hér áður fyrr. 143 svöruðu spurningunni en aðeins 45 eða 31,5% voru með rétt svar.

Orkan opnar í Grundarfirði

Bensínorkan ehf. vinnur nú að því að opna bensín- og olíustöð við Suðurgarð, smábátabryggjuna hér í Grundarfirði. Í dag, miðvikudag, er ráðgert að dælt verði á fyrsta bílinn en stöðin verður formlega opnuð á laugardaginn kemur með viðhöfn. Sjá nánar á heimasíðu Orkunnar.

Útskrift starfsmanna

Laugardaginn, 28. október brautskráðust þær Eydís Lúðvíksdóttir og Kolbrún Dröfn Jónsdóttir frá framhaldsdeild Kennaraháskóla Íslands með 30 eininga Dipl.Ed.-prófi í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á nám og kennslu ungra barna. Eydís er starfsmaður í Grunnskóla Grundarfjarðar og Kolbrún á Leikskólanum Sólvöllum. Þeim stöllum eru færðar innilegar hamingjuóskir með áfangann!   Eydís og Kolbrún við útskriftina