Uppskeruhátíð

UMFG verður með uppskeruhátíð sína þriðjudaginn 29. ágúst kl 19:00 í íþróttahúsinu. Þar verða veittar viðurkenningar síðasta íþróttaárs. Foreldrar sérstaklega boðnir velkomnir með börnum sínum. Allir íþróttagreinar innan UMFG eru komnar í smá frí frá æfingum en æfingar byrja aftur mánudaginn 11. september.

Íslandsmeistarar

4 fl. UMFG í fótbolta ásamt þjálfara sínum, Elvari Þ. Alfreðssyni.   Strákarnir í 4.fl UMFG urðu íslandsmeistarar í knattspyrnu í 7 manna liðum um helgina. Þeir unnu alla sína leiki í úrslitakeppninni. Þetta er glæsilegur árangur hjá þeim og eru þeim færðar innilegar hamingjuóskir fyrir frammistöðuna. Strákarnir komu heim í gærkvöldi og var tekið á móti þeim við ESSO og voru þeim færðar rósir að gjöf. Stelpunum í 4. fl gekk líka vel um helgina en þær enduð í 3. sæti. Frábær árangur hjá okkar krökkum.  

Til hamingju !

Strákarnir í 4.fl eru íslandsmeistara í knattspyrnu í 7 manna liðum. Þeir unnu alla sína leiki í úrslitakeppninni. Þetta er glæsilegur árangur og óskum við þeim innilega til hamingju! Við eigum von á að þeir komi til Grundarfjarðar um 10 leitið í kvöld og verður tekið á móti þeim við ESSO. Stelpunum í 4. fl gekk líka vel um helgina en þær enduð í 3. sæti. Frábær árangur hjá okkar krökkum.

Leikir sunnudags !

Leikir 4.fl kvenna í dag eru mikilvægir og þurfum við á stuðningi áhorfenda að halda.                 Leikirnir eru         kl 11:20 Grundarfjörður  -- Sindri         kl 14:40 Grundarfjörður -- Tindastóll       Allir á völlinn

Íslandsmótið í dag !

Í dag er fyrri dagur úrslitakeppni íslandsmótsins í knattspyrnu hjá 4. fl karla og kvenna. Eins og komið hefur fram eigum við bæði karla og kvennalið í úrslitum, kvennaliðið spilar hér á Grundarfjarðarvelli en karla liði á Hrafnagilsvelli í Eyjafirði.                     Leikir dagsins hjá UMFG stelpunum á Grundarfjarðarvelli.          KL 13:00 Víkingur R  -- Grundarfjörður          kl  16:30 Grundarfjörður -- KS/ Leiftur   frekari uppl. um mótin er að finna á www.ksi.is  

Breytingar á reglum um niðurgreiðslu hjá dagforeldrum

Á fundi bæjarráðs 24. ágúst voru samþykktar breytingar á reglum um niðurgreiðslu á dagvistargjöldum foreldra með börn í dagvistun hjá dagforeldrum.   Miðað við 8 tíma vistun er niðurgreiðsla 21.600 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk, fyrir einstæða foreldra og námsmenn er niðurgreiðsla 28.000 kr. og viðbótargreiðsla vegna systkina er 6.400 kr.   Reglurnar í heild.

Vatnstruflanir í Fagurhólstúni

Vatnstruflanir verða í Fagurhólstúni eftir hádegi í dag og fram eftir degi vegna viðgerða.

Skemmtiferðaskipið Artemis í Grundarfirði

Skemmtiferðaskipið Artemis kom til Grundarfjarðar í morgun. Á skipinu eru rúmlega 1100 breskir farþegar og rúmlega 600 manna áhöfn. Skipið er það stærsta sem komið hefur til Grundarfjarðar, 45 þúsund brúttótonn og 230 m langt. Það ristir 8 m og getur því ekki lagst upp að bryggju.  Brottför Artemis er kl. 17:00 í dag. Artemis liggur fyrir ankerum úti á firði  

Framkvæmdir og undirbúningur fyrir malbikun í bæjarfélaginu !!

Framkvæmdir og undirbúningur fyrir malbikun stendur nú yfir af fullum krafti og segja má að bæjarfélagið sé meira eða minna undirlagt vegna þessa. Undirbúningurinn hefur að mestu leyti gengið vel fyrir sig, en svæðið í kringum grunnskólann hefur tafist nokkuð og reyndist ekki unnt að ljúka þeim framkvæmdum fyrir setningu grunnskólans sl. mánudag eins og stefnt hafði verið að.  Þessar tafir eru m.a. tilkomnar vegna klapparvinnu sem reyndist erfiðari viðureignar en gert hafði verið ráð fyrir.

Endurmati fasteignamats í þéttbýli lokið

Fasteignamat ríkisins hefur lokið endurmati fasteignamats að beiðni sveitarstjórnar Grundarfjarðarbæjar. Það tekur til allra eigna í þéttbýli í sveitarfélaginu, það er í Grundarfirði. Brunabótamat breytist ekki við endurmatið.   Hið nýja fasteignamat tekur gildi 1. nóvember 2006. Matið miðar við verðlag í nóvember 2005. Frestur til athugasemda er til 1. október 2006. Þann 31. desember næst komandi fer síðan fram árlegur framreikningur fasteignamats og er matið þá fært til verðlags í nóvember 2006.   Samkvæmt skrám FMR þann 14. ágúst 2006 eru 346 skráðar lóðir í Grundarfirði, þar af eru 303 byggðar. Fjöldi sérmetinna íbúða er 290. Sjá nánar á vefs FMR með því að smella hér.