Kynningarfundur um sjóði í umsýslu Rannís.

Fulltrúi Rannsóknamiðstöðvar Íslands, Rannís, Eiríkur Smári Sigurðarsonkynnir helstu sjóði í umsýslu Rannís og umsókna- og matsferli sjóðanna. 1.    Tækniþróunarsjóður: Hlutverk hans er að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Sjóðurinn styður rannsóknir og tækniþróun sem miða að nýsköpun í íslensku atvinnulífi. Umsóknarfrestur: 15. september 2006.    

Tilkynning frá Vatnsveitunni

Vatnslaust verður á Hlíðarvegi og Borgarbraut í kvöld, 4. september, frá kl. 21 og fram eftir kvöldi vegna vinnu við tengingar.  

Útivistartímar

Foreldrar verum samtaka   Frá 1. september til 1. maí er útivistartími sem hér segir:   12 ára börn og yngri mega vera úti til kl. 20 13-16 ára börn mega vera úti til kl. 22   Aldur miðast við fæðingarár.    Íþrótta- og tómstundanefnd

Sorphirða og rekstur gámasvæðis á Snæfellsnesi

Miðvikudaginn 30. ágúst sl. voru tilboð í sorphirðu og rekstur gámasvæðis á Snæfellsnesi opnuð í húsakynnum Ríkiskaupa. Tvö tilboð bárust í verkið annars vegar frá Íslenska gámafélaginu ehf. og hins vegar frá Gámaþjónustu Vesturlands. Ríkiskaup eru, f.h. bæjarfélaganna, að meta tilboðin og fæst niðurstaða innan skamms.

Lóðarmat íbúðarhúsnæðis í Grundarfirði

Fréttatilkynning frá FMR:   Samkvæmt endurmatinu hækkaði lóðarmat íbúðarhúsnæðis verulega. Lóðarmat sérbýlis hækkaði um 101% og fjölbýlis um 135%. Lóðarmat íbúðarhúsalóða er reiknað með svipuðum hætti um land allt. Um er að ræða tvær formúlur; eina fyrir sérbýli, þar sem stærð lóðar hefur áhrif og aðra fyrir fjölbýli þar sem lóðarstærð hefur ekki áhrif. Í báðum tilfellum hafa bæðir stærð hússins og lóðarprósentan áhrif. Þessar formúlur voru myndaðar í stóra endurmatinu 2001, sjá greinargerð um endurmatið 2001 á heimasíðu FMR. Endurmatið í Fjarðabyggð 2004 og endurmatið í Grundarfirði nú byggja á endurskoðaðri aðferð við reikning húsmatis en lóðarmatsformúlur eru sömu gerðar og þær voru 2001.  

Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi

Nokkur námskeið eru hefjast nú í byrjun september hér í Grundarfirði og nágrenni. Námskeiðin eru eftirfarandi: Töskugerð úr leðri og roði Grunnnám skólaliða Mannauðsstjórnun Sjá nánar á vef Símenntunarmiðstöðvarinnar á Vesturlandi með því að smella hér.  

Frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Þessa dagana er verið að skipuleggja stundaskrár nemenda og verður hringt til allra sem skráðir eru í skólann fyrir föstud. 01.sept. nk. Kennsla hefst skv. stundaskrám mánudaginn 04.sept.06. Getum tekið við nokkrum nemendum í viðbót á Þverflautu, klarínett og slagverk. Nánari uppl. í Tónlistarskólanum í síma: 430-8560, milli kl. 13 & 15.   Skólastjóri.  

Húsateikningar í Grundarfjarðarbæ komnar á vefinn!

Fyrir nokkrum misserum var ákveðið að hrinda í framkvæmd átaki við að koma öllum bygginganefnda- og verkfræðiteikningum af húsbyggingum í Grundarfjarðarbæ yfir á tölvutækt form og gera þær þannig aðgengilegar á heimasíðu bæjarfélagsins. Verkefnið var upphaflega ákveðið í tengslum við „tæknibæjarverkefnið“ en í því verkefni fólust tillögur að því að bæta stjórnsýsluna og auðvelda almenningi aðgang að ýmsum upplýsingum. Í þessum tilgangi hefur starfsfólks bæjarskrifstofunnar unnið markvisst að því að bæta heimasíðu bæjarfélagsins með sífellt aðgengilegri upplýsingum.  

Frá Orkuveitu Reykjavíkur

Vegna framkvæmda við vatnslagnir gæti verið lítill vatnsþrýstingur í dag frá kl. 13 og fram eftir degi. 

Malbikun hafin

Malbikun er nú hafin á nýrri gámastöð á iðnaðarsvæðinu og síðar í dag verður byrjað að malbika hluta Hlíðarvegs. Götunum verður lokað fyrir umferð á meðan malbikun stendur og í nokkra klukkutíma á eftir meðan malbikið nær fullum styrk. Glöggir vegfarendur hafa tekið eftir því að verið er að fjarlægja hluta af kantsteini þeim sem gerður var í tengslum við verkefnið um hverfisvæna leið um Grundargötu síðstliðið haust og hefur orðið tilefni mikillar umræðu. Nýr kantsteinn verður síðan lagður þegar búið verður að malbika Grundargötu. Tvær ástæður eru fyrir því að kansteinninn er fjarlægður, nokkrar breytingar verða gerðar á legu kansteinsins við austanverða Grundargötu og bílastæðum fjölgað eitthvað og á ákveðnum kafla var útlit kantsteinsins ekki nógu gott og verður því endurgerður.