Menntamálaráðherra kynnir nýja menntastefnu

Menntamálaráðherra mun kynna nýja menntastefnu á fundi í Borgarnesi fimmtudaginn 16. október. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er opinn borgarafundur. Fundurinn verður sendur út með fjarfundarbúnaði til íbúa á Snæfellsnesi í Framhaldsskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Frekari upplýsingar má finna í fréttatilkynningu með því að velja meira. 

Ildi stjórnar alþjóðlegri vatnsráðstefnu

Ildi ehf. fyrirtæki hjónanna Inga Hans Jónssonar og Sigurborgar Kr Hannesdóttur í Grundarfirði hefur verið fengið til að skaffa einn af stjórnendum alþjóðlegrar vatnsráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóðanna sem fram fer í Istanbúl í Tyrklandi í mars á næsta ári. Ildi sérhæfir sig m.a. í skipulagningu og að leiða samræðu hagsmunaaðila, almennings, stjórnenda og yfirvalda. “Við sérhæfum okkur meðal annars í því að innleiða breytta stjórnunarhætti og höfum nokkuð langa reynslu af því að tengja saman og virkja ólíka hópa fólk til góða verka. Þetta verkefni er fyrst og fremst viðurkenning til okkar sem rekum lítið fyrirtæki á Íslandi og sýnir hvað hægt er að gera hafi menn trú á sjálfum sér og því sem þeir standa fyrir,” sagði Ingi Hans í samtali við Skessuhorn.   Af vef Skessuhorns.

Eldri borgarar athugið

Spilakvöld verður í samkomuhúsinu á fimmtudaginn 16 október klukkan 20:00. 

Vösk sveit frá UMFÍ heimsækir Grundarfjörð

Sambandsráðsfundur UMFÍ var haldinn í Stykkishólmi laugardaginn 11. október. Að fundi loknum komu fundargestir í heimsókn til Grundarfjarðar til að kynna sér aðstöðuna og stöðu mála fyrir unglingalandsmótið sem haldið verður hér á næsta ári. Hópurinn samanstóð af stjórn og starfsmönnum UMFÍ og formönnum héraðssambandanna. Eftir stutta rútuferð um svæðið hélt hópurinn til móttöku í Sögumiðstöðinni og sá þar kynningu og þáði veitingar. Gestirnir voru ánægðir með stöðu mála og hlakka til að heimsækja okkur að ári.   Myndir af heimsókninni má sjá hér.  

Vika staðbundins lýðræðis í Evrópu

Vikan 13. – 17. október hefur verið valin vika staðbundins lýðræðis og er tilgangurinn með henni að ýta undir þekkingu á staðbundnu lýðræði og styrkja hugmyndir um þátttöku einstaklinga í lýðræðinu.   Að þessu tilefni hefur verið ákveðið að opið hús verði í stofnunum Grundarfjarðarbæjar föstudaginn 17. október og mánudaginn 20. október. Grundfirðingar eru hvattir til að kíkja í heimsókn og kynna sér starfsemina.   Fyrir frekari upplýsingar veljið meira.

Aðalsteinn Þorvaldsson settur í embætti í Setbergsprestakalli

  Góður prestur er mikilvægur hverju byggðarlagi og kannski aldrei mikilvægari en þegar viðsjárverðir tímar ganga yfir líkt og nú. Á sunnudaginn var nýr prestur settur í embætti í Setbergsprestakalli. Aðalsteinn Þorvaldsson heitir hann og var vígður til starfa af biskupi Íslands séra Karli Sigurbjörnssyni sunnudaginn 5. október sl. Innsetningu hins nýja prests annaðist prófasturinn í Snæfellsness- og Dalaprófastdæmi, sr. Gunnar Eiríkur Hauksson. Í sinni fyrstu predikun hvatti hinn nýi sóknarprestur söfnuð sinn til að sýna styrk í trúnni. Eftir athöfnina var þéttskipað í safnaðarheimilinu í kirkjukaffi.   Úr grein Gunnars Kristjánssonsonar í Morgunblaðinu. Myndina tók Sverrir Karlsson.  

Frí í frjálsum

Það er frí í frjálsum íþróttum, þriðjudaginn 14. okt. og föstudaginn 17. okt. af óviðráðanlegum ástæðum. Kveðja, Kristín H.

Kynningarfundur vegna nýrra skólalaga

Menntamálaráðherra mun kynna nýja menntastefnu á fundi í Borgarnesi fimmtudaginn 16. október. Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er opinn borgarafundur. Fundurinn verður sendur út með fjarfundarbúnaði til íbúa á Snæfellsnesi í Framhaldsskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Frekari upplýsingar má finna í fréttatilkynningu með því að velja meira. 

Styrkveitingar árið 2009

Til þeirra sem áforma að sækja um styrki til Grundarfjarðarbæjar á árinu 2008:   Vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2009 er hafin. Þeir sem hyggjast sækja um styrki á næsta ári þurfa að skila inn umsókn í síðasta lagi þann 20. október 2008. Skila ber umsóknum eða senda þær í pósti til skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, Grundargötu 30, 350 Grundarfirði.    

Síðasta opnunarvika sundlaugarinnar

Næstkomandi föstudag, þann 17. október mun sundlaugin loka fyrir veturinn. Sundlaugin verður opin til kl. 19.   Starfsfólk.