Myndlistarnámskeið fyrir 7-12 ára börn

Vikuna 21.-26. júlí verður Anna Rún Tryggvadóttir, myndlistarkona með námskeið fyrir börn. Anna Rún hefur kennt börnum í Myndlistarskólanum í Reykjavík og fyrir Listasafn Íslands. Verður umhverfi og náttúra Grundarfjarðar skoðuð og henni gerð skil í teikningum með kolum og blýanti sem og fleiri aðferðum. Áhugasamir

Söng og leiknámskeið

 Nú stendur yfir söng og leiknámskeið fyrir börn á aldrinum 4-15 ára. Enn er hægt að skrá sig inn. Þátttakendur munu troða upp á bæjarhátíðinni. Auglýsingin er hér. Enn má skrá sig! Upplýsingar hjá Lóu í síma 8987564

Móttökuhópurinn slær aftur í gegn

 Gestir skemmtiferðaskipsins Artemis voru mjög ánægðir með þær móttökur sem þeir fengu. Hér má sjá myndir af sýningunni sem móttökuhópur Grundarfjarðarhafnar hélt í dag.

Grundfirsk markaðssetning

Þessi frétt er tekin af vef loftmynda ehf.:   Markaðssetning sem skilar árangri:  Þegar starfsmenn Loftmynda ehf. voru að vinna við nýjar myndir af Grundarfirði rákumst við á þennan skemmtilega kall. Grundfirðingar vita greinilega að loftmyndir og myndkort er það sem koma skal og auglýsa í takti við það.   Hér er myndin.        

Artemis heimsækir Grundarfjörð

Skemmtiferðaskipið Artemis kemur til Grundarfjarðar föstudagsmorgun 11. júlí. Skipið er 230 metrar á lengd og 44.348 tonn. Um borð eru 1200 farþegar, flestir Bretar, og 520 í áhöfn. Skipið er smíðað í Finnlandi, er í eigu P&O Cruises og er skráð í Bermúda. Artemis heimsótti okkur síðast árið 2006. Skipið er að koma frá Reykjavík og fer næst til Akureyrar. Þaðan er förinni heitið í Álasund í Noregi.                                                     

Breyttur opnunartími sundlaugar um helgar

Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma sundlaugarinnar um helgar. Til ágústloka verður opið frá 10 - 18 um helgar. Verið velkomin.   Starfsfólk. 

Á Grundarfjarðarvelli í dag!

Grundarfjarðarvöllur   kl 17:00 5.fl kv A lið Snæfellsnes - Selfoss kl 17:50 5.fl kv B lið Snæfellsnes - Selfoss Stelpurnar þurfa áhorfendur í brekkurnar. Allir á völlnn í dag!  

Á góðri stund í Grundarfirði

Nú fer að líða að bæjarhátíð Grundfirðinga. Nú hefur hátíðin verið haldin í áratug og því ákvað FAG að ráðast í gerð heimasíðu góðrar stundar. Vinnsla síðunnar er á lokastigum en hún hefur samt verið formlega opnuð.   Hægt er að komast á hana með því að smella á merki hátíðarinna hér á vef Grundarfjarðarbæjar eða á slóðinni: http://agodristund.grundarfjordur.is      

Landaður afli í júní 2008

Hér má sjá landaðan afla í júní 2008 og til samanburðar landaðan afla á sama tímabili á árunum 2004-2007.

Strandganga

Hér má sjá auglýsingu um strandgöngu sem farin verður fimmtudaginn 3. júlí n.k. Þessi ganga er á vegum þjóðgarðsins Snæfellsjökuls.