Opnun listsýningar í Norska húsinu

Ragnhildur Þóra Ágústsdóttir opnar myndlistasýninguna  „Leit sankti Húberts“  í Norska húsinu í Stykkishólmi, laugardaginn 12. júlí n.k. kl. 13.30.      

Fólkið, fjöllin og fjörðurinn

Fólkið, fjöllin og fjörðurinn 8 bókin í þessum vinsæla bókaflokki er komin út , í henni kennir ýmisa grasa, mikið af gömlum myndum og fl. Núna næstkomandi daga verður gengið í hús að selja bókina, þeir sem ekki eru heima þegar sölufólk bankar uppá geta nálgast bókina hjá Þórunni og á skrifstofu verkalýðsfélagsins. Og að sjálfsögðu verður hún til sölu á hátíðarsvæðinu Á Góðri Stund.  

Le Diamant heimsækir Grundarfjörð

Skemmtiferðaskipið Le Diamant leggur að bryggju í Grundarfirði þriðjudaginn 15. júlí klukkan 14:30. Þetta skip er í nettari kantinum, aðeins 8.282 tonn og 124 metrar á lengd. Það eru 157 í áhöfn og 198 farþegar, en skipið tekur 226 farþega alls.                                               Skipið er smíðað í Noregi 1976 og er í eigu Compagnie des Isles du Ponant/Tapis Rouge í Frakklandi. Fyrstu árin hét skipið Begonia og var ferja en 1986 var því breytt í skemmtiferðaskip og sama ár var farin fyrsta ferðin farin.   Skipið er fjögurra stjörnu skemmtiferðaskip og er hugsað fyrir frönskumælandi pör og einstaklinga sem eru ungir í anda. Um borð er topp aðstaða að flestu leyti en sérstaðan er hversu smátt skipið er. Einkunnarorð Le Diamant eru glæsileiki og fágun.   Skipið heimsótti Grundarfjörð fyrst árið 2005 og hefur komið reglulega síðan.  

Myndlistarnámskeið fyrir 7-12 ára börn

Vikuna 21.-26. júlí verður Anna Rún Tryggvadóttir, myndlistarkona með námskeið fyrir börn. Anna Rún hefur kennt börnum í Myndlistarskólanum í Reykjavík og fyrir Listasafn Íslands. Verður umhverfi og náttúra Grundarfjarðar skoðuð og henni gerð skil í teikningum með kolum og blýanti sem og fleiri aðferðum. Áhugasamir

Söng og leiknámskeið

 Nú stendur yfir söng og leiknámskeið fyrir börn á aldrinum 4-15 ára. Enn er hægt að skrá sig inn. Þátttakendur munu troða upp á bæjarhátíðinni. Auglýsingin er hér. Enn má skrá sig! Upplýsingar hjá Lóu í síma 8987564

Móttökuhópurinn slær aftur í gegn

 Gestir skemmtiferðaskipsins Artemis voru mjög ánægðir með þær móttökur sem þeir fengu. Hér má sjá myndir af sýningunni sem móttökuhópur Grundarfjarðarhafnar hélt í dag.

Grundfirsk markaðssetning

Þessi frétt er tekin af vef loftmynda ehf.:   Markaðssetning sem skilar árangri:  Þegar starfsmenn Loftmynda ehf. voru að vinna við nýjar myndir af Grundarfirði rákumst við á þennan skemmtilega kall. Grundfirðingar vita greinilega að loftmyndir og myndkort er það sem koma skal og auglýsa í takti við það.   Hér er myndin.        

Artemis heimsækir Grundarfjörð

Skemmtiferðaskipið Artemis kemur til Grundarfjarðar föstudagsmorgun 11. júlí. Skipið er 230 metrar á lengd og 44.348 tonn. Um borð eru 1200 farþegar, flestir Bretar, og 520 í áhöfn. Skipið er smíðað í Finnlandi, er í eigu P&O Cruises og er skráð í Bermúda. Artemis heimsótti okkur síðast árið 2006. Skipið er að koma frá Reykjavík og fer næst til Akureyrar. Þaðan er förinni heitið í Álasund í Noregi.                                                     

Breyttur opnunartími sundlaugar um helgar

Ákveðið hefur verið að lengja opnunartíma sundlaugarinnar um helgar. Til ágústloka verður opið frá 10 - 18 um helgar. Verið velkomin.   Starfsfólk. 

Á Grundarfjarðarvelli í dag!

Grundarfjarðarvöllur   kl 17:00 5.fl kv A lið Snæfellsnes - Selfoss kl 17:50 5.fl kv B lið Snæfellsnes - Selfoss Stelpurnar þurfa áhorfendur í brekkurnar. Allir á völlnn í dag!