Sundsýning og mót

Tveir elstu árgangarnir á leikskólanum Sólvöllum voru nýverið á sundnámskeiði og enduðu með því að sýna kunnáttu sína á 17 júní sundmóti UMFG.  Var greinilegt að þau höfðu æft sig af kappi og lært margt á stuttum tíma.  Greinilegt að þetta eru sundgarpar framtíðarinnar. Eftir að sundsýninguni var lokið var haldið létt mót fyrir þá sem vildu og voru þáttakendur 22 talsins og sáust þarna mörg góð tilþrif í laugini.  Veittur er afreksbikar til vil varðveislu í 1 ár fyrir bestu mætingu og mestu framfarir á æfingum, en þetta árið hlaut Sigþór Daði Kristinson 11 ára viðurkenninguna.  

Gæfuspor

  Ungmennafélag Íslands tekur fyrsta skrefið með verkefnið Gæfuspor, fimmtudaginn 19. júní nk.  Gæfuspor er verkefni þar sem fólk 60 ára og eldri er hvatt til að fara út og ganga sér til ánægju og heilsubótar.  

Grundarfjarðarvöllur í dag!

                   Tveir leikir eru á Grundarfjarðarvelli í dag.   Kl 16:00   Snæfellsnes - ÍBV 5.fl kv C lið   Kl 20:00 Snæfellsnes - Haukar 3.fl ka Vísa bikarinn   Mætum öll á völlinn og hvetjum krakkana áfram til sigurs. Áfram Snæfellsnes!

Grundarfjörður með augum ferðamannsins - 17. júní

Áhugahópur um ferðaþjónustu hefur skipulagt kynningardag þar sem Grundfirðingum er boðið að kynna sér það sem stendur til boða í verslun og þjónustu. Er þetta í fyrsta skipti sem slík kynning er haldin en líklega ekki það síðasta. Hafa hinir ýmsu aðilar ákveðið að bjóða fólki í heimsókn og margt skemmtilegt í boði.        

17. Júní dagskrá.

                  16. júní kl. 18:00   Sundmót UMFG ALLIR VELKOMINIR! (skráning á staðnum frá kl. 17:45-18:00)   17. júní kl. 12:30   Grundar- og Kvernárhlaup UMFG  Kvernárhlaup fyrir 11 ára og yngri. Grundarhlaup fyrir 12 ára og eldri. (Skráning við Kósý frá kl. 12:00-12:20)   kl. 13:45   Andlitsmálning fyrir utan Kaffi 59 kl. 14:30    Skrúðganga frá Kaffi 59 með trommusveit Snæfellsness í broddi fylkingar. Gengið verður inn í þríhyrning.   kl. 15:00    Hátíðin sett ·       Ávarp fjallkonu ·       Guðmundur bæjarstjóri flytur hátíðarræðu ·       Leikskólabörnin okkar flytja nokkur lög ·       Karen Gunnarsdóttir spilar á þverflautu ·       Verðlaunaafhendingar fyrir Grundar- Kvernárhlaup og sundmót UMFG ·       Súmóglíma. Fótboltaþjálfararnir og jaxlar með meiru! Addi og Tryggvi taka fyrstu glímuna. ·       Flóamarkaður á vegum félagsmiðstöðvarinnar Eden ·       Kvenfélagið verður með kökubasar Hoppukastalar fyrir börnin opna að dagskrá lokinni.   

Sundnámskeið

  Undanfarnar vikur var haldið sundnámskeið fyrir börn sem fædd eru á árunum 2002 og 2003. Námskeiðið var 8  tímar og sóttu 22 börn það. Börnin stóðu sig öll eins og hetjur og urðu miklar framfarir hjá þeim á þessum stutta tíma. Inga Magný og Ásdís höfðu umsjón með þessu námskeiði og þakka þær fyrir gott námskeið.  Mynd

Bæjarstjórnarfundur

94. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 12. júní 2008 kl. 12.00 í samkomuhúsinu.  Fundarboð og dagskrá

Stór áfangi í umhverfismálum.

Sunnudaginn 8. júní, tóku sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi og Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á móti skjölum til staðfestingar því að hafa hlotið umhverfisvottun frá Green Globe vottunarsamtökunum. Viðstaddir hátíðlega athöfn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði voru m.a. forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Alþingis og 1. þingmaður Norðvesturkjördæmis, Sturla Böðvarsson, þingmenn, sveitarstjórnafólk og fjöldi annarra gesta. Ísland getur þar með státað sig af því að vera fyrsta landið í Evrópu með umhverfisvottuð samfélög en fram til þessa hefur aðeins þremur öðrum samfélögum í heiminum tekist að ná vottun.

Listasmiðja barna og unglinga.

    Listasmiðja barna og unglinga var haldin á Snæfellsnesi í viðburðarviku Vesturlands dagana 23.-30. apríl. Þemað var Snæfellsjökull og var þetta sameiginlegt verkefni Snæfellsbæjar, Grundarfjarðarbæjar og Stykkishólms.  Í listasmiðjunni voru börn frá 1.- 7. bekk og var boðið upp á myndlist, leiklist, dans, ljósmyndun o.fl.  en þó mismunandi námskeið eftir bæjarfélögum.

Framkvæmdir vegna unglingalandsmóts

Eins og flestum er kunnugt verður unglingalandsmót UMFÍ haldið hér í Grundarfirði 2009.  Þetta er viðamikið verkefni, en jafnframt mikil lyftistöng fyrir bæjarfélagið.  Búist er við allt að 10.000 manns á mótið og stefnt er að því að keppt verði í 10 keppnisgreinum. Aðstaða fyrir hinar ýmsu greinar er að miklu leiti til staðar í bæjarfélaginu, en þó er eitt og annað sem vantar en reynt er að stilla til hófs í stórframkvæmdum. Undirbúningur hefur gengið vel og þær framkvæmdir sem liggur mest á eru komnar vel á leið.