Bæjarstjórnarfundur

126. fundur bæjarstjórnar verður haldinn í samkomuhúsinu, fimmtudaginn 9. september nk., kl. 16:30. Fundir bæjarstjórnar eru öllum opnir. Dagskrá fundarins. 

Breytt tímatafla UMFG.

Gerðar hafa verið breytingar á tímatöflu UMFG fyrir veturinn 2010 - 2011. Hér má sjá tímatöfluna og einnig undir flipanum "íþróttir". 

Spurningin

Spurt var hversu hár er Snæfellsjökull, en hann er 1.446 m og voru 27 af 46 með rétt svar eða 58.7 %. 

Tónlistarskólinn kynnir

Söngtækni - raddæfingar, öndunaræfingar o.fl. Sungið ýmist með eða án undirspils (playback og/eða píanó) Lagaval í samráði við kennara. Dægurlög, popplög eða annað létt og skemmtilegt efni! Líkamsbeiting, tjáning og túlkun (staða, míkrafónsæfingar, sviðsframkoma   o.fl. Hóp– og einkatímar, fullt nám (1 klst á viku), hálft nám (30 mín. á viku).    

Haustið og garðurinn

Haldið í samstarfi við Símenntunar Vesturlands Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem sinna garðvinnu á einn eða annan máta. Fjallað verður um helstu verkefni sem falla til í einkagörðum og sumarbústaðarlöndum á haustin. Hvernig er best að undirbúa mismunandi plöntur fyrir vetrardvala og fjallað sérstaklega um vetrar skýlingu viðkvæmra plantna. Þá verður fjallað um flottar haustplöntur sem hægt er að nýta til að lífga upp á haustið og eins fjallað um meðhöndlun og gróðursetningu haustlauka og mismunandi plantna  

Tilkynning

Sundlaugin mun verða lokuð þann 7. september frá klukkan 17:50 vegna sundmóts.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga - Foreldrafundur

Foreldrafundur Fimmtudaginn 9. september 2010 – kl. 20.00   Foreldrar/forráðmenn nemenda Fjölbrautaskóla Snæfellinga eru boðaðir á foreldrafund fimmtudaginn 9. september 2010 – kl. 20.00 í matsal skólans. Dagskrá: Ávarp skólameistara Kynning á áfangakerfi, stundatöflu, stoðþjónustu og skólareglum Kynning á INNU - upplýsingakerfi skóla, Moodle – kennslukerfi FSN Kynning á NFSN – nemendafélagi og félagslífi Kynning á foreldrafélagi Umræður og önnur mál Umsjónarkennarar hitta foreldra                 Jón Eggert Bragason, skólameistari    

Íslandsmeistari smalahunda

Landsmót Smalahundafélags Íslands var haldið á Vorboðavelli hjá Blönduósi dagana 28-29 ágúst. Þar varð Valgeir Magnússon og tíkin Skotta frá Fossi í fyrsta sæti og óskum við þeim innilega til hamingju. Sjá nánar hér.    

Opnunartími Líkamsræktarinnar

Haustið 2010. Mánudaga,miðvikudaga og fimmtudaga frá kl: 6:00 -8:00 og 11:00-14:00 og 16:00-18:30 Þriðjudaga og föstudaga er opið frá 8:00-12:00  og 16:00-18:30  

Steinþórsmót

Ungmennafélag Grundarfjarðar ætlar að halda Steinþórsmót sunnudaginn 5 september ef veður leyfir. Byrjað verður á 10 ára og yngri klukkan 15:00 og 11 - 14 ára klukkan 16:00 er svo ætlunin að halda fyrir 15 ára og eldri mánudaginn 6 september klukkan 18:00.  Er það von okkar að sjá sem flesta, bæði börn og foreldra.  Til að allt gangi upp væri vel þegið ef einhverjir rétti hjálparhönd á mótinu.   Fyrir hönd UMFG og þjálfara Stjórn.