Hópleikurinn 2010-11

Hópleikurinn í getraununum byrjar núna 25. sept. Og er þetta 6. veturinn sem þessi leikur er í gangi. Leikurinn gengur út á það að tveir aðilar mynda hóp til að taka þátt í leiknum, en reglurnar eru þannig að í hóp verða að vera 2.  

Vinnusmiðja á Hvanneyri.

Vinnusmiðja, í Skemmunni á Hvanneyri, verður haldinn þriðjudaginn 21. september nk. kl. 13.00 - 15.30. Yfirskrift vinnusmiðjunnar er "Umhverfisvæn og landbúnaðartengd ferðaþjónusta". Hér má skoða auglýsinguna nánar.

Hráfæðisnámskeið - byrjendur

Á þessu námskeiðinu verður kennd matreiðsluaðferðina á bak við hráfæðið og að taka hráfæðið meira inn í matseðilinn, útbúa einfalda, fljótlega, holla og bragðgóða hráfræðirétti, ásamt girnilegum eftirréttum. Athugið að allir þessir réttir passa vel með kjöti, fiski og venjulegum grænmetismat - en standa líka einir og sér sem hin fullkomna hráfæðismáltíð. Formið á námskeiðinu er sýnikennsla og fræðsla. Það fylgir frábær uppskriftamappa og viku matseðil.

Sundlaugin lokuð í dag!

Sundlaugin er lokuð í dag 15. september vegna framkvæmda. 

Rökkurdagar framundan

Í ár verða Rökkurdagar haldnir 4. - 7. nóvember. Dagskráin er farin að taka á sig mynd þó er enn nóg rými fyrir aðila sem vilja gera eitthvað skemmtilegt. Þeir sem vilja taka þátt geta haft samband við markaðsfulltrúa á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar. Bent er á að til að allir atburðir komist inn á dagskrá skal tilkynna þátttöku fimmtudaginn 25. október í síðasta lagi.   Menningar- og tómstundanefnd

Helgiganga á Gufuskálum og ,,keltnesk” messa á Ingjaldshóli.

Sunnudaginn 19. september verður efnt til helgigöngu á Gufuskálum og  messu í Ingjaldshólskirkju. Eftir stutta helgistund í kirkjunni sem hefst kl. 12. verður ekið í rútu að svokölluðum fiskibyrgjum við Gufuskála og gengið með keltneskan sólkross að einu byrgjanna og þar haldin stutt helgistund með keltnesku ívafi.    

Æskulýðsstarfið í kirkjunni byrjar

Kirkjuskóli er á miðvikudögum kl. 16.15,  fyrir börn í leikskóla og 1. og 2. bekk grunnskóla. Drekaskátar eru á fimmtudögum kl. 16.00, fyrir krakka í 3. og 4. bekk. Fálkaskátar eru á fimmtudögum kl. 17.00, fyrir krakka í 5., 6. og 7. bekk. Dróttskátar eru á mánudögum kl. 20.00, fyrir unglinga í 8.-10. bekk. Rekka- og róversveitin er alltaf að bralla eitthvað.    Aðalsteinn Þorvaldsson, sóknarprestur.    

Uppskeruhátíð UMFG.

Uppskeruhátið Ungmennafélags Grundarfjarðar verður haldin fimmtudaginn 16. september klukkan 17:00 í samkomuhúsinu.  Veitt verða verðlaun fyrir mætingar og fleira og er það Landsbankinn sem styrkir uppskeruhátíðina í ár og viljum við þakka fyrir stuðninginn.  Á eftir verða veittar veitingar og vonumst við eftir að sjá sem flesta iðkendur hjá UMFG. Stjórn Ungmennafélags Grundarfjarðar.  

Kynningarfundur

13. september kl. 19.30 í Grundarfirði, Fjölbrautarskóla Snæfellinga Nám og þjálfun í almennum bóklegum greinum Þetta nám er ætlað þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára og hafa hafið nám á framhaldsskólastigi en ekki lokið almennum bóklegum greinum með prófi. Þetta nám er einnig tilvalið fyrir þá sem hafa lokið námi í Grunnmenntaskólanum eða Skrifstofuskólanum hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Námið er 300 kennslustundir að lengd og kennt á kvöldtíma.

Frír fyrirlestur

Notkun lækningajurta gegn kvefi og flensupestum. Farið verður yfir hvernig hægt er að styrkja ónæmiskerfið fyrir veturinn með mataræði,vítamínum og jurtum. Fyrirlesturinn verður í Grunnskólanum í Stykkishólmi 8. Sept. kl. 20:00.