Frá Grunnskóla Grundarfjarðar

Skólasetning verður í íþróttahúsinu mánudaginn 22. ágúst kl. 16.00.   Eftir setningu fara nemendur í stofur til umsjónarkennara í spjall og fá afhenta stundaskrá. Kennsla hefst skv. stundaskrá þriðjudaginn 23. ágúst. Foreldrar nemenda í 1. bekk verða boðaðir í viðtal til umsjónarkennara á mánudeginum.  Haft verður samband símleiðis til þess að ákveða tíma.   Skólastjóri  

Augnlæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á HVE Grundarfirði fimmtudaginn 25. ágúst  n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar sími 432 1350  

Sundlaug Grundarfjarðar

Búið er að opna sundlaugina. 

Upphaf skólastarfs í FSN haustönn 2011

Nýnemadagur miðvikudaginn 17. ágúst kl. 10:00. Þar verður farið yfir helstu þætti skólastarfsins. Þeir nemendur sem eiga fartölvur eru beðnir um að koma með þær. Gert er ráð fyrir að dagskrá nýnemadags ljúki um kl. 14:00. Nemendur í framhaldsdeildinni á Patreksfirði mæta á nýnemadag í deildina á Patreksfirði kl. 10:00. Rútur á nýnemadag frá Stykkishólmi (íþróttamiðstöð) kl. 09:30, frá Hellissandi (N1) kl. 09:30, frá Rifi kl. 09:33, frá Ólafsvík kl. 09:40. Heimferð frá FSN kl. 14:00.

Skammtímavistun á Gufuskálum

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir laus störf til umsóknar við skammtímavistun ungmenna með fötlun á Gufuskálum. Unnið er á 3 skiptum vöktum frá 16:00 á föstudögum til fyrriparts sunnudaga, aðra hverja helgi tímabilið september 2011 til loka maí 2012. Í

Ljósmyndasamkeppni

  Við minnum á ljósmyndasamkeppnina sem er í gangi. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir bestu myndirnar. Samkeppnin hófst  2. maí og stendur til 31. ágúst og verða myndirnar að vera teknar á því tímabili og innan sveitarfélagsmarka. Hver þátttakandi má senda inn tíu myndir. Afraksturinn verður svo til sýnis á veglegri sýningu á næstu Rökkurdögum. Þemað í samkeppninni er sumar.   Nánari upplýsingar veitir markaðsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar (899-1930 / jonas@grundarfjordur.is).  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftirfarandi stöður

Stuðningsfulltrúi við starfsbraut FSN í Grundarfirði, 100% staða í 5 mánuði.   Starfsmaður í ræstingar í Grundarfirði, 40% staða í rúma 8 mánuði.  

Grundfirðingar með þriggja stiga forystu í C-riðli

Síðastliðinn fimmtudag mætti Grundarfjörður liði Afríku á Leiknisvelli í Breiðholtinu. Grundarfjörður sem var fyrir þennan leik í öðru sæti C-riðils með 25 stig á meðan Afríka var á hinum endanum með aðeins eitt stig.