Sundlaugin verður lokuð um stund

 Sundlaugin verður lokuð í dag frá klukkan 10:00 til 13:00 vegna viðhalds.

Dreifing endurvinnslutunna

Byrjað er að dreifa grænu og brúnu tunnunum. Bæjarbúar eru hvattir til að koma þeim í var. Ef þörf er á fleiri tunnum eða vilji til að fækka tunnum. Er hægt að hafa samband við Ingibjörgu (Bibbu) í síma 840-5728.    

Bæjarstjórnarfundur

138. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 14. júní 2011, kl. 10:00 í Samkomuhúsinu. Fundir bæjarstjórnar eru opnir og er öllum velkomið að koma og hlýða á það sem fram fer. 

Umsækjendur um starf skrifstofustjóra

Umsóknarfrestur um starf skrifstofustjóra á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar er runnin út. 14 sóttu um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka að umsóknarfresti liðnum.  

Endurvinnslutunnur

Endurvinnslutunnurnar koma til dreifingar í næstu viku. Ef einhverjar spurningar vakna þá tekur Ingibjörg (Bibba) við fyrirspurnum í síma 840 5728.

Leikhópurinn Lotta í Grundarfirði

Leikhópurinn Lotta sýnir glænýtt íslenskt leikrit um Mjallhvíti og dvergana sjö í Þríhyrningnum, laugardaginn 11. júní nk kl. 13:00. Þetta er fimmta sumarið sem Leikhópurinn Lotta setur upp útisýningu en síðastliðin sumur hefur hópurinn tekist á við Hans klaufa, Rauðhettu, Galdrakarlinn í Oz og Dýrin í Hálsaskógi. Leikgerðina um Mjallhvíti og dvergana sjö gerði Anna Bergljót Thorarensen. Þetta er fyrsta leikritið sem hún skrifar en hún hefur verið meðlimur í Leikhópnum Lottu frá stofnun hans árið 2006. Ný tónlist hefur einnig verið samin fyrir verkið en auk Önnu koma þar að verki Rósa Ásgeirsdóttir, Oddur Bjarni Þorkelsson og Baldur, Helga og Snæbjörn Ragnarsbörn.

Kátir krakkar

  Í gær hófst ævintýranámskeið með stæl. Glæsileg dagskrá er í boði næstu tvo mánuðina og að gefnu tilefni er ítrekað að skráning er enn opin.  

Sigríðarganga

Haldið verður í hina árlega Sigríðargöngu þriðjudaginn 14. júní kl. 18:00. Að vanda verður lagt af stað frá Hallbjarnareyri og gengið á Eyrarfjall í Framsveit við Grundarfjörð. Gangan upp tekur um einn og hálfan tíma ef rólega er gengið. Siðan er hlaupið niður fjallið og er skemmsti tími 49 sekúndur, en oftast er miðað við 3 mínútur en það setur engin met í fyrstu tilraun. Allir velkomnir.   Sigga Dís

Fitness Námskeið og Fitness Keppni

Sumrin eru frábær tími til að nýta til að vera úti við og hafa gaman með vinum en sumarið er einnig frábært að nýta í að vera úti í sólinni og hreyfa sig.  9. júní næstkomandi fer ég af stað með fitness námskeið fyrir krakka og unglinga á aldrinum 12-18 ára. Námskeiðið verða haldin úti við, inni í íþróttahúsi í slæmu veðri og í sundlaug Grundarfjarðar.

Sumar á bókasafninu

  Frá 1. júní fram yfir miðjan ágúst verður aðeins opið á fimmtudögum kl. 13-18 (þó ekki 2. júní). Hægt er að skila bókum á bæjarskrifstofuna milli kl. 10 og 14.