Frábærri bæjarhátíð lokið

Bæjarhátíð okkar Grundfirðinga, Á góðri stund, sem haldin var um helgina,tókst einstaklega vel. Skipuleggjendum, styrktaraðilum, bæjarbúum og öllum öðrum þátttakendum er þakkað fyrir þeirra framlag til að gera hátíðina eins glæsilega og raunin varð.   Bæjarstjóri

Klipping trjágróðurs

Unanfarnar vikur hafa bæjarbúar víða tekið til hendinni og snyrt sitt nánasta umhverfi. Þar sem trjágróður hefur vaxtið út fyrir lóðarmörk, yfir gangstéttir og stíga, eru lóðarhafar vinsamlegast beðnir um að klippa gróður svo ekki skapist hætta fyrir gangandi vegfarendur.

Einnar mínútu þögn, mánudaginn 25. júlí kl. 10 vegna harmleiksins í Noregi

Mánudaginn 25. júlí verður einnar mínútu þögn í Noregi, til minningar um fórnarlömb harmleiksins í Noregi síðastliðinn föstudag. Ísland mun sýna norsku þjóðinni samstöðu með því að hafa einnar mínútu þögn á sama tíma sem er kl. 10:00 í dag að íslenskum tíma. Forsætisráðherrra hvetur alla Íslendinga til að sýna samhug sinn með þeim hætti.   Reykjavík 24. júlí 2011   FORSÆTISRÁÐUNEYTIÐ

Íbúð til leigu

Laus til leigu íbúð að Grundargötu 65. Íbúðin er þriggja herbergja 88 fermetrar. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, sími 430 8500.  

Á góðri stund - sunnudagur

Opna Soffamótið – golfmót í boði Soffaníasar Cecilssonar.   11:00 Eyþór Björnsson með myndasýningu og sögur frá ferðum sínum til Úsbekistan og Marokkó í Sögumiðstöðinni. Eyþór var í vetur með þessar sýningar og voru þær stórskemmtilegar.   13:00 Stuttmyndin Kría eftir Dögg Mósesdóttur sýnd í Sögumiðstöðinni. Dögg er forsprakki kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave sem haldin er ár hvert í Grundarfirði. Kría var frumsýnd fyrir stuttu í Bíó Paradís og nú gefst hátíðargestum tækifæri á að sjá hana. Kría var tekin upp í kringum Grundarfjarðardagana 2009 á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og í Flatey. Í myndinni er m.a. sena frá hátíðarhöldunum þar sem Grundfirðingar sjást skemmta sér. Sigrún Aðalheiður, ung grundfirsk stúlka fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni. Myndin fjallar um sígauna á ferðalagi um Snæfellsnesið sem að gefur ungri stúlku á puttanum far og upp hefst mikið ævintýri. Myndin er 20 mínútur á lengd. aðeins 500 kr. aðgangseyrir.   14:00 Skemmtisigling um fjörðinn - Láki Tours siglir með farþega í skoðunarferð - fuglar, hvalir og jafnvel sjóstangveiði. Það þarf að bóka ferðina. Bókanir á Hótel Framnesi.   

Á góðri stund - laugardagur

10:00 Dorgveiði á Hátíðarsvæði í boði Arion banka.   11:00 Öllum krökkum boðið að prufa tól og tæki hjá fimleikahópi Gerplu. Hópurinn setur upp áhöld á túninu við Samkomuhúsið. Allir velkomnir í heimsókn til þeirra í boði Ragnars og Ásgeirs.   11:00 Eyþór Björnsson með myndasýningu og sögur frá ferðum sínum til Sýrlands, Líbanon og Palestínu í Sögumiðstöðinni. Eyþór var í vetur með þessar sýningar og voru þær stórskemmtilegar.   12:00 Fiskisúpa Lionsklúbbs Grundarfjarðar á Hátíðarsvæði – Það má enginn missa af þessari frábæru súpu.12:00 Markaður á hátíðarsvæðinu opnar – Grundarport markaður í Risatjaldinu, töff handverk, nuddpúðar og ýmislegt annað sniðugt í Grundarporti.Kvenfélagið verður með kakó, kaffi, vöfflur og skúffukökur til sölu í Risatjaldinu     Alvöru kaffihúsastemning.   13:00 Fjölskyldudagskrá á Hátíðarsvæðinu í boði Soffaníasar Cecilssonar -          Lalli Töframaður kynnir og sýnir listir sínar -     Menningar og Tómstundanefnd afhendir menningarverðlaunin Helgrindur -          Friðrik Dór syngur -          Grundfirsku strákarnir Aron, Bergur, Benni og Emil leika nokkur lög -          Hvanndalsbræður skemmta allri fjölskyldunni -     Afhending Vitans, menningarverðlauna Eyrbyggja Hollvinasamtaka Grundarfjarðar -          Dansnemendur Auðar B. taka sporið - Auður hefur verið með námskeið alla vikuna og nú sýna krakkarnir okkar afraksturinn -          Krakkar af námskeiðinu Sköpun og skemmtun koma fram -     Evrópumeistarar Gerplu stíga á stokk og stökkva jafnvel líka   14:00 Skemmtisigling um fjörðinn - Láki Tours siglir með farþega í skoðunarferð - fuglar, hvalir og jafnvel sjóstangveiði. Það þarf að bóka ferðina. Bókanir á Hótel Framnesi.    14:00  Franskir fiskimenn og fólkið í sveitinni – Sögur og spökúleringar í Sögumiðstöðinni. 1000 kr aðgangseyrir.   16:00 Söngtónleikar í Grundarfjarðarkirkju – Elmar Gilbertsson ásamt meðleikara flytja íslensk og erlend sönglög. Elmar er Snæfellingur sem hefur verið erlendis við nám og störf í söng og komið fram víða í óperuhúsum. Eitthvað sem tónlistarunnendur mega ekki láta fram hjá sér fara.  1.500 kr. Aðgangseyrir.   16:00 Stuttmyndin Kría eftir Dögg Mósesdóttur sýnd í Sögumiðstöðinni. Dögg er forsprakki kvikmyndahátíðarinnar Northern Wave sem haldin er ár hvert í Grundarfirði. Kría var frumsýnd fyrir stuttu í Bíó Paradís og nú gefst hátíðargestum tækifæri á að sjá hana. Kría var tekin upp í kringum Grundarfjarðardagana 2009 á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og í Flatey. Í myndinni er m.a. sena frá hátíðarhöldunum þar sem Grundfirðingar sjást skemmta sér. Sigrún Aðalheiður ung grundfirsk stúlka fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni. Myndin fjallar um sígauna á ferðalagi um Snæfellsnesið sem að gefur ungri stúlku á puttanum far og upp hefst mikið ævintýri. Myndin er 20 mínútur á lengd. aðeins 500 kr aðgangseyrir 17:00 Snæfellingurinn Bond í Sögumiðstöðinni. 1000 kr aðgangseyrir   20:00  Skrúðgöngur – Gulir hittast í þríhyrningi, Rauðir við Kaffi 59, Grænir við blokkina í Sæbóli og Bláir við kirkjuna    20:30  Hverfin skemmta sér á bryggjunni – Hvaða hverfi er með skemmiatriði ársins???   22:00  Bryggjuball með Draugabönum og Feik í boði Landsbankans   23:30  Stórdansleikur með Hvanndalsbræðrum í Risatjaldinu á Hátíðarsvæðinu.2500 kr aðgangseyrir – 18 ára aldurstakmark.  

Á góðri stund - föstudagur

15:00 – Keppni í körfubolta – hverfin keppa sín á milli í körfunni á íþróttasvæði (Grunnskólavellinum).   15:00 Eyþór Björnsson verður með myndasýningu og sögur frá ferðum sínum í Íran og Jemen í Sögumiðstöðinni. Eyþór var í vetur með þessar sýningar og voru þær stórskemmtilegar.   16:00 Keppnin um montbikarinn og grobbbikarinn – hverfin keppa sín á milli í skák og kubb á íþróttasvæðinu.   16:00 Zumba Partý í íþróttahúsinu – Guðný Þórsdóttir hefur verið með Zumba tíma í allan vetur og nú á að slá upp partýi þar sem allir eru velkomnir. Stuð og dans = Zumba   17:00  Grillveisla í boði Samkaup Úrval. Gunni verslunarstjóri og hans fólk grilla ofan í gesti og gangandi á íþróttasvæðinu.   17:00 Sögumiðstöðin í 10 ár   18:00 Rokktónleikar á Hátíðarsvæði – Meiriháttar tónleikar þarna á ferðinni. Nánar auglýst síðar.    20:00  Fimleikasýning á Íþróttavelli í boði Ragnars og Ásgeirs – Evrópumeistararnir okkar úr Gerplu koma aftur í heimsókn og sína listir sínar. Þessir krakkar eru langflottastir!!!   20:30  Fótboltaleikur 3 deild karla – Grundarfjörður gegn Ísbirninum – frítt á völlinn í boði Coca-Cola.   20:30 Sögustund í Sögumiðstöðinni – Skrýtnar sögur og skemmtilegar, upphitun fyrir sagnahátíð í Finnlandi. 1000 kr aðgangseyrir     22:00  Brekkusöngur á Íþróttavelli í boði Íslenska Gámafélagsins – Kári Viðars mun halda uppi stemningunni, Við lofum frábærum brekkusöng – Allir að taka undir, textablöð á staðnum.   22:30 Vindbelgirnir með harmonikkuball við Sögumiðstöðina.   23:30  Stórdansleikur með Draugabönum og Feik í Risatjaldinu á Hátíðarsvæði – Sveitaball aldarinnar!!! Reimdu á þig gúmmískóna.     Aðeins 2000 kr aðgangseyrir – 18 ára aldurstakmark  

Á góðri stund - fimmtudagur

15:00 Hverfaskreytingar – Hver verður með flottasta hverfið í ár? Lúðrasveitin ekur um bæinn og leikur listir sínar í boði FISK. 21:00 Þjófstartið – Stórtónleikar í risatjaldinu, sérstakir gestir eru Bjarni Ara og Sigga Beinteins. Núverandi og fyrrverandi tónlistarkennarar taka sig til og skemmta fólki ásamt þessum góðum gestum. Ari, Baldur, Davíð, Haffi, Sonja, Tómas og Þórður skipuleggja þessa stórtónleika.Með stuðningi G. Rungefst Grundfirðingum og gestum þeirra tækifæri á að upplifa stórskemmtilegt kvöld fyrir aðeins 500 kr. aðgangseyri.  

Á góðri stund - miðvikudagur

19:00 Sundlaugapartý - Alvöru Pool partý með stóru hljóðkerfi, ljósum og reyk. Allir á aldrinum 10 til 16 ára velkomnir. Teitið er til kl. 21.   20:00 Tónleikar í Samkomuhúsinu með Friðriki Ómari og Jógvan Hansen. Þeir félagar ferðast nú um landið og leika færeysk og íslensk lög af plötunni Vinalög. Miðaverð aðeins 2.000 kr. Hjónaklúbburinn býður félagsmönnum sínum miðann á aðeins 1.500 kr. – Húsið opnar hálftíma fyrr.

Götusópur

Á morgun kemur götusópur og fer yfir umferðarþyngstu götur bæjarins og fyrirhugað hátíðarsvæði. íbúar eru hvattir til að færa bíla eftir því sem kostur er.