Skemmtiferðaskip

Myndirnar tók Sverrir Karlsson   Skemmtiferðaskipin eru farin að koma hvert á eftir öðru til Grundarfjarðar og lifnar þá heldur betur yfir bænum. Fyrir ferðamenn sem ekki fara í rútuferðir um Snæfellsnesið þá er sett upp leiksýning fyrir framan Sögumiðstöðina sem bæjarbúar sjá um.

Íslandsmeistarar í golfi 35 ára og eldri

Frá vinstri: Jón Björgvin, Anna María, Ágúst og Jón Kristbjörn   Um síðustu helgi var haldið íslandsmeistaramót í golfi 35 ára og eldri. Karlar kepptu á Kiðjabergi en konur í Öndverðarnesi. Frá Grundarfirði fóru níu golfarar og komu þau sigursæl heim þar sem Jón Kristbjörn Jónsson varð í öðru sæti í öðrum flokki, Ágúst Jónsson, ráðsmaður með meiru, vann fjórða flokkinn, Jón Björgvin Sigurðsson lenti í þriðja sæti í fjórða flokki og Anna María Reynisdóttir lenti í öðru sæti í þriðja flokki. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með frábæran árangur.

Dagsskrá hátíðarinnar "Á góðri stund"

Dagsskrá hátíðarinnar "Á góðri stund" er tilbúin og má sjá hana á heimasíðu hátíðarinnar. Slóðin er: agodristund.grundarfjordur.is  Hér má fara beint á heimasíðuna.

Köttur í óskilum.

Það er ein köttur í óskilum hjá Áhaldahúsinu. Nánari lýsingu má finna í "Gæludýr í óskilum" hér hægra megin á síðunni. 

Breytt útgáfa reikninga hjá Grundarfjarðarbæ

Fyrr á árinu var boðuð breyting á útgáfu reikninga hjá Grundarfjarðarbæ. Frá og með júlímánuði mun Grundarfjarðarbær ekki senda út greiðsluseðla til einstaklinga fædda eftir 1950. Áfram verða sendir greiðsluseðlar til fyrirtækja. Framangreindar breytingar á fyrirkomulagi mun ekki vera tekið upp hjá áhaldahúsi og  Grundarfjarðarhöfn að svo stöddu. Reikninga má nálgast í heimabönkum. Ekki hafa verið sendir rafrænir reikningar vegna fasteignagjalda. Þar sem útsendir álagningarseðlarteljast birting þeirra.

Losun á brúnu tunnunum.

Í dag þriðjudag, verður fyrsta losun á brúnu tunnunni. Þriðjudaginn 5. júlí verður gráa tunnan losuð en græna tunnan þann 19. júlí. Sorphirðudagatalið má finna hér hægra megin á forsíðu heimasíðunnar.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull býður til afmælis

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull býður til tíu ára afmælishátíðar þann 28. júní n.k. Afmælishátíðin verður haldin í og við gestastofu þjóðgarðsins á Hellnum kl. 14:00 - 18:00. Sjá nánar auglýsingu.

Smíðavöllur

  Nú á mánudaginn hefst sumarnámskeið fyrir börn fædd á árunum 1997-2005. Námskeiðið stendur til föstudags og er munu þátttakendur smíða kofa á besta stað í bænum. Enn er hægt að skrá sig á námskeiðið á bæjarskrifstofu, sem og önnur námskeið sem í boði eru. Fyrir þá sem ekki komast verður haldið annað smíðanámskeið í lok júlí.

Grundarfjarðarhöfn auglýsir útboð á verki við smábátahöfn

Hafnarstjórn Grundarfjarðar óskar eftir tilboðum í endurskipulagningu smábátahafnar sem felst í dýpkun, grjótvörn, steypa landstöpla, byggingu flotbryggju ásamt landgangi og uppsetningu.

17. júní - Þjóðhátíð í Grundarfirði.

Dagskrá 17. júní má sjá hér.