Brönubréf

Með þessu bréfi viljum við undirrituð biðla til afkomenda Elísar Gíslasonar og Vilborgar Jónsdóttur frá Vatnabúðum, sem og allra velunnara þess að byggt verði skýli yfir bátinn Brönu sem hefur verið varðveittur í Sögumiðstöðinni Grundarfirði um nokkurra ára skeið.   Hugmynd hefur komið fram um að skýli verði reist fyrir bátinn í króknum við Sögumiðstöðina með gluggum í austurátt svo sjá megi bátinn einnig utanfrá , en til slíkra framkvæmda skortir fjármagn.  

Vinahúsið - Karlakaffi

Hið vinsæla karlakaffi mun opna þriðjudaginn 16.10.12 og verður framvegis opið á þriðjudögum kl 14:00 – 16:00 í húsi verkalýðsfélagsins við Borgarbraut.   Allir velkomnir í umræðuhópinn.    

Heilsugæslustöðin Grundarfirði

Hin árlega inflúensubólusetning er hafin á Heilbrigðisstofnun Vesturlands-Grundarfirði.   Bólusett verður frá kl. 11-12 og 13-14 alla virka daga nema föstudaga frá 15.- 26. október  n.k.   Ef óskað er eftir öðrum tíma þarf að panta hann.  

Tíðindi frá Grundarfjarðarbæ

Lesa má hér tíðindi frá Grundarfjarðarbæ.  

Bæjarstjórnarfundur

152. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 11. október 2012, kl. 16:30. Að þessu sinni verður fundurinn í Grunnskólanum.   Fundir bæjarstjórnar eru opnir og öllum velkomið að fylgjast með þeim.   Dagskrá fundarins: 

Grunnskólabörn

Þessi flotti hópur grunnskólabarna ásamt kennara sínum nýttu tækifærið og fóru í gönguferð í góða veðrinu í gær.    Mynd: Sverrir Karlsson

Menningarfulltrúi í Grundarfirði

Í dag 10. október verður menningarfulltrúi með viðveru í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði kl.16:00.   

Framlagning kjörskrár vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 20. október 2012 verður lögð fram þann 10. október 2012.   Kjörskráin mun liggja frammi á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar til kjördags á opnunartíma skrifstofunnar,  kl. 10-14 virka daga.   Athugasemdir vegna kjörskrár skal senda bæjarstjórn en heimilt er að taka mál vegna kjörskrár til meðferðar allt fram á kjördag.   Bæjarstjórinn í Grundarfirði  

Farkennari í grunnskólanum

Við í Grunnskóla Grundarfjarðar fengum loksins þann lottóvinning að fá til okkar svokallaðan farkennara frá Danmörku. Þetta er verkefni sem hefur verið í gangi hér á Íslandi í mörg mörg ár og er styrkt af Danska sendiráðinu og Danaveldi sjálfu. Daman sem við fengum hetiri Stine Falk og verður hún hjá okkur í 4 vikur. Hún býr inni í Stykkishólmi, en þar er hún búin að vera í 4 vikur og svo þegar hún er búin með þessar vikur hér fer hún út í Snæfellsbæ. Allir nemendur skólans, sem eru núna í dönsku, njóta góðs af komu hennar því hún leggur sérstaklega mikið upp úr að nemendur tali dönsku í tímunum, enda talar hún bara dönsku við þá.      

Stjórn foreldrafélags Grunnskóla Grundarfjarðar minnir á:

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Grundarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 3. október n.k. í húsnæði grunnskólans. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 20:15. Athugið: Bekkjarfulltrúar eru vinsamlegast beðnir um að mæta kl. 19:30 til að fara yfir ýmis mál sem ræða þarf fyrir aðalfund.