Ungir grundfirskir skátar tóku við Forsetamerkinu á Bessastöðum

Þrír skátar úr skátafélaginu Erninum í Grundarfirði tóku við Forsetamerki Íslands úr hendi Hr. Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands á Bessastöðum þann 29. september síðastliðin. Það voru þau Anna Júnía Kjartansdóttir, Jón Þór Magnússon og Sonja Sigurðardóttir.   Sjá nánar hér.  

Til þeirra sem hafa greinst með krabbamein

Fyrsti fundur vetrarins  verður í dag þriðjudaginn 2. oktober kl.17.00 í verkalýðsfélags húsinu. Fundurinn er eins og undanfarandi ár ætlaður þeim sem hafa greinst með krabbamein. Verum dugleg að mæta og styrkjum hvort annað í baráttunni.  

Umsóknir um styrki árið 2013

Hafin er vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2013. Auglýst er eftir styrkumsóknum frá einstaklingum og/eða félagasamtökum.   Þeir sem hafa hug á að senda inn styrkumsókn fyrir árið 2013 eru hvattir til að senda tölvupóst á netfangið: grundarfjordur@grundarfjordur.is  eigi síðar en mánudaginn 15. október 2012.   Skrifstofustjóri