Íbúaþingi frestað til hausts

Af óviðráðanlegum orsökum hefur íbúaþingi sem halda átti laugardaginn 5. maí verið frestað til haustsins.   Þess í stað verður boðið til íbúafundar síðar í mánuðinum.   Bæjarstjóri 

Tónleikar í sal FSN í kvöld

Vaskir nemendur í Stórsveit Snæfellsness halda þrenna tónleika í byrjun maí. Stórsveitin er skipuð nemendum í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og er fyrsta starfsári hennar að ljúka. Tónleikarnir verða skemmtilegir fyrir alla aldurshópa. Við leggjum mikið upp úr að lögin séu skemmtileg og einnig að sé góður hljómur en leigt hefur verið gott hljóðkerfi fyrir alla tónleikanna. Miðaverð er aðeins kr. 1000 en frítt er fyrir börn og ungmenni að 18 ára aldri.   Tónleikarnir í Grundarfirði eru þeir síðustu í röðinni og verða haldnir í sal Fjölbrautaskóla Snæfellinga.Þessir tónleikar eru í samstarfi við Menningarráð Vesturlands.  

Gerum fínt!

Vorið er komið – og tími til að taka til hendinni!   Fimmtudaginn 3. maí 2012 stendur UMFG fyrir tiltektardegi og samveru á íþróttavellinum.   Markmiðið er að gera íþróttavöllinn og umhverfi hans snyrtilegt og aðlaðandi fyrir sumarið.   Íþróttasvæðið er nýtt á sumrin fyrir frjálsíþróttaæfingar, fótboltann, æfingar bæði yngri og eldri liða, þar eru haldnir fótboltaleikir og fjölmargir nýta sér hlaupabrautirnar til að ganga eða hlaupa á. Auk þess blasir íþróttasvæðið við þegar komið er inn í bæinn. Það skiptir því miklu máli að svæðið sé bæði snyrtilegt og sem hentugast til notkunar.  

Kartöflugarðar á Kvíabryggju

Íbúum Grundarfjarðar er boðið upp á garðlönd við Kvíabryggju. Þeir sem vilja þiggja það geta snúið sér til starfsmanna Kvíabryggju. Þeir sem vilja vera með á póstlistanum okkar snúi sér beint til Sunnu, sunnabar (hjá) aknet.is.   Garðyrkjuvakt kvenfélagsins