Duglegir skólakrakkar

    Krakkar úr 4. bekk grunnskólans tóku sig til ásamt   kennaranum sínu í morgun og löbbuðu um bæinn og týndu rusl. Þau komu svo við í þvottahúsinu hjá Bibbu og fengu þar hressingu.  Duglegir krakkar þarna á ferð.

Bókasafn Grundarfjarðar

Lokað vegna veikinda. Hægt er að svara fyrirspurnum. Hafið samband í netfang bókasafnsins bokasafn @ grundarfjordur.is.  

Bókasafn Grundarfjarðar

 Lokað vegna veikinda í dag, miðvikudag.

Aðalsafnaðarfundur Setbergssóknar

  Aðalsafnaðarfundur Setbergssóknar      verður haldinn miðvikudaginn 30. maí nk. í    Safnaðarheimili Grundarfjarðarkirkju kl.   20.00.     Dagskrá:   Venjuleg aðalfundarstörf     Vonumst til að sjá sem flesta   Sóknarnefndin.

Sumartími á bókasafninu

Frá 1. júní verður opið á fimmtudögum kl. 13-18. Lánþegar bókasafnsins geta komið og fengið útlán í 2-3 mánuði, eftir ástæðum. Upplýsingar um bókakost safnsins eru á Gegni.is. Kynnið ykkur einnig aðra gagnagrunna sem eru hrein viðbót við bókasöfn landsins. Til að læra að meta niðurstöður leita á Internetinu má kynna sér leiðbeiningar á leiðbeiningasíðunni. 

Blóðsöfnun í Grundarfirði

Við verðum með blóðsöfnun í Grundarfirði miðvikudaginn 23. maí. milli klukkan 10:00 - 17:00 við Samkaup Úrval. Sjá meðfylgjandi auglýsingu. Vonumst til að sjá sem flesta.  

Útskrift Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 25. maí í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl. 15.00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans. Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari. 

Vel heppnaður íbúafundur

Þriðjudaginn 15. maí var haldinn fjórði íbúafundurinn í Grundarfirði á kjörtímabilinu. Fundirnir hafa ávallt verið vel sóttir og voru fundarmenn nú liðlega 40.   Á fundinum var farið yfir framkvæmdir ársins, fjármál, sorpmál og umhverfismál almennt. Þá kynnti Björg Ágústsdóttir svæðisgarð á Snæfellsnesi og Anna Júnía Kjartansdóttir kynnti verkefni nema við Fjölbrautaskólann sem kallaðist "Fyrir mér er Grundarfjörðru heima - Framtíðarsýn til 2025".   Að loknum erindum voru almennar umræður og fyrirspurnir.   Meðfylgjandi eru glærur frá fundinum.    

Sumaropnun sundlaugarinnar

Í sumar verður sundlaugin opin alla daga frá 19. maí til 19. ágúst. Virka daga verður opið kl. 07-20 og um helgar kl. 10-17.   Frítt verður í sund á laugardaginn, 19. maí.

Matís opnar starfsstöð í Grundarfirði

Matís hefur nú ákveðið að opna starfsstöð í Grundarfirði. Ráðnir hafa verið tveir starfsmenn og fyrst um sinn verða þeir með aðstöðu í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.   Á vef Matís er fyrirtækið skilgreint sem "þekkingar og rannsóknafyrirtæki sem vinnur að þróun og nýsköpun i matvælaiðnaði, líftækni og matvælaöryggi. Matís veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu. Sem dæmi kemur Matís að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir fyrirtæki og hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi gæði og öryggi matvæla".   Þessi ákvörðun Matís um uppbyggingu á starfsemi við Breiðafjörð er ekki síst tekin vegnar frumkvæðis Snæfellinga. Fjölmargir möguleikar eru til eflingar á matvælaiðnaði á svæðinu og mörg ónýtt tækifæri fyrir hendi. Til að nýta þau þarf öflugt rannsóknar- og þróunarstarf. Starfsemi Matís á svæðinu er því lykilatriði í sókn að verðmætari vörum og betri nýtingu afurða.   Sjá frétt á vef Matís um uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins við Breiðafjörð.