Jólahlaðborð eldri borgara

Hið glæsilega jólahlaðborð eldri borgara,verður haldið  á Hótel Framnesi  30 nóvember kl. 19:00. Gestir eldri borgara eru velkomnir. Skráning hjá Óla Jóni Ólasyni, form. í síma 438 1375 og 864 2419   Stjórnin.    

Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2012/2013

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 628/2012 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2012/2013.    

Spilakvöld Hjónaklúbbsins

Fyrsta spilakvöld Hjónaklúbbsins af þremur verður haldið á Kaffi 59 mánudaginn 26 nóvember kl 20:30.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennurum.

Danska            50%  staða Félagsgreinar  50%  staða Laun greiðast samkvæmt stofnanasamningi skólans. Skólinn er framhaldsskóli með áfangasniði þar sem í boði eru stúdentsbrautir, almenn námsbraut og starfsbraut. Skólinn er með framhaldsskóladeild á Patreksfirði. Helstu áherslupunktar í kennsluháttum skólans eru  nýting upplýsingatækni í skólastarfi, fjölbreyttar verkefnamiðaðar kennsluaðferðir og námsmat með sérstakri áherslu á leiðsagnarmat.  

Tónleikar - Hljómsveitin Valdimar ásamt Stórsveit Snæfellsness í Grundarfirði

Hljómsveitin Valdimar heldur tónleika í Samkomuhúsi Grundarfjarðar 22. nóvember í tilefni af nýútkominni plötu þeirra félaga sem heitir Um Stund en nokkur lög af henni hljóma í útvarpinu alla daga. Þetta verða stórkostlegir tónleikar sem enginn Snæfellingur má missa af. Stórsveit Snæfellsness sem skipuð er nemendum úr FSN mun einnig koma fram á þessum tónleikum og leika nokkur létt og skemmtileg lög.Miðaverð er aðeins kr 2000 og eru allir velkomnir á tónleikanaHúsið opnar kl 19 en tónleikarnir hefjast kl 20.  

Sími í íþróttahúsi

Síminn í íþróttahúsinu er kominn í lag. 

Bæjarstjórnarfundur

154. fundur bæjarstjórnarfundur verður haldinn í grunnskólanum fimmtudaginn 22. nóvember 2012, kl. 17:00.   Dagskrá fundarins:  

Spurningin á heimasíðunni

Spurt var í síðustu viku hvenær Eyrbyggja - Sögumiðstöð hafi verið stofnuð. Hún var stofnuð árið 2003.

Bilun á síma í íþróttahúsi

Síminn í íþróttahúsi er lokaður vegna viðgerða. Látið verður vita þegar viðgerð er lokið.   

Félagsvist

Félagsvist í Samkomuhúsinu miðvikudaginn 21. nóvember kl. 20:00 Allir velkomnir   Félag eldri borgara í Grundarfjarðarbæ