Karlakaffi í dag

Minnum á karlakaffið í dag klukkan 14:00 í Verkalýðsfélagshúsinu. Allir velkomnir.   

Auglýsing um kjörfund vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Kjörfundur, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs til breytinga á stjórnarskránni, verður haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar laugardaginn 20. október 2012. Kjörfundur stendur yfir frá kl. 10:00 til kl. 22:00. Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum.   Kjörstjórn Grundarfjarðar  

Lokað föstudaginn 19. október.

Grundarfjarðarbær efnir til starfsmannadags með öllum starfsmönnum bæjarins föstudaginn 19. október 2012. Af þeim sökum verða allar stofnanir Grundarfjarðarbæjar, nema höfnin og áhaldahús, lokaðar þann dag.      

Seinkun á kvikmyndahátíð

Vegna aukinnar aðsóknar í ferðaþjónustu í Grundarfirði í febrúar- og marsmánuði á næsta ári verður hátíðin ekki haldin í mars 2013 eins og gert var ráð fyrir.   Ástæðan á bakvið þessa gífurlegu aukningu eru háhyrningar sem koma inn í fjörðinn á þessum árstíma og hafa laðað að fjölda ferðamanna. Hátíðin verður þ.a.l. færð fram í nóvember 2013 en nákvæmar dagsetningar verða tilkynntar innan skamms.   Northern Wave  

Brönubréf

Með þessu bréfi viljum við undirrituð biðla til afkomenda Elísar Gíslasonar og Vilborgar Jónsdóttur frá Vatnabúðum, sem og allra velunnara þess að byggt verði skýli yfir bátinn Brönu sem hefur verið varðveittur í Sögumiðstöðinni Grundarfirði um nokkurra ára skeið.   Hugmynd hefur komið fram um að skýli verði reist fyrir bátinn í króknum við Sögumiðstöðina með gluggum í austurátt svo sjá megi bátinn einnig utanfrá , en til slíkra framkvæmda skortir fjármagn.  

Vinahúsið - Karlakaffi

Hið vinsæla karlakaffi mun opna þriðjudaginn 16.10.12 og verður framvegis opið á þriðjudögum kl 14:00 – 16:00 í húsi verkalýðsfélagsins við Borgarbraut.   Allir velkomnir í umræðuhópinn.    

Heilsugæslustöðin Grundarfirði

Hin árlega inflúensubólusetning er hafin á Heilbrigðisstofnun Vesturlands-Grundarfirði.   Bólusett verður frá kl. 11-12 og 13-14 alla virka daga nema föstudaga frá 15.- 26. október  n.k.   Ef óskað er eftir öðrum tíma þarf að panta hann.  

Tíðindi frá Grundarfjarðarbæ

Lesa má hér tíðindi frá Grundarfjarðarbæ.  

Bæjarstjórnarfundur

152. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 11. október 2012, kl. 16:30. Að þessu sinni verður fundurinn í Grunnskólanum.   Fundir bæjarstjórnar eru opnir og öllum velkomið að fylgjast með þeim.   Dagskrá fundarins: 

Grunnskólabörn

Þessi flotti hópur grunnskólabarna ásamt kennara sínum nýttu tækifærið og fóru í gönguferð í góða veðrinu í gær.    Mynd: Sverrir Karlsson