Aðalfundur Foreldrafélags

Foreldrafélag Leikskólans Sólvalla boðar til aðalfundar Í DAG  þriðjudaginn 25.september kl. 20:00  í húsnæði leikskólans.   Dagskrá fundar: 1.     Skýrsla um starfsemi félagsins 2.    Lögð fram breytingatillaga á lögum foreldrafélagsins 3.    Ársreikningur 4.    Kosning nýrrar stjórnar 5.    Önnur mál  

Fréttir úr skólastarfinu

  Skólastarfið hefur farið vel af stað hjá okkur, nemendur og kennarar brosandi út að eyrum. Í vetur eru 100 nemendur skráðir í skólann í 1. – 10. bekk.  Á yngsta stigi, 1. – 4. bekk eru 45 nemendur,  26 drengir og 19 stúlkur,  á miðstigi,  5. – 7. bekk eru 28 nemendur, 7 drengir og 21 stúlka,  á elsta stigi eru  28 nemendur, 10 drengir og 17 stúlkur.   Tveir nýir kennarar hafa bæst í starfsmannahópinn en það eru þau Helga Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólastjóri og umsjónarkennari í 6. og 7. bekk  og Jóhannes Guðbjörnsson íþróttakennari og umsjónarkennari í 6. og 7. bekk.  Bjóðum við þau hjartanlega velkomin til starfa í skólanum okkar.

Síðustu dagar ljósmyndasamkeppninnar 2012

Minnum á að lokaskiladagur ljósmynda í ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2012 er 30. september.   Sjá nánar fyrirkomulag og reglur keppninnar.  

Skemmtileg störf í boði

Félags-og skólaþjónustan auglýsir.   Liðveisla Okkur vantar starfsfólk í félagslega liðveislu ungs fólks með fötlun í Grundarfirði, Snæfellsbæ og Stykkishólmi. Vinnutími virka daga, tímasetning skv. samkomulagi.   Skammtímavistun á Gufuskálum Okkur vantar karlmann í vaktavinnu í Skammtímavistun fatlaðra ungmenna á Gufuskálum í Snæfellsbæ. Vinnutími  önnur hver helgi tímabilið september - maí   ·        Lágmarksaldur starfsmanna  er 18 ára ·        Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð ·        Laun skv. kjarasamningi sveitarfélganna og SDS     Umsóknir berist til Svanhvítar Sjafnar Skjaldardóttur, ráðgjafa FSS Klettsbúð 4, 360  Snæfellsbæ eða netfangið svanhvit@fssf.is.             Forstöðumaður  

Blóðbankabíllinn

Blóðabankabíllinn verður í Grundarfirði við Samkaup-Úrval miðvikudaginn 19. september kl.10.00 - 17.00. Allir velkomnir.

Síðustu skemmtiferðaskip sumarsins

Ljósmyndari: Tómas Freyr Kristjánsson   Grundarfjörður tók heldur betur vel á móti síðustu skemmtiferðaskipum sumarsins í morgun. Einmuna blíða og spegilsléttur sjór og bærinn fylltist fljótt af iðandi mannlífi.  

Menningarráð Vesturlands auglýsir menningarstyrki fyrir árið 2013. Umsóknarfrestur rennur út 18. nóvember 2012.

Stofn og rekstrarstyrkir. Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Stuðla að nýsköpun í menningarstarfsemi og styðja við starfsemi sem fjölgar atvinnutækifærum á Vesturlandi. Umsækjendur geta verið , félög, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi.  

Langar þig að prófa eitthvað nýtt og skemmtilegt?

Helgina 5.-7. október ætlar ungmennaráð UMFÍ og 0% að hittast og eyða saman helginni á Laugum í Sælingsdal. Öll ungmenni á aldrinum 16-30 ára sem vilja hittast og skemmta sér án vímuefna eru velkomin.      

Rauði kross Íslands

Vinna við verkefnið „Föt sem framlag“ ungbarnapakka til Hvíta- Rússlands hefst fimmtudaginn 20.09.2012 milli kl 14 – 16, í salnum við bókasafnið á Borgarbraut. Allir velkomnir til hjálpar við þetta verkefni. Okkur vantar sérstaklega efni í teppi, (gamla náttsloppa, stórar fleece peysur) eða annað sem breyta má. Einnig eru vel þeginn öll föt á ungbörn, samfellur, peysur, húfur, buxur, þykka sokka.   Grundarfjarðardeild rauða kross Íslands

Bæjarstjórnarfundur

151. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 13. september 2012, kl. 16:30.