Boðskort á útskrift

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 20. desember í hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.   Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari  

Tónlistarskóli Grundarfjarðar

Tónlistarskóli Grundarfjarðar kynnir með stolti nýútgefinn geisladisk. Um er að ræða lifandi upptökur með skólahljómsveit, söngnemendum og kirkjukór Setbergsprestakalls frá jólatónleikum skólans frá desember 2012 ásamt upptökum söngnemenda  í desember 2013 í Stúdíó Stórakrók. Geisladiskurinn fæst í Samkaup Grundarfirði.        

Kæru íbúar Grundarfjarðar

Heilsugæslan vill minna á að síðustu dagarnir til að panta lyf fyrir jólin eru 19. og 20. desember. Opið er fyrir pantanir alla virka daga frá 9-12 og 13-16 í síma: 432-1350 og 432-1354. Hægt er að fá tíma í blóðprufur þriðjudaginn 17. desember en svo verða ekki teknar blóðprufur fyrr en þriðjudaginn 7.janúar. Tekið er á móti bókunum hjá ritara. Heilsugæslan verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag.   Jólakveðja, Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Grundarfirði        

Bæjarstjórnarfundur

165. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu þriðjudaginn 17. desember 2013, kl. 16:30.   Dagskrá:  

Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði föstudaginn 3. janúar  n.k.   Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350  

Kirkjufell fær stórkostlega athygli

Bæjarfjallið okkar, Kirkjufell, fær stórkostlega athygli á hinum stóra netmiðli Huffington Post í Bandaríkjunum.  Þeir birta myndir eftir ýmsa ljósmyndara og lýsa svæðinu sem draumalandi. Sjá umfjöllun hér.  

Tónleikar tónlistarskólans

Tónlistarskóli Grundarfjarðar hélt sína árlegu jólatónleika í gær. Nemendur skólans spiluðu og sungu úrval jólalaga. Tónleikarnir voru mjög hátíðlegir og stóðu nemendur sig vel í flutningi sínum. Fleiri myndir frá tónleikunum eru á Facebooksíðu bæjarins.      

Jólatónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Jólatónleikar tónlistarskóla Grundarfjarðar verða haldnir í sal FSN á fimmtudaginn 12. desember kl. 18:00. Hlökkum til að sjá ykkur.   Ýtið á mynd til að stækka    

Spennandi atvinnutækifæri

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir starfsfólki í heimaþjónustu í Grundarfirði   ·       Um er að ræða ýmist heil eða hálf stöðugildi félagsliða í heimaþjónustu sveitarfélaganna. ·       Heilsársstörf; daglegur vinnutími 9 – 17 eða 8-16 ·       Góð starfsaðstaða- aðbúnaður og kjör í boði ·       Upphaf starfs er 3. jan 2014 ·       Laun skv. kjarasamningi sveitarfélaganna og SDS   Umsóknir er tilgreina menntun og fyrri störf ásamt sakavottorði berist skrifstofu FSS, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ eða á netföngin berghildur@fssf.is    Upplýsingar veitir Berghildur á skrifstofutíma, í tölvupósti ellegar í síma 430 7800   Umsóknarfrestur er til 20. desember   Forstöðumaður  

Bókasafnið í Sögumiðstöðinni

Við bjóðum uppá kaffi, jólate og auðvitað piparkökur alla jólaföstuna. Bókakynningar verða á bókasafninu alla opnunardaga um fimmleytið. Fimmtudaginn 5. des. skoðum við barnabækurnar og föndrum og heklum kl. 16-18. Fylgist með á Facebook og Geymið Jökul bæjarblað.