Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja

Grundarfjarðarbær býður, líkt og hin síðari ár, lífeyrisþegum niðurgreidda þjónustu við garðslátt í sumar. Umsóknareyðublöð um garðslátt liggja á bæjarskrifstofu. Einnig er hægt að sækja um gegnum tölvupóst eða síma.   Gjaldskrá Umsóknareyðublað  

Starf framkvæmdarstjóra Svæðisgarðs

Starf framkvæmdarstjóra Svæðisgarðs Snæfellsness, sjá auglýsingu hér.   

Guðsþjónusta

Guðsþjónusta verður í Grundarfjarðarkirkju á fimmtudag, Uppstigningardag 29. maí kl.11:00. Dagur eldri borgara, ræðumaður er Óli Jón Ólason, kór eldri borgara syngur.   Allir velkomnir.

Dagskrá Sjómannadagshelgarinnar í Grundarfirði 2014

Dagskrá Sjómannahelgarinnar:

Menningarráð Vesturlands

Síðastliðið haust sótti Grundarfjarðarbær um tvennskonar styrki til Menningarráðs Vesturlands.   Sótt var um styrk til Menningarsamnings Vesturlands að fjárhæð 800.000 kr. til hönnunar og skipulags á Paimpolgarðinum í Grundarfirði. Markmið verkefnisins er að gera garðinn að skemmtilegu og fallegu svæði sem nýtist bæjarbúum jafnt sem gestum. Þá er markmiðið að efla samstarf enn frekar við Paimpol í Frakklandi og hefja samstarf við Landbúnaðarháskóla Íslands. Grundarfjarðarbær fékk úthlutað 400.000 kr. til þessa verkefnis.   Þá sótti Grundarfjarðarbær um 400.000 kr. stofn- og rekstrarstyrk vegna verkefnis tengdu Bæringsstofu. Markmiðið með verkefninu er að bjarga myndefni sem að Bæring Cecilsson skildi eftir sig í Grundarfirði. Um er að ræða tuga klukkustunda af VHS upptökum sem koma á í stafrænt form. Markmiðið er að bjarga spólunum frá eyðileggingu og þannig að varðveita þann menningararf sem Bæring Cecilson skildi eftir sig í Grundarfirði. Myndefnið er ómetanleg heimild um uppbyggingu og sögu Grundarfjarðarbæjar. Menningarráð Vesturlands úthlutaði 200.000 kr. til verkefnisins.  

Sameiginlegur framboðsfundur

Sameiginlegur framboðsfundur D-listans og L-listans verður haldinn í samkomuhúsi Grundarfjarðar, sunnudagskvöldið 25. maí kl. 20:00.   Nú er tækifæri að kynna sér málefnin.   Vonumst til að sjá sem flesta.   Frambjóðendur í Grundarfirði

Skólastefna

Skólastefna Grundarfjarðarbæjar var samþykkt í lok apríl og hefur henni verið dreift á öll heimili í sveitarfélaginu. Setning skólastefnu er mikilvægur áfangi í skólamálum en hún er sá grunnur sem skólarnir byggja starfsemi sína á.   Vinna við undirbúning að mótun heildstæðrar skólastefnu fyrir Grundarfjarðarbæ hófst af fullum krafti í september 2013. Gunnar Kristjánsson fyrrverandi skólastjóri, var ráðinn til að verkstýra ferlinu og kosin var stýrihópur af Bæjarstjórn.   Skólastefna Grundarfjarðarbæjar

Sumarnámskeið fyrir börn fædd á árunum 2001 - 2008

Í ár sem fyrri ár er boðið upp á glæsileg sumarnámskeið fyrir elsta árgang leikskólans og yngri árganga grunnskólans. Ólöf Rut Halldórsdóttir hefur umsjón með námskeiðunum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Skráningareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu bæjarins og á bæjarskrifstofunni. Nauðsynlegt er að skráning fari fram fyrir kl 12.00 á föstudegi eigi barn að byrja á námskeiði á mánudegi í vikunni á eftir. Systkinaafsláttur fyrir 2. barn er 35% og fyrir þriðja barn 70%.    

Siðareglur kjörinna fulltrúa

Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ hafa verið staðfestar af innanríkisráðuneytinu.   Samkvæmt sveitarstjórnarlögum ber sveitarstjórnum að setja sér siðareglur og samþykkti bæjarstjórn siðareglur í mars sl.   Siðareglurnar eru aðgengilegar hér á vefsíðu bæjarins undir flipanum "Stjórnsýsla - stjórnun".   Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ    

Kartöflugarðar

  Boðið er upp á kartöflugarða á Kvíabryggju eins og síðustu sumur. Hafið samband við vaktsímanúmer Kvíabryggju, 438 6827.