Konur í Sögumiðstöðinni

 Konur sögðu: „ Verði bær“    Myndasýning í Bæringsstofu um uppbyggingu þéttbýlis í Grundarfirði.                      

Rauðikrossinn í Grundarfirði

Það er komið vor í loftið og vaskir sjálfboðaliðar Rauðakrossins í Grundarfirði pakka saman verkefnum eftir vetrarönnina.    

Bæjarstjórnarfundur

172. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, þriðjudaginn 29. apríl 2014, kl. 16:30.   Dagskrá fundarins: 

Tækifæri til að kynna sér svæðisskipulagstillögu fyrir Snæfellsnes

Svæðisskipulag fyrir Snæfellsnes hefur verið í vinnslu síðan á vormánuðum 2012 og liggur nú fyrir tillaga sem svæðisskipulagsnefnd hefur samþykkt að kynna fyrir almenningi í samræmi við 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga. Tillöguna má nálgast hér: ssk-snaef.alta.is.   Íbúar Snæfellsness og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér tillöguna og senda ábendingar eða athugasemdir sínar til svaedisgardur@svaedisgardur.is fyrir 5. maí nk.    Svæðisskipulagið er það sem kalla má stefnumarkandi skipulagsáætlun (strategic spatial plan). Það þýðir að skipulagið setur fram heildstæða almenna stefnu sem segir í hvaða átt menn ætla að ganga og í grófum dráttum hvernig, en útfærir ekki landnotkun eða grunngerð á uppdrætti eða setur nákvæma skipulagsskilmála.  Öll kort með tillögunnu eru því til skýringar en ekki bindandi.  

Fjölbrautaskóli Snæfellinga auglýsir eftir framhaldsskólakennurum.

Tvær stöður raungreinakennara. Meðal kennslugreina eru eðlis-, efna-, jarð- og líffræði. Hálf staða spænskukennara.  

Rétturinn til að lesa rafbækur

Frá Bókasafni Grundarfjarðar Yfirlýsing EBLIDA - Rétturinn til að lesa rafbækur, stefna bókasafna í Evrópu.   65 þúsund bókasöfn og notendur þeirra – 100 milljónir lagt af stað í þá vegferð að fá ESB til að uppfæra höfundarréttarlög þar sem skýrt kemur fram að bókasöfnin geti uppfyllt hlutverk sitt áfram á 21. öldinni sem er að veita öllum Evrópubúum aðgengi að þekkingu á bókasöfnunum bæði á staðnum og gegnum netið. Framtíðin einnig á íslensku. Rafbækur í bókasöfnin      

Sumardagurinn fyrsti

Grundfirðingar ætla að fagna komandi sumri og gera sér glaðan dag á sumardaginn fyrsta. Hátíðarhöldin hefjast með skátamessu í Grundarfjarðarkirkju kl. 11:00. Að lokinni messu verður farið yfir í íþróttahúsið og þar hefst skipulögð dagskrá sem stendur til kl. 13:00.   Sögumiðstöðin tekur þátt í fyrsta Safnadegi Vesturlands. Húsið verður opið frá Kl. 14:00 – 17:00. Gestum og gangandi verður boðið í kaffi og vöfflur. Í Bæringsstofu verður saga kvenfélagsins rakin í máli og myndum. Munir grundfirskra listakvenna verða til sýnis í Sögumiðstöðinni. Ingi Hans Jónsson opnar Sögustofuna á heimili sínu að Læk. Hann tekur á móti gestum milli klukkan 16:00 og 18:00.  

Fermingarmessa í Grundarfjarðarkirkju

Sunnudaginn 27. apríl verður fermingarmessa í Grundarfjarðarkirkju kl. 11:00.   Fermingarbörnin eru: Amelía Rún Gunnlaugsdóttir Ágústa Bjarney Kjartansdóttir Ágústa Hrönn Smáradóttir Karen Rut Ragnarsdóttir 

Bókasafn, páskar og vorið

Bókasafið er opið virku dagana í Dymbilviku kl. 14-18. Myndir rúlla í Bæringsstofu og heitt og kalt á könnunni. Kíkið á úrval ræktunarbóka; kryddjurtir, grænmeti, klipping trjáa og runna og hönnun garðsins.            Fylgist með á Facebook.   Allir eru velkomnir í Sögumiðstöðina. Hlýleg setustofa, barnaleiksvæði, bókasafnið, upplýsingamiðstöð og Bæringsstofa. Þráðlaust (WiFi). Bókafjör - Joy of books  #  Íslensk og erlend tímarit # Bækur í boði  

Bjartsýni

Bjartsýni okkar Grundfirðinga er mikil og góð. Það var rétt búið að panta götusóp Þegar byrjaði að snjóa sem aldrei fyrr.   Nokkuð ljóst má telja að götusópur kemur ekki hingað næstu daga, því snjóað hefur látlaust í allan dag og kalla þurfti út snjómoksturstæki. Í vorskapi okkar vorum við búin að ákveða að þetta yrði bara smá slydda sem færi á morgun. Við höldum þó bjartsýni okkar áfram og vonum að það náist að hreinsa götur fyrir páska, en betra er að lofa engu.   Góða helgi!