Vorboðinn ljúfi – endurnýjuð umhverfisvottun!

Endurnýjuð umverfisvottun sveitafélaga á Snæfellsnesi. Sjá frétt hér   

Götusópur

Síðustu daga hefur verið unnið að því að hreinsa gangstéttar þar sem tæki komast að og er nú komið að því að fá götusóp.   Þó frekar vetrarlegt sé um að litast á þessari stundu eru íbúar hvattir til þess að sópa gangstéttar fyrir utan heimili sín svo sem kostur er því gert er ráð fyrir að götusópun hefjist á sunnudag ef veður leyfir.   Æskilegt er að bílar séu færðir á meðan götusópur fer yfir en erfittt er að segja til um hvenær hver gata verður hreinsuð. Bíleigendur eru beðnir að hafa augu og eyru opin og færa bíla sína þegar götusópur nálgast.

Ársreikningur 2013

Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar árið 2013 var tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn 9. apríl sl.   Rekstrarniðurstaða ársins var mun betri en áætlun gerði ráð fyrir eða rekstrarafgangur upp á 24,6 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir rekstrarafgangi upp á 1,8 millj. kr. Árið 2012 var rekstrarafgangur 108 millj. kr. en hann byggðist að stærstum hluta á endurútreikningi gengistryggðra lána.   Lausafjárstaða styrktist mjög á árinu 2013 og var handbært fé í árslok liðlega 63 millj. kr. en var 31 millj. kr. árið áður.   Afborganir lána voru 59 millj. kr. hærri en lántökur á árinu þannig að áfram er unnið að því að greiða niður skuldir sveitarfélagsins. Hlutfall skulda af tekjum sveitarfélagsins var 173,1% í árslok en var 180,3% árið áður.  

Rétt skráning lögheimilis þann 10. maí vegna kjörskrár

Laugardaginn 10. maí 2014 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 31. maí nk. Fyrir þann tíma þarf lögheimili að vera skráð á réttum stað. Sjá nánar hér.  

Sumarstörf í áhaldahúsi, sundlaug, upplýsingamiðstöð og aðstoð á sumarnámskeiði

Grundarfjarðarbær leitar að sumarstarfsmönnum sem hafa ríka þjónustulund, eru stundvísir, áreiðanlegir og vinnufúsir.   Laus eru til umsóknar sumarstörf við eftirtaldar stofnanir:  

Aðalfundur Ungmennafélags Grundarfjarðar

Aðalfundur Ungmennfélags Grundarfjarðar veður haldin miðvikudaginn 16.4.2014 í Sögumiðstöðinni kl. 20.30. 

Bæjarstjórnarfundur

171. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu miðvikudaginn 9. apríl 2014, kl. 16:30.   Dagskrá fundarins:  

Árshátíð Grunnskóla Grundarfjarðar

Árshátíð Grunnskóla Grundarfjarðar verður þriðjudaginn 8. apríl kl 17.00 í samkomuhúsinu í Grundarfirði.   Nánari upplýsingar hér.

Samstarfssáttmáli Svæðisgarðs Snæfellsness

Föstudaginn 4.4.´14 var undirritaður samstarfssáttmáli um stofnun og rekstur Svæðisgarðsins Snæfellsness - sem er fyrsti svæðisgarður á Íslandi. Að því standa sveitarfélögin fimm á Snæfellsnesi, félagasamtök í atvinnulífi (búnaðarfélög, Ferðamálasamtökin og Snæfell, félag smábátaeigenda) og SDS, stéttarfélag. Svæðisgarður snýst um að koma á fjölþættu samstarfsneti aðila á svæðinu. Samstarfsaðilarnir gera sér far um að nýta sérstöðu Snæfellsness við uppbyggingu fjölbreyttara og styrkara atvinnulífs og þjónustu. Snæfellingar nýta svæðisskipulag sem tæki í þessari vinnu, þar sem sameiginleg sýn um auðlindir og þróun Snæfellsness er fest í sessi. Merkilegt frumkvöðlaverkefni Snæfellinga - horft til langs tíma og varanlegu samningssambandi aðila komið á.  

Sumarstarf í Sögumiðstöðinni

Sögumiðstöðin, menningar- og upplýsingamiðstöð Grundarfjarðarbæjar, auglýsir eftir starfsmanni í hlutastarf í sumar. Starfið felst í upplýsingagjöf til ferðamanna, móttöku gesta í Sögumiðstöð og léttum þrifum. Leitað er að einstaklingi með ríka þjónustulund, góða tungumálakunnáttu og þekkingu á umhverfi og staðháttum í Grundarfirði. Upplýsingar um starfið veitir markaðs- og menningarfulltrúi í síma 895-7110. Umsóknir sendist í netfang alda@grundarfjordur.is   Umsóknarfrestur er til 16. apríl.