Ársreikningur Grundarfjarðarbæjar árið 2013 var tekinn til fyrri umræðu í bæjarstjórn 9. apríl sl.
Rekstrarniðurstaða ársins var mun betri en áætlun gerði ráð fyrir eða rekstrarafgangur upp á 24,6 millj. kr. en áætlun gerði ráð fyrir rekstrarafgangi upp á 1,8 millj. kr. Árið 2012 var rekstrarafgangur 108 millj. kr. en hann byggðist að stærstum hluta á endurútreikningi gengistryggðra lána.
Lausafjárstaða styrktist mjög á árinu 2013 og var handbært fé í árslok liðlega 63 millj. kr. en var 31 millj. kr. árið áður.
Afborganir lána voru 59 millj. kr. hærri en lántökur á árinu þannig að áfram er unnið að því að greiða niður skuldir sveitarfélagsins. Hlutfall skulda af tekjum sveitarfélagsins var 173,1% í árslok en var 180,3% árið áður.