Bæjarstjórnarfundur

191. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 10. desember 2015, kl. 16:30.  

Íþróttahús Grundarfjarðar

Íþróttahúsið mun loka kl.15.00. í dag vegna veðurs. Allar íþróttir falla því niður í dag.    

Ertu með viðskiptahugmynd tengda ferðaþjónustu?

    Startup Tourism er nýr viðskiptahraðall (e. Business accelerator) á vegum Klak Innovit sem miðar að því að bæta faglega undirstöðu hjá nýjum fyrirtækjum í ferðaþjónustu auk þess að stuðla að dreifingu ferðamanna um landið allt árið um kring. Vinnusmiðja í Startup Tourism verður haldin í Hugheimum, Bjarnarbraut 8 í Borgarnesi þann 10. desember næstkomandi og stendur frá kl. 10:00 til 18:00.  

Landnemaskóli 2 - skráningarfrestur til 15. desember

    Frestur til að skrá sig í Landnemaskóla 2 hefur verið framlengdur til 15. desember.  Skólinn er ætlaður íbúum Snæfellsness af erlendum uppruna sem vilja bæta við sig íslenskukunnáttu en æskilegt er að þátttakendur hafi grunnþekkingu á íslenskri tungu.   Athugið að hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjaldinu til verkalýðsfélaganna.  

Lokanir vega vegna veðurs

    Athugið að vegna slæmrar veðurspár verður Vatnaleið, Fróðárheiði og Búlandshöfða lokað fyrir umferð frá klukkan 18:00 í dag. Þeim tilmælum er einnig beint til fólks að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu meðan óveðrið gengur yfir.    Hafið samband við 112 Neyðarlínu ef aðstoðar er þörf.

Mokstur frá sorptunnum

      Vinsamlega athugið að mikilvægt er að mokað sé frá sorptunnum í bænum svo þær, sem og leiðin að þeim, séu aðgengilegar fyrir sorphirðufólkið. Sorphirða verður næst þriðjudaginn 8. desember. Það getur verið talsvert puð að draga fullar tunnur og enn erfiðara ef mikill snjór er í veginum.  

Jólatónleikar