Sundlaug Grundarfjarðar

Lokað verður í heitu pottana í Sundlaug Grundarfjarðar föstudaginn 5. júní vegna viðhalds.    

Svarti hnjúkur í Sögumiðstöðinni

 

Aðalfundur Ferðafélags Snæfellsness

Aðalfundur Ferðafélags Snæfellsness verður haldinn í dag 2. júní kl 17:00 í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði. Venjuleg aðalfundarstörf. Verið velkomin og takið með ykkur gesti.    

Sjómannadagurinn 2015

 

Aðalfundur dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjól

Aðalfundur dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjól verður haldinn í matsal heimilisins þriðjudaginn 9. júní 2015 og hefst kl. 19.30.  

Hreinsunardagar í Grundarfirði

 

Íbúð fyrir eldri borgara

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 38 í Grundarfirði er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 20% hlutareign. Íbúðin er tveggja herbergja, 65 ferm. auk 23 ferm. bílskúrs, alls 88 ferm.  

Hreinsunardagar í Grundarfirði

Tökum höndum saman dagana 28. maí -1. júní nk. og hreinsum og fegrum bæinn okkar fyrir sumarið. Með samstilltu átaki má lyfta Grettistaki í því að fegra nærumhverfið og eigin lóðir. Mánudaginn 1. júní nk. munu starfsmenn bæjarins fara um og hirða rusl sem komið hefur verið fyrir í pokum við lóðarmörk. Að öðru leyti er bent á opnunartíma gámastöðvarinnar. Sýnum í verki hvað hægt er að gera með samstilltu átaki allra bæjarbúa. Hreinn bær okkur kær!   Gleðilegt sumar!   Grundarfjarðarbær  

Frá Tónlistarskólanum í Grundarfirði

Innritun vegna náms í Tónlistarskólann er hafin. Öll börn í Grunnskólanum hafa fengið eyðiblað með heim, en einnig er hægt að nálgast það á bæjarskrifstofunni eða hér á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar.  Umsóknareyðiblöðum má skila annaðhvort til skólaritara Grunnskólans eða á bæjarskrifstofuna.    Hér má sjá yfirlit yfir framboð kennslugreina. Hér má nálgast umsóknareyðublað.   Vonumst til að sjá sem flesta í haust, Starfsfólk Tónlistarskólans.  

Vortónleikar Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Árlegir vortónleikar tónlistarskólans fóru fram sunnudaginn 17. maí. Nemendur skólans fluttu fjölbreytta tónlist og stóðu sig með stakri prýði. Gestir voru á einu máli um að tónleikarnir hefðu tekist sérlega vel til.  Að loknum tónleikunum var skólaárinu slitið og nemendur útskrifaðir með góðum árangri. Myndir frá tónleikunum má finna hér.