Nýr menningar- og markaðsfulltrúi

Sigríður Hjálmarsdóttir hefur verið ráðin sem menningar- og markaðsfulltrúi hjá Grundarfjarðarbæ. Sigríður starfaði sem ráðgjafi hjá KOM almannatengslum ehf. og sá þar m.a. um kynningarmál og viðburðastjórnun. Hún hefur verið stundakennari við Háskóla Íslands og hefur jafnframt víðtæka reynslu af blaðamennsku og öðrum ritstörfum. Hún hefur jafnframt starfað að æskulýðsmálum, knattspyrnuþjálfun og löggæslu.   Sigríður er með MS próf í mannauðsstjórnun og BA próf í guðfræði, hvort tveggja frá Háskóla Íslands.   Sigríður mun hefja störf í ágúst.  

Aðalfundur Eyrbyggju-sögumiðstöðvar

Aðalfundur sjálfseignarstofnunar um Eyrbyggju-sögumiðstöð verður haldinn mánudaginn 20. júlí 2015, kl. 20:00, í Sögumiðstöðinni, Grundargötu 35, Grundarfirði.   Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.   Úr stofnskrá Eyrbyggju-sögumiðstöðvar: Starfsmenn stofnunarinnar og fulltrúar stofnaðila eiga rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétti. Atkvæðisrétt hafa stofnaðilar og á hver stofnaðili eitt atkvæði á aðalfundi.   Stjórn Eyrbyggju-sögumiðstöðvar  

Umsækjendur um starf menningar- og markaðsfulltrúa

Sextán sóttu um starf menningar- og markaðsfulltrúa, en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka.  

Starf byggingar-og skipulagsfulltrúa

Grundarfjarðarbær auglýsir starf byggingar- og skipulagsfulltrúa laust til umsóknar.      

Endurauglýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 - Lýsing

  Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu.   Lýsing vegna breytingar aðalskipulags þéttbýlis Grundarfjarðarbæjar 2003-2015, Hafnarsvæði.   Fyrirhugðu breyting er á Hafnar- og iðnaðarsvæði við Grundarfjarðarhöfn og á Framnesi. Fyrirhugað er að minnka hafnarsvæði að norðan og breyta í iðnaðarsvæði og athafnarsvæði. Einnig er gert ráð fyrir að breyta iðnaðarsvæði á Framnesi í athafnarsvæði. Götur á fyllingu við sjó verði einnig lagfærðar til samræmis við staðfest deiliskipulag af svæðinu.

Jónsmessunæturganga á Klakk

Á Jónsmessunótt fljóta steinar á Klakkstjörn. Farið var frá Bárarfossi eftir merktri leið yfir Hrísfell og komið við á Klakkshaus og áð við Klakkstjörn um miðnætti. Ljómandi veður og góðir ferðafélagar. Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar er í Sögumiðstöðinni og aðstoðar ferðamenn eftir bestu getu. Facebooksíðan er mest á ensku en bent á ýmislegt sem gagnast öllum sem ferðast um Snæfellsnes.   Á Klakki á Jónsmessunótt. Séð til Kolgrafafjarðar.

Íbúð fyrir eldri borgara

Íbúð fyrir eldri borgara að Hrannarstíg 34 er laus til umsóknar. Um er að ræða leiguíbúð með búseturétti og 20% hlutareign. Íbúðin er þriggja herbergja, 80 ferm. auk 23 ferm. bílskúrs, alls 103 ferm.   Nánari upplýsingar eru veittar á bæjarskrifstofu í síma 430 8500.   Umsóknarfrestur er til 10. júlí 2015. Íbúðin er laus frá 1. ágúst nk.   Reglur vegna úthlutunar íbúða fyrir eldri borgara   Umsóknareyðublað   

Sérmerkt svæði fyrir tjaldsvæði

Að gefnu tilefni vill bæjarstjórn Grundarfjarðar árétta að skv. 9. gr. lögreglusamþykktar Grundarfjarðar er óheimilt að gista í tjöldum, húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum á almannafæri í þéttbýli utan sérmerktra svæða.  

Nýr skólastjóri ráðinn

Sigurður Gísli Guðjónsson hefur verið ráðinn sem skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar.   Sigurður Gísli hefur kennaramenntun og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands og jafnframt viðbótardiplómu í opinberri stjórnsýslu fyrir stjórnendur í opinberum rekstri. Hann hefur sinnt umsjónarkennslu og var aðstoðarskólastjóri Höfðaskóla á Skagastönd. Ennfremur var hann deildarstjóri og staðgengill skólastjóra í Víkurskóla síðastliðin tvö ár. Sambýliskona hans er Halla Karen Gunnarsdóttir og eiga þau tvo syni.   Um leið og Sigurður Gísli er boðinn velkominn til starfa er Gerði Ólínu Steinþórsdóttur þökkuð góð störf við Grunnskóla Grundarfjarðar. Hún lætur af störfum í lok júlí og Sigurður Gísli tekur við.