Sjá stærri mynd hér

AUGLÝSING

 

Tillaga að deiliskipulagi fyrir hótel í landi Skerðingsstaða, Grundarfjarðarbæ

Þann 10. mars 2022 samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir hótel í landi Skerðingsstaða ásamt umhverfismatsskýrslu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 15 gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021.  

Tillagan er í samræmi við Aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 en þar er svæðið skilgreint fyrir verslun og þjónustu. Skipulagssvæðið er um 4,5 ha að stærð og liggur á tanga sem gengur út í Lárvaðal undir Skerðingsstaðafjalli.

Á svæðinu er gert ráð fyrir allt að 100 herbergja hóteli og allt að fimm smáhýsum. Nýtingarhlutfall skipulagssvæðisins verður að hámarki 0,13. Hótelbyggingin verður stölluð og verður hæsti punktur hennar  mest 22,5 m frá botnplötu 1. hæðar. Hámarks byggingarmagn hótelsins verður 5.500 m2 ofanjarðar.  Byggingarreiturinn er að miklu leyti innan fornminjasvæðis og liggur niðurstaða fornminjaskráningar fyrir. Byggingin verður klædd að utan með náttúrulegum efnum og þök lögð gróðurþekju. Byggingarreitur fyrir smáhýsin er austast á skipulagssvæðinu og er húsunum raðað upp með óreglulegum hætti. Hæð smáhýsanna verður mest 4,5 m frá botnplötu. Hámarks byggingarmagn smáhýsanna er 300 m2.

Tillagan verður til sýnis frá 20. júlí til og með 14. september, 2022 á vef sveitarfélagsins www.grundarfjordur.is, í Ráðhúsinu og Sögumiðstöðinni á opnunartímum. Kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 23. ágúst kl. 17 í Sögumiðstöðinni Grundarfirði.

Þau sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvött til að kynna sér tillöguna og senda skriflegar athugasemdir til skipulagsfulltrúa að Borgarbraut 16, 350 Grundarfirði (merkt DSK Skerðingsstaðir) eða á netfangið: skipulag@grundarfjordur.is fyrir 15. september, 2022. Þau sem ekki gera athugasemdir innan ofangreinds frests teljast samþykk tillögunni.

Grundarfirði, 20. júlí 2022.  

Kristín Þorleifsdóttir, 
skipulagsfulltrúi Grundarfjarðarbæjar

 

Viðbótargögnum bætt við 4. ágúst 2022

Skerðingsstaðir - Umhverfis- og framkvæmdarskýrsla

Skerðingsstaðir - Greinargerð með deiliskipulagi

Skerðingsstaðir - Neysluvatn og fráveitulausnir

Skerðingsstaðir - Rannsóknir á Lárvaðli

Skerðingsstaðir - Ásýndarstúdía

Skerðingsstaðir - Fornleifaskráning

Skerðingsstaðir - Gróður og fuglar

Skerðingsstaðir - Svör skipulagsráðgjafa við athugasemdum sem fram komu við skipulagslýsingu 

Skerðingsstaðir - Ásýndargreining