Myndakvöld í Sögumiðstöðinni

  Myndakvöld verður haldið í Sögumiðstöðinni fimmtudaginn 17. mars kl. 20:00.   Eyþór Björnsson segir frá ferðum sínum um Miðausturlönd.   Enginn aðgangseyrir. Kaffi Emil verður opið.

Sýningin „Heimurinn okkar” í Grundarfirði næstkomandi laugardag

Af vef Skessuhorns 15.3.2011   Atvinnuvega- og samfélagssýningin „Heimurinn okkar“ verður haldin í Grundarfirði nk. laugardag 19. mars. Það er FAG, félag atvinnulífsins í Grundarfirði sem stendur fyrir sýningunni. Þegar Skessuhorn ræddi við Jónas Víði Guðmundsson markaðsfulltrúa Grundarfjarðar í gær var sýnt að þátttaka yrði góð á sýningunni. Um 40 aðilar höfðu þá fest sér sýningarbás, þar af 21 fyrirtæki og stofnanir og 15 félagasamtök, fyrir utan svokallaða aðra aðila, en þeir eru m.a. Fjölbrautaskóli Snæfellinga sem verður með stóran kynningarbás og aðstandendur sýningarinnar, FAG, en það félag var stofnað árið 1997. 

Aðalfundur Búnaðarfélags.

Aðalfundur Búnaðarfélags Eyrarsveitar verður haldinn á Hótel Framnesi, sunnudaginn 20 mars næstkomandi og hefst kl. 14.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. 

Kjörskrá vegna þjóðaratkvæðagreiðslu

Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram laugardaginn 9. apríl 2011. Á kjörskrá eru allir sem eru með lögheimili í sveitarfélaginu þremur vikum fyrir kjördag, þ.e. laugardaginn 19. mars 2011, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.  

Ný gjaldskrá byggingarleyfisgjalda

Á fundi bæjarstjórnar 10. mars sl.l. var samþykkt ný gjaldskrá fyrir byggingarleyfis-, þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjöld. Gjaldskráin er sett í samræmi við lög um mannvirki og skipulagslög og kemur í stað eldri gjaldskrár frá janúar 2010.  Gjaldskráin öðlast þegar gildi.

Blak

Föstudaginn 11. mars verður leikur UMFG og Hamars og á sunnudaginn 13. mars verður leikur UMFG og Þróttar B. Frítt er inn á leikina. Sjá auglýsingu hér.

Bókasafnið skráir söguna

Bókasöfnum ber að safna, geyma og miðla notendum almennum upplýsingum um bæjarfélagið og þjónustu þess og sögu. Skrá um efni tengt Eyrarsveit er á vefsíðu bókasafnsins. Nýlega var hún uppfærð og bætt inn i hana skrá yfir greinar í Skessuhorni 2009-2011, Morgunblaðinu og öðrum blöðum sem til hefur náðst. Kynnið ykkur skrána og aðrar sem finnast á vef Bókasafns Grundarfjarðar.

Öskudagurinn

Öskudagurinn rann upp með gleði og söng hér í Grundarfirði. Krakkarnir mættu galvösk í allskonar búningum í búðir og fyrirtæki og sungu og fengu að launum ýmislegt góðgæti. Öskudagsskemmtun var í samkomuhúsinu. Hér má sjá myndir af skemmtunninni. Myndir tók Lína Hrönn Þorkelsdóttir.  

Öskudagsskemmtun

Verður í samkomuhúsinu frá klukkan 14.00 til 15.30. Sjá auglýsingu hér. 

Bæjarstjórnarfundur

134. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Samkomuhúsinu, fimmtudaginn 10. mars 2011, kl. 16:30. Fundurinn er opinn og er öllum velkomið að koma og fylgjast með því sem fram fer.   Dagskrá fundarins.