Með forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar til Alþingis nr.14/2009 hefur verið ákveðið að kosningar skuli verða laugardaginn 25. apríl 2009.
Samkvæmt a-lið 1. mgr. 23. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000, sbr. a-lið ákvæðis til bráðabirgðar í lögum nr. 16/2009, skal taka á kjörskrá alla þá sem skráðir voru með lögheimili í ákveðnu sveitafélagi samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár fjórum vikum fyrir kjördag, uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði 1. mgr. 1 gr. kosningalaga.