Fyrirlestur um gönguleið

Í kvöld, 14. apríl kl. 20.00 mun Gunnar Njálsson halda fyrirlestur í Sögumiðstöðinni á hugmynd á nýrri gönguleið eftir Snæfellsnesfjallgarði, frá Ljósufjöllum að Snæfellsjökli. Gunnar verður einnig með skjásýningu og félagar frá ferðafélagi Íslands munu koma og kynna starf sitt. Áhugasamir um ferðaþjónustu, gönguleiðir og útivist eru hvattir til að mæta.

Handverkshópurinn

Handverkshópurinn minnir á að á morgun 9.apríl verður mæting klukkan 20:00 í fjarnámsherberginu upp á bókasafni. Allir velkomnir. 

Grundfirðingur sigrar í forritun

Mynd af vef FSU   Enn ein fréttin af ungum heimamanni að gera það gott. Við Grundfirðingar getum svo sannarlega verið stolt. Þann 20. – 21. mars síðastliðinn var haldin Forritunarkeppni framhaldsskólanna í Háskólanum í Reykjavík. Keppnin er fyrir alla nemendur í framhaldsskólum sem hafa áhuga á hönnun, forritun og tölvum. Metaðsókn var í keppnina þetta árið og tóku 30 lið þátt.  

Músíktilraunir 2009

Grundfirska hljómsveitin Flawless Error keppti til úrslita í músíktilraunum 2009 á laugardaginn 4. apríl.  En þeir komust ekki í úrslit þar, en glæsilegur árangur engu að síður. Bergur Einar Dagbjartsson var valinn efnilegasti trommuleikari músíktilrauna þetta árið og óskum við honum til hamingju með það.

Bókasafnið opið

Virka daga í Dymbilvikunni verður opið á bókasafninu eins og venjulega, kl. 15-18. Munið samverustund  fjölskyldunnar kl. 16:30-18:00 á miðvikudegi og fjarnemar í heimabyggð eiga frátekna stund eftir kl. 16:30 á þriðjudögum.    

Skírdagsmót í blaki

      Hið árlega skírdagsmót í blaki verður fimmtudaginn 9. apríl nk. kl. 11:00. Einstaklingsmót, skráning er hjá Önnu Maríu s: 869-6076 Þátttökugjad kr. 1.000 fyrir einstakling

Skátastarf í frí

Skátafundir falla niður á meðan börnin eru í páskafríi frá Grunnskólanum. Fundir fálkaskáta hefjast 14. apríl en drekaskáta 20. apríl. Kirkjuskólinn er í fullu fjöri í dymbilviku og eftir páska. Minni á helgihald í kirkjunni í dymbilviku og páskadagsmorgun. Sjá nánar í viðburðadagatalinu. Með bestu kveðjum, Sr. Aðalsteinn Þorvaldsson 

Handverk til sýnis og sölu

Handverkshópurinn sýnir afurðir sýnar í Sögumiðstöðinni í dag frá 16:00 til 20:00. Einnig verður keppni í prjónaskap. Allir velkomnir.    

Blakið fellur niður á morgun 2 apríl

Blakæfingar falla niður á morgun 2 apríl vegna FSN æfinga.   Stjórn UMFG 

Páskabingó

Árlegt páskabingó UMFG verður í kvöld 1 apríl kl 19 í samkomuhúsinu og mun bingóspjaldið kosta 400 kr. Við hvetjum alla til að mæta og næla sér í eins og eitt páskaegg.   ATH Þetta er ekki aprílgabb.   Stjórn UMFG