Tónvest 2008

„TónVest” kallast árlegt samstarfsverkefni tónlistarskólanna á Vesturlandi. Verkefnið hefur orðið viðameira með hverju árinu og er í ár að hluta til styrkt af MenningarráðiVesturlands. Völdum nemendum úr hverjum skóla hefur verið safnað saman til að æfa „Íslenska þjóðlagasvítu” sem sérstaklega er útsett af Marteini Markvoll, trompetleikara og kennara við Tónlistarskólann í Stykkishólmi. Verkið er síðan flutt í heimabæ allra tónlistarskólanna sem að Tónvest koma, og telur tónleikaröðin alls sex tónleika. 

Eldri borgarar

Við minnum á söngæfingu í dag kl.17.15. Einnig minnum við á að spilað verður í samkomuhúsinu kl.16.00 fimmtudaginn 6.mars. 

Menningarráð Vesturlands

Menningarráð Vesturlands hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2008. 133 styrkbeiðnir bárust Menningarráði um alls 105 milljónir. Úthlutað var 25.650 milljónum til 63 verkefna.

Sjóræningjar stíga á land í Grundarfirði

    Sjóræningjar stíga á land í Grundarfirði Það voru margvísleg ævintýrin sem urðu til á sagnanámskeiðum nemenda úr 5. og 6. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar.  Sjóræningjar stigu á land í Grundarfirði og strákurinn sem enginn vildi vera með, bjargaði öllu og náði fjársjóðnum frá þeim. 

Nýjar bækur, hljóðbækur og tónlist

Bókasafn Grundarfjarðar er að taka inn nýjar bækur, hljóðbækur, tónlist með upplestri og fleira skemmtilegt. Sjá meira á myndasíðu bókasafnsins. Myndir bætast við eftir föngum.

Styrkir til forvarnamála frá félagsmálanefnd

Í fjárhagsáætlun Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga fyrir árið 2008 er gert ráð fyrir því að félagsmálanefnd Snæfellinga geti varið allt að einni milljón króna til forvarnarmála.  Meðal annars er gert ráð fyrir vinnu við samræmda forvarnarstefnu fyrir börn og ungmenni á starfssvæði Félags- og skólaþjónustunnar.  Áhersla er lögð á fræðslu um heilbrigt líferni og forvarnir gegn vímuefnanotkun barna og ungmenna.  Rétt er fyrir alla sem starfa að æskulýðsmálum að gefa þessu framtaki félagsmálanefndarinnar gaum og kanna möguleika á styrkjum til góðra verka.   Hér má sjá fréttatilkynningu vegna forvarnarmála frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga.

Bætingarmót HSH

 Bætingarmót HSH í frjálsum íþróttum var haldið í Grundarfirði laugardaginn 23. febrúar.  Keppendur voru á aldrinum 11 ára og eldri og mættu keppendur frá UMFG, Snæfelli og Staðarsveit.   

Eldri borgarar

Við minnum á söngæfingu í dag miðvikudaginn 27.febrúar kl.17:15. 

Frumkvöðull ársins 2007

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi óskar eftir tilnefningum um einstaklinga sem eru þess verðir að hljóta sæmdarheitið frumkvöðull ársins 2007 á Vesturlandi og skara fram úr í þróun nýrrar vöru, þjónustu eða viðburða. Sjá nánar hér. 

Upplestrarkeppni grunnskólans

    Upplestrarkeppni 7. bekkjar grunnskólans fór fram fimmtudaginn 21. febrúar sl. Krakkarnir stóðu sig öll með prýði og höfðu mikinn metnað til að standa sig vel. Seinna í vetur mun síðan fara fram upplestrarkeppni milli allra skólanna á Snæfellsnesinu.