Jökulhálstryllir 2006

Jökulhálstryllir, keppni í fjallahjólreiðum á Snæfellsjökli, í klifri upp Jökulhálsinn og í bruni aftur niður, verður laugardaginn 29. júlí. Skráning fer fram á netinu með því að smella hér.

Útvarp Grundarfjörður

Útvarp Grundarfjarðar FM 104,7 fór í loftið kl. 15 í dag. Útvarpið verður starfrækt fram á laugardaginn 29. júlí nk. Símanúmer útvarpsins er 421-2096.  Útsendingar verða sem hér segir: Mánudag - miðvikudag: Kl. 15-24 Fimmtudag, 27. júlí: Kl. 15-02 Föstudag, 28. júlí: Kl. 12-02 Laugardagur, 29. júlí: Fram að hátíðardagskrá   Hugmynd útvarpsins kom upp í tengslum við undirbúning hátíðarinnar. Í útvarspráði sitja Eðvarð Vilhjálmsson (gula hverfið), Gústav Alex Gústavsson (rauða hverfið), Hafdís Lilja Haraldsdóttir (græna hverfið) og Emil Sigurðsson (bláa hverfið). Sími í hljóðveri er 421 2096.

Sængurgjöf samfélagsins

Í dag, 24. júlí, færði Grundarfjarðarbær, með liðsinni Heilsugæslustöðvar Grundarfjarðar, öllum Grundfirðingum sem fæddir eru á þessu ári sængurgjöf frá sveitungum sínum. Gjöfin innihélt m.a. fatnað, handklæði, beisli, fræðslubækur og pollagalla sem nauðsynlegur er öllum grundfirksum börnum! Börnum og foreldrum barna sem fædd eru á árinu var boðið í samkomuhúsið í morgun til þess að taka við gjöfinni.   Foreldrar og börn fædd 2006

Ævintýranámskeið

Grundfirðingar og góðir gestir!   Ævintýravika með sveigjanlegu formi fyrir börn og unglinga 7-16 ára.   Örn Ingi sem kom í fyrra, kemur nú aftur með fjóra frábæra leiðbeinendur með sér sem eru:   Alma – fimleikar/dans/matreiðsla o.fl. Lára – ljósmyndun/hestar/dans o.fl. Guðbjörn – sirkus/leiklist o.fl. Benedikta – dans/matreiðsla/myndlist o.fl.  

Grill hjá vinnuskóla

Í gær, 20. júlí, var haldin grillveisla fyrir starfsmenn vinnuskóla í góðviðrinu. Þessu síðara tímabili líkur nú um mánaðarmótin. Mikið hefur verið að gera hjá vinnuskólanum og starfsmönnum áhaldahúss undanfarna daga við hirðingu grænna svæða og þökulagningu meðfram Grundargötu. Bæjarhátíðin „Á góðri stund í Grundarfirði“ nálgast óðum og vinna starfsmenn af kappi að því að gera ásýnd bæjarins sem besta fyrir hátíðina. Meðfylgjandi myndir voru teknar í grillveislu vinnuskólans, en öllum starfsmönnum áhaldahúss var boðið.   Starfsmenn vinnuskóla á seinna tímabili

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga, forstöðumaður

Staða forstöðumanns Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga er laus til umsóknar.  Í starfinu felst yfirumsjón með félagsþjónustu og barnavernd auk þjónustu við grunn- og leikskóla.  Forstöðumanns bíður spennandi starf og stórt hlutverk við rekstur og áframhaldandi uppbyggingu félags- og skólaþjónustu á Snæfellsnesi.  

Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn

Skemmtiferðaskipið Columbus lagðist upp að í Grundarfjarðarhöfn kl. 8 í morgun. Á skipinu eru um 350 farþegar, flestir frá Þýskalandi, og 170 manna áhöfn. Á bryggjunni biðu farþeganna rútur sem keyra með þá út fyrir Snæfellsjökul í dag. Áætlaður brottfarartími skipsins er kl. 14 í dag.   Skemmtiferðaskipið Columbus í Grundarfjarðarhöfn í morgun  Sjá fleiri myndir í myndabankanum!

Berserkur 2006

Mánudaginn 24. júlí n.k fer sveppurinn í loftið. Götur, torg og önnur bæjarprýði verða hvergi óhult fyrir sköpunarkrafti ungra listamanna. Ef þú hefur áhuga á að virkja unga ferska orku taktu þá upp tólið og hringdu núna í síma 891-7802 (Þóra Magga) eða 690-9601 (Sonja). Smiðjurnar eru ætlaðar ungmennum á aldrinum 16 – 25 ára (´81-´90).Eftirfarandi smiðjur eru í boði: 

Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri lætur af störfum

Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri lét af störfum sl. föstudag, þann 14. júlí eftir 11 ára starf sem bæjastjóri/sveitarstjóri í Grundarfirði. Björg tók við starfinu af Magnúsi Stefánssyni, núverandi félagsmálaráðherra, árið 1995. Bæjarstjórn færði Björgu málverk að gjöf og voru henni þökkuð vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins.   Sigríður Finsen og Friðgeir V. Hjaltalín, sem var oddviti þegar Björg var ráðinn, afhenda henni málverkið á kveðjuhófi sem henni var haldið á dögunum.  

Sorphirða og rekstur gámastöðvar á Snæfellsnesi

Í síðustu viku auglýsti Ríkiskaup, f.h. Grundarfjarðarbæjar, Stykkishólmsbæjar, Snæfellsbæjar, Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar, útboð á sorphirðu og rekstri gámastöðvar á Snæfellsnesi. Útboðsgögn eru til sýnis og sölu hjá Ríkiskaupum í Borgartúni 7 og verða tilboðin opnuð á sama stað þann 30. ágúst nk. kl. 11 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Sjá auglýsingu hér.