Skúturnar komnar í var

Á vefsíðu Brokeyjar, Siglingaklúbbs Reykjavíkur, www.brokey.is er að finna frétt um að allar skúturnar, nema Kayam og Armor Crustaces, í Skippers D' Islande keppninni séu flúnar í var í höfnum í Keflavík og Grindavík vegna leiðindaveðurs. Einnig séu tvær skútur í Reykjavík, m.a. fjörtíufetari nr. 11 Azawakh III sem er með bilaða sjálfstýringu. Í fréttatímum í dag var einmitt greint frá því að skútuna hefði tekið niðri við Akurey þegar verið var að lóðsa hana frá skerjum á Kollafirði, þar sem hún hafði vikið af hefðbundinni siglingaleið. Skipstjórinn var einn á ferð.

Skúturnar kveðja

  Og Grundarfjörð gefst mér að lítaog grösuga Melrakkaeyog víkur og vogana hvítaog velbúin siglandi fley.   Getur verið að franskar fiskiskútur hafi verið á meðal þeirra fleyja sem Jónas J. Daníelsen orti um í Minni Eyrarsveitar á síðari hluta 19. aldar? Í það minnsta var það afar tilkomumikil sjón þegar skúturnar nítján lögðu af stað frá Grundarfirði í síðasta hluta leiðarinnar í siglingakeppninni Skippers d´Islande. Ferðinni er nú heitið beint aftur til Paimpol í Frakklandi og er áætlað að hún taki um 7-10 daga. Á fimm skútum af nítján eru skipstjórarnir einir í áhöfn, en það er sérstök raun sem þeir leggja á sig, að sigla einir í a.m.k. 1000 mílur og vinna sér inn stig til að öðlast þátttökurétt í öðrum keppnum.

Minni Eyrarsveitar

Jónas J. Daníelsen var fæddur að Kverná í Eyrarsveit 25. des. 1850. Jónas fluttist til Ameríku og saknaði ávalt heimaslóðanna eins og segir í formála lítils kvers sem Kvenfélagið Gleym mér ei gaf út árið 1933.Kverið inniheldur „Minni Eyrarsveitar“ sem eru 25 erindi. Til gamans eru hér birt tvö þeirra:   Og Grundarfjörð gefst mér að lítaog grösuga Melrakkaeyog víkur og vogana hvítaog velbúin siglandi fley.   Ó fögur er sveitin mín fríða, hinn fegursti blettur á grund, með grænar og grösugar hlíðarog glampandi voga og sund. 

Frá Gámastöð Grundarfjarðar

Borið hefur á því að viðskiptavinir gámastöðvarinnar séu að koma með rusl/sorp utan opnunartíma hennar, en það er ekki heimilt.  Viðskiptavinir eru vinsamlegast beðnir um að virða auglýstan opnunartíma. Opnunartími gámastöðvarinnar er sem hér segir. Mánudaga – föstudaga opið kl. 16:30 - 18:00 Laugardaga opið kl. 10:00 – 12:00. Lokað á sunnudögum.   Grundarfjarðarbær 

Nýr bæjarstjóri Grundarfjarðar

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson   Guðmundur Ingi Gunnlaugsson fyrrverandi sveitarstjóri Rangárþings ytra verður bæjarstjóri í Grundarfirði.  Hann hefur starfað undanfarin sextán ár sem sveitarstjóri,  fyrst í tólf ár hjá Rangárvallahreppi og síðastliðin fjögur ár í nýju sameinuðu sveitarfélagi Rangárþingi ytra.  Guðmundur Ingi tekur til starfa 1. september næstkomandi.   

Minnisvarði um franska sjómenn reistur á Grundarkampi

Skólaskip franska sjóhersins gólettan L’Etoile lagðist að bryggju í Grundarfjarðarhöfn um miðjan dag í gær. Auk 30 manna áhafnar flutti skútan með sér steinkross sem reistur var með viðhöfn á Grundarkampi þar sem hinn forni Grundarfjarðarkaupstaður stóð. Krossinn, sem er gjöf frá Paimpol vinabæ Grundarfjarðar, er minnisvarði um franska sjómenn sem létust á Íslandsmiðum. Stendur hann þar sem franskir sjómenn reistu sér kirkju á sínum tíma, en hún var rifin er þeir héldu af landi brott. Franskir sjóliðar við minnisvarðann

Á góðri stund í Grundarfirði

Bæjarhátíð Grundarfjarðar verður haldin síðustu helgi í júlímánuði, dagana 28. – 30. Á hátíðinni verður að finna margar uppákomur sem hafa verið áður, og hefð er komin fyrir en einnig verður bryddað uppá nýjungum.   Bænum er skipt niður í fjögur hverfi sem hvert hefur fengið sinn lit til að skreyta. Gulur, rauður, grænn og blár eru litir Grundarfjarðar þessa helgi. Hugmyndaauðgi fólksins í Grundarfirði hefur engin takmörk og frumlegar skreytingar og skemmtilegar útfærslur mátti sjá hvarvetna í fyrra og verður eflaust engin breyting þar á í sumar.  

Styttist í bæjarhátíð

Nú eru einungis 18 dagar þar til Grundfirðingar halda bæjarhátíð sína „Á góðri stund“. Hátíðarstjóri er Jónas Víðir Guðmundsson sem er önnum kafinn við undirbúning. Hægt er að hafa samband við Jónas í síma 849 3243  eða í tölvupósti: jonas@grundarfjordur.is   Gula, rauða, græna og bláa hverfið eru einnig komin af stað í skipulagninu hverfahátíða. Hverfisstjórar eru: Gula: Unnur Birna Þórhallsdóttir Rauða: Aðalheiður Birgisdóttir Græna: Olga Einarsdóttir Bláa: Arna Mjöll Karlsdóttir   Hverfisstjórum er velkomið að auglýsa næstu fundi og annað, á vefsíðu hátíðarinnar á bæjarvefnum sem og í Vikublaðinu Þey.

Glæsilegar skútur í höfn

Skútur í siglingakeppninni Skippers d'Islande eru komnar í höfn eftir siglingu frá Reykjavík. Skúturnar verða hér til miðvikudagsins 12. júlí. Fleiri myndir af skútunum verða birtar hér á vefnum innan skamms.    

Frítt í sund

Frítt verður í sundlaugina frá sunnudeginum 9. júlí til miðvikudagsins 12. júlí!