Úrslitaleikur HM í samkomuhúsinu

Í tilefni þeirrar einstöku tilviljunar að Frakkar leika til úrslita á HM í fótbolta sama dag og skúturnar koma til Grundarfjarðar, mun úrslitaleikurinn verða sýndur á tjaldi í samkomuhúsinu. Allir eru velkomnir.   Mætum í samkomuhúsið og styðjum Frakka til sigurs. Allez les Bleus!  

Hverfaskipting

Nú er undirbúningur hverfa fyrir bæjarhátíðina "Á góðri stund" komin af stað og því ekki úr vegi að birta mynd sem sýnir skiptingu hverfanna. Skiptinguna má sjá hér.    Ef hverfin vilja nota vef bæjarins til að koma á framfæri tilkynningum þá er hægt að senda þær á grundarfjordur@grundarfjordur.is   Tilkynningar birtast í vinstri dálk á forsíðu vefsins.  

Umsækjendur um starf bæjarstjóra

23 umsóknir bárust um starf bæjarstjóra en umsóknarfrestur rann út 26. júní. Umsækjendur eru: 

Á góðri stund í Grundarfirði

Bæjarhátíð Grundfirðinga, "Á góðri stund í Grundarfirði" verður haldin í 9. sinn dagana 28.-30. júlí nk. Uppsetning dagskrárliða verður að mestu með hefðbundnu sniði, þó alltaf séu einhverjar breytingar milli ára. Mörgum finnst að hátíðin byrji á fimmtudeginum, en þá skreyta allir hverfin sín í gulum, rauðum, grænum eða bláum litum.  

Landaður afli í júní

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í júní var 1.322 tonn. Landaður afli í júní árið 2005 var 1.402 tonn og 1.212 tonn árið 2004. Í töflunni hér að neðan má sjá aflann í kílóum eftir tegundum öll þrjú árin.  

Skippers d'Islande

Á sunnudaginn kemur, 9. júlí, er von á skútum til Grundarfjarðar vegna siglingakeppninnar Skippers d'Islande. Koma þessara frönsku skútna mun setja talsverðan svip á bæjarlífið og enn er dagskráin að mótast en þannig er hún í stórum dráttum:  

Kynningarátak Eyrbyggja

Eyrbyggjar, hollvinasamtök Grundarfjarðar, hafa sent út kynningareintök af bókinni "Fólkið, fjöllin, fjörðurinn, safn til sögu Eyrarsveitar" til fyrrum fermingarbarna í Setbergsprestakalli. Bókin fer í póst í dag, 3. júlí.  

Bókasafnið gefur út á vefnum

Unnin hefur verið efnisskrá 1. - 6. bindis af Fólkið, fjöllin, fjörðurinn. Safn til sögu Eyrarsveitar . Ritið kemur út árlega og inniheldur efni um liðinn tíma og annál nýliðins árs. Einnig hefur verið bætt við Bóka- og efnisskrá Eyrarsveitar sem inniheldur skrá yfir efni tengt Eyrarsveit og Grundarfirði fyrr og nú.     Báðar skrárnar eru unnar á Bókasafni Grundarfjarðar af Sunnu Njálsdóttur, bókasafns- og upplýsingafræðingi. Bóka- og efnisskráin er ekki fullkomin en leitast er við að bæta inn nýju efni jafnóðum. Allar ábendingar eru þegnar með þökkum í netfangið bokasafn@grundarfjordur.is.     

Spurning vikunnar

Rétt svar við spurningu vikunnar er að árið 1950 voru íbúar Eyrarsveitar 419 talsins. 86 manns tóku þátt að þessu sinni en aðeins 17 eða 19,8% voru með rétt svar. 

Pílagrímsgangan á Jónsmessunótt

Sl. föstudagskvöld hófst pílagrímsganga á Jónsmessunótt með messu í Setbergskirkju þar sem séra Elínborg Sturludóttir þjónaði fyrir altari og Jón Ásgeir Sigurvinsson guðfræðingur predikaði.  Organisti í messunni var Jóhanna Guðmundsdóttir og kórsöngurinn var í höndum safnaðar.  Að lokinni ljúfri stund í Setbergskirkju kvaddi séra Elínborg hvert og eitt safnaðarbarn með fararblessun.