Borgarkvartettinn söng fyrir fullu húsi í Krákunni

Borgarkvartettinn var með tónleika í Krákunni á laugardagskvöldið fyrir troðfullu húsi. Meðlimir kvartettsins eru miklir söngmenn og voru gestir mjög ánægðir með hvernig til tókst.   Borgarkvartettin, mynd: Sverrir Karlsson 

Hagyrðingarnir í Samkomuhúsinu

Stökuseiður var í Samkomuhúsi Grundarfjarðar sl. laugardag. Þar skemmti hópur hagyrðinga gestum auk þess sem kór eldri borgara söng nokkur lög.    Mynd: Sverrir Karlsson

Fullt hús á tónleikum Hundslappadrífu

Sveitasveitin Hundslappadrífa hélt tónleika á Kaffi 59 á sl. föstudagskvöld. Þrátt fyrir grenjandi rigningu og rok var salurinn þétt setinn og mikil stemming meðal gesta.   Hundslappadrífu skipa: Þorkell Símonarson, Jökull Helgason, Þormóður Símonarson og Helgi Axel Svavarsson

Grundfirðingar allra bjartsýnastir

Íbúar í Grundarfirði eru bjartsýnastir allra á norðanverðu Vesturlandi og Norðurlandi vestra, ef marka má nýja rannsókn Byggðarannsóknastofnunar Íslands á Akureyri um tengsl samfélagsanda og nýsköpunarstarfs í þessum landshlutum. Samkvæmt könnun sem stofnunin gerði sögðust 87% Grundfirðinga vera bjartsýn á framtíð síns byggðarlags hvað varðar atvinnuþróun. Þar af voru 53% mjög bjartsýn og 34% íbúanna frekar bjartsýn.  

Frábært upplestrarkvöld

Í gærkvöldi var upplestrarkvöld á Kaffi 59. Rithöfundarnir Sigurbjörg Þrastardóttir og Þorgrímur Þráinsson voru gestir kvöldsins. Sigurbjörg las úr ljóðabókum sínum og nokkur óútgefin ljóð og Þorgrímur Þráinsson las úr nýútkominni bók sinni, Allt hey er hold. Þá las Gunnar Kristjánsson upp úr nýjustu bók Arnaldar Indriðasonar, Kleifarvatn. Að lokum las Hrólfur Hraundal frásögn sína af ferð sem þau hjónin fóru til Prag. Elena Jegalina og Kristján Guðjónsson tónlistarkennarar léku létta tónlist á þverflautu og gítar.

Íþróttaskóli á vegum UMFG

Á fimmtudögum er starfandi íþróttaskóli á vegum Umfg. Við undirritaðar vorum beðnar um að vera leiðbeinendur með honum. Viljum við koma á framfæri markmiði með íþróttaskóla. Við sjáum um að setja upp þrautabrautir sem hentar fyrir hvern aldur. Markmiðið er að foreldrar eða systkyni komi með börnunum og fari með þeim í þrauti og leiki. Það er ánægjulegt að sjá hversu mörg börn mæta og viljum við að því tilefni biðja foreldra um að vera duglega að fygjast með sínu barni.

Fréttir frá UMFG

Nú hafa verið sendir út gíróseðlar vegna æfingagjalda fyrir september til desember. Foreldrar eru vinsamlegast beðnir um að greiða þá sem fyrst. Sú breyting hefur orðið á innheimtunni að nú fara ógreiddir seðlar sjálfkrafa í innheimtu hjá Intrum eftir ákveðinn tíma og hefur það aukinn kostnað í för með sér fyrir foreldra. Nokkrir eru ekki búnir að ganga frá síðustu seðlum og eru þeir beðnir um að ganga frá þeim strax svo ekki þurfi að útiloka börnin frá þátttöku í starfi félagsins.  

Bæjarrölt vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2005

Bæjarstjóri, byggingarfulltrúi og bæjarfulltrúar fóru í dag í sitt árlega rölt á milli stofnana bæjarins í tilefni af gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2005. Byrjað var í samkomuhúsinu, þaðan var farið í leikskólann, í slökkvistöðina, á bókasafnið og að lokum í áhaldahúsið þar sem verkstjóri tók á móti fylkingunni með harðfiski og smjöri! Gunnar Pétur slökkviliðsstjóri fer yfir mál slökkviliðsins 

Brautskráning úr Framhaldsdeild KHÍ

Þann 23. október sl. brautskráðust tveir Grundfirðingar úr Framhaldsdeild KHÍ. Það voru þær Katrín Elísdóttir, kennari í Grunnskóla Grundarfjarðar, með Dipl.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á nám og kennslu ungra barna (30 einingar) og Sigríður H. Pálsdóttir, leikskólastjóri Leikskólans Sólvalla, með Dipl.Ed.-gráðu í uppeldis- og menntunarfræði með áherslu á stjórnun (30 einingar). Þeim stöllum eru færðar innilegar hamingjuóskir í tilefni útskriftarinnar.  

Fyrirlestur um vistvænt heimilishald

Fimmtudaginn 4. nóvember kl.20:00 verður fyrirlestur um vistvænt heimilishald í ráðhúsinu í Stykkishólmi. Fyrirlesturinn er í boði Náttúrustofu Vesturlands og Umhverfishóps Stykkishólms. Sjá nánar hér.