Green Globe 21 - Framkvæmdaáætlun til framkvæmda

Grundarfjarðarbær er þátttakandi í umhverfisvottunarverkefni undir merkjum Green Globe 21, eins og komið hefur fram hér á vefnum. Bæjarstjórn hefur samþykkt framkvæmdaáætlun þar sem tímasett hafa verið ákveðin markmið sem sveitarfélögin á Snæfellsnesi ætla sér að mæta.   Jóhanna Halldórsdóttir afhendir Björgu Ágústsdóttur bæjarstjóra, fyrsta kassann af umhverfisvænum pappír  

Frá UMFG

Ungmennafélagið vill koma eftir farandi á framfæri við foreldra. Síðustu daga hafa greiðsluseðlar vegna æfingagjalda fyrir september til desember verið að koma í hús. Þau mistök urðu við prentun seðlana að einungis kemur fram nafn foreldra á seðlunum en ekki nöfn barnanna eins og alltaf hefur verið.  

Leiklist á Leikskólanum Sólvöllum

Elstu og yngstu börnin á leikskólanum syngja saman Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur á Leikskólanum Sólvöllum í gær. Auglýst var opið hús og börnin buðu upp á söng og leiklist. Nemendum var skipt niður í nokkra hópa og meðal efnis var leikþáttur um liltu svörtu kisu, búðaleikur, sagan um Búkollu, sagan um Mjallhvíti og dvergana sjö auk þess sem yngstu og elstu börnin tóku lagið saman. Meðfylgjandi eru myndir frá vel heppnuðum degi í leikskólanum.

Góð list er lítils virði ef enginn nýtur hennar

Þetta er yfirskriftin í sýningarskrá Landsbanka Íslands, sem gefin er út í tilefni af sýningu í útibúi Landsbankans í Grundarfirði á völdum verkum úr listasafni bankans. Sýningin er einn af viðburðum menningarhátíðarinnar Rökkurdaga.  

Happdrætti Rökkurdaga 2004

Búið er að draga í happdrætti Rökkurdaga 2004. Eins og flestum er kunnugt voru sendir út happdrættismiðar í formi gíróseðla á öll heimili í Grundarfirði við upphaf menningarhátíðarinnar. Fyrsti vinningur er jólahlaðborð fyrir tvo á Kaffi 59, í boði Kaffi 59. Annar vinningur er út að borða í Krákunni að verðmæti 5.000 kr, í boði Krákunnar. Vinningsnúmerin eru: Nr. 1: 4767 Nr. 2: 4619  Þeir heppnu eru vinsamlegast beðnir um að láta vita af sér á Bæjarskrifstofu Grundarfjarðar.

Green Globe viðurkenning veitt á World Travel Market

Fulltrúar sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi og Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls tóku formleg á móti viðurkenningu fyrir að hafa mætt viðmiðum Green Globe 21 miðvikudaginn 10. nóvember. Afhendingin fór fram á sýningarbási Ferðamálaráðs Íslands á ferðasýningunni World Travel Market í London. Dagurinn var helgaður ábyrgri ferðaþjónustu og féll afhendingin vel inn í aðra dagskrá um ábyrgð og stefnu í sjálfbærri þróun. Hópurinn með Cathy og Geoffrey

Dagur íslenskrar tungu á morgun

Á morgun, þriðjudaginn 16. nóvember, er dagur íslenskrar tungu. Af því tilefni verður opið hús í Leikskólanum Sólvöllum og börnin verða með skemmtiatriði kl. 11:00. Allir velkomnir! 

Vinna við gerð fjárhagsáætlunar 2005

Nú stendur yfir vinna við gerð fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2005. Gerðar eru áætlanir fyrir aðalsjóð og undirstofnanir, s.s. vatnsveitu, fráveitu, þjónustumiðstöð (áhaldahús o.fl.), félagslegar íbúðir og íbúðir eldri borgara. Hafnarstjórn vinnur áætlun fyrir Grundarfjarðarhöfn.  

Klezmer bandið á Krákunni

Klezmer bandið skipað þeim Arnhildi, Elenu, Friðriki og Kristjáni lék gyðingatónlist sem kölluð er klezmer á Krákunni í gærkvöldi. Þetta er tónlist sem á rætur að rekja til gyðinga í Austur Evrópu þar sem farandsöngvarar, kallaðir "klezmorim" léku við brúðkaup og fleiri tilefni. Sjá má nánari upplýsingar um tónlistina hér.   Klezmer bandið skipað þeim Arnhildi, Kristjáni, Jóni Ásgeiri gestasöngvara og kynni, Friðriki og Elenu.  

Allur flotinn í heimahöfn

Í morgun var þéttskipað í Grundarfjarðarhöfn. Allur skipaflotinn var í landi auk Arnaborgar sem er rækjuskip frá Lettlandi. Arnaborg landaði 100 tonnum af frosinni rækju till Fiskiðjunnar Skagfirðings. Meðfylgjandi myndir eru teknar af höfninni í morgun.   Stóra bryggja; Farsæll, Helgi, Sóley, Þorvarður, Hringur og Arnaborg   Litla bryggja; Sigurborg og Grundfirðingur   Hafnargarður; Siglunes, Haukaberg og smábátar