Góð mæting á tónleika í Grundarfjarðarkirkju í gærkvöldi

Þau Sylvía Rún Ómarsdóttir, Þorkell Máni Þorkelsson og Axel Björgvin Höskuldsson sungu og spiluðu fyrir rúmlega 60 manns á Tónleikum í Grundarfjarðarkirkju í gær. Það leikur enginn vafi á því að þarna eru á ferð frábærir ungir tónlistarmenn sem eiga framtíðina fyrir sér!

56. Stjórnarfundur

56. stjórnarfundur Eyrbyggja 2.november 2004  kl 20:00 í Lágmúla 6, í Reykjavík.   Viðstaddir: Orri Árnason, Bjarni Júlíusson, Hermann Jóhannesson, Guðlaugur Þór Pálsson, Hrafnhildur Pálsdóttir.  

Fjármálaráðstefna sveitarfélaga

Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga, sem haldin var á Nordica hótel í Reykjavík, lauk um miðjan dag í dag. Alls voru um 450 sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga og aðrir gestir mættir til leiks, enda um mikilvægan málaflokk sveitarstjórnarmála að ræða.  

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í Október 2004

Í töflunni hér að neðan má sjá yfirlit yfir landaðan afla eftir tegundum í Grundarfjarðarhöfn í október. Taflan sýnir samanburð á milli áranna 2003 og 2004. Heildarafli í október á þessu ári er 1.211.961 kg en var 1.327.566 kg í sama mánuði í fyrra.   Tegundir 2003 2004   Þorskur 248.479 232.498 kg Ýsa 284.330 361.156 kg Karfi 100.390 32.530 kg Steinbítur 5.080 67.521 kg Ufsi 46.057 20.401 kg Beitukóngur 59.350 42.145 kg Rækja 11.991 0 kg Langa 7.908 3.770 kg Keila 19.757 1.325 kg Gámafiskur 490.623 413.460 kg Aðrar tegundir 53.601 37.155 kg    1.327.566 1.211.961  

Fullur salur á Sodade

Sodade, heimildarmynd Daggar Mósesdóttur um Maríu Runólfsdóttur sem var ættleidd frá Grænhöfðaeyjum tveggja ára gömul og fór aftur, ásamt Dögg, til Grænhöfðaeyja rúmum 20 árum síðar til þess að hitta ættingja sína, var sýnd fyrir troðfullum sal í Sögumiðstöðinni í gærkvöldi. Þetta var önnur sýning myndarinnar af þremur á Rökkurdögum og því enn tækifæri til þess að sjá þessa skemmtilegu heimildarmynd.  

Ályktanir aðalfundar SSV

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi 2004 var haldinn í Stykkishólmi 27. október sl. Meðal annars var rætt um tekjuþróun og sameiningu sveitarfélaga. Hér er að finna ályktanir fundarins.